Alþýðublaðið - 11.06.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Síða 3
S’igurveig Einarsdóttir. Hundrað ára Hafnfirbingur Elzti borgari Hafnarfjarðar, Sigurveig Einarsdóttir er 100 ára í dag'. Sigurveig fæddist 11. jún 1868 að Mýrum í Álfta veri, en fluttist ung að Prests bakka og 16 ára að aldri flutt- ist hún að Kálfafelli í Fljóts- hverfi. Tvítug að aldri flutt- ist lnin í Hafnir, en þar gift- ist hún Erlendi Marteinssyni, og áttu þau saman eina dótt- ur, Sigríði, se'm um langt skeið hefur verið í forystusveit hafn firzkra verkakvenna og Al- þýðuflokkskvenna og umboðs maður Alþýðublaðsins í Hafn- arfirði um margra áratuga skeið. Sigurveig var greind mynd arkona á yngri árum, en varð fyrir því óláni á miðjum aldri að missa heilsuna. Erlendur maður hennar andaðist árið 1935 og hefur hún síðan átt heima hjá Sigriðj dóttur sinni, þar til fyrir 4 árum að hún fluttist að elliheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði, en þá hafði ■ liún verið rúmföst um tveggja ára skfc’ið. Myndin hér að ofan var tek- in af Sigur-veigu á áttræðisaf- mæli hennar. Alþýðublaðið sendir henni beztu kveðjur í tilefni dagsins. Hollensk sýning í dag verður opnuð í Nýbygg ingu Menntaskólans yfirlitssýn ing á eftirprentunum verka í svarlistadeild ríkissafnsins í Amsterdam fyrir tilstuðlan sendiráðs HoIIendinga fyrir ís- land, sem aðsetur hefur í London. Viðstaddir opnunina verða forseti íslands, herra Asgeir Ásgeirsson, menntamála ráðherra Gylfi Þ. Gíslason, landbúnaðarráðherra Hollands, : van Oosten og fyrsti sendiráðs ritari sendiráðs Hollendinga fyrir ísland J. Tjoardstrat. Sýn ingin verður opin eina viku kl. 2.00—10.00 e.h. daglega. Eítirprentanir eru að verkum allra helztu hollenzku meistar- anna á 16., 17., 18. og 19. öld, Framhald á siðu 14. Ármann Snævarr háskólarektor við a fhendingu prófskírteina: l Auknar líkur á að f élags- heimili stúdenta rísi senn í ræðu, sem háskólarketor flutti við lok háskóla- árs í gær, gat hann þess, að nú væru stórum betri horfur á því en nokkru sinni fyrr, að draumur stúdenta um félagsheimili rættist. Hefði hann rætt þetta hagsmunamál stúdenta við menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra og fengið góðar undir- tektir. Þá hefur háskólaráð veitt 5 milljón króna styrk til byggingar félagsheimilisins. „Er mér mikil ánægja að skýra frá þessu hér í dag“, sagði rektor. Við lok athafnarinnar í há- tíðasal háskólans í gær afhenti deildarforseti 67 kandidötum, sem luku prófi á þessu vori, próf skírteini sín. Prófum í verk- fræðideild er enn ekki lokið, svo að tala þeirra, sem ljúka kandídatsprófi á þessu vori, á eftir að hækka eitthvað. Verður nú getið örfárra at- riða, sem komu fram í ræðu há- skólarektors. hann það nú stórum tíðara, að stúdentar giftu sig, meðan á námi stæði, og því væri það brýn nauðsyn að reistir yrðu stúdenta- garðar fyrir gifta stúdenta. Þá ræddi rektor um undirbúning að stofnun Félagsstofnunar stúd- enta, sem um nokkur ár hefur verið aðnjótandí fjárveitingar á fjárlögum ríkisins, Sagðist hann tengja miklar vonir við hina nýju stofnun, sem hann' taldi álit- legasta úrræðið til að þoka á- fram úrbótum um félagsstofn- anir stúdenta, svo um munaði. Lýsti hann því yfir, að Háskóla- ráð hefði ákveðið að veita stofn- uninni 5 milljón króna styrk af happdrættisfé til að koma á fót félagsheimili stúdenta. Þá sagði hann, að háskólaráð fulltreysti því, að ríkisstjórnin tryggði eigi lægri fjárhæð til félagsheimilis- ins. Hefði hann rætt málið við menníamálaráðlierra og fjár- málaráðherra og íengið góðar undirtektir. Teldi hann horfur í þessu mikla hagsmunamáli stúd- enta vera stórum betri nú en nokkru sinni fyrr. í lok ræðu sinnar þakkaði háskólarektor á- nægjulegt samstarf við sam- kennara og háskólaráð og við stúdenta alla, svo og við mennta- málaráðherra og starfsmenn menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra talar við skólauppsögnina. Menntaskólanemendur stofn- setja sérstaka atvinnunefnd Rekotor lagði á það áherzlu að hraða yrði mjög uppbyggingu háskólans, sökum ört vaxandi fjölda stúdenta. Það væri hins vegar átak, sem ekki væri unnt að gera nema með geysilegum fjárveitingum til f jálrfestingar og rekstrar. Rektor sagði það mikla lenzku hér á landi við tækifæri sem þessi að ræða það, sem áfátt væri, en hins síður gætt, að ræða það, sem áunnizt hefði. í því sambandi gat hann þess, að fjárveitingar ríkisins til háskólans og ýmissa stofnana hans hefðu á liðnum áratug marg faldazt. Taldi hann þó, að betur mætti ef duga skyldi. Rektor ræddi ítarlega félags- mál stúdenta, og hve margvís- legra úrbóta væri þörf um fé- lagslegan aðbúnað þeirra. Kvað Síðari hluta vetrar var sett á laggirnar nefnd í Menntaskól- anum í Reykjavík, sem athuga skyldi útlit í atvinnuhorfum nemenda skólans í sumar. Könnun, sem gerð var nokkru fyrir próf í vor á vegum nefnd arinnar leiddi í ljós, að ótryggt ástand var í atvinnumálum nemcnda. Eftir próf tók nefndin til starfa við atvinnuleit, sem gengið hefur mjög treglega til þessa. Nefndin hefur alls stað ar mætt miklum skilningi hjá þeim aðilum, sem hún hefur leitað til, og kann hún beim beztu þakkir fyrir, en vegna hins slæma ástands á vinnu- markaðinum yfirleitt, hefur ekki reynzt unnt að leysa úr atvinnumálum nemenda, nema að mjög takmörkuðu leyti. Á atvinnuleysisskrá hjá nefndinni eru 60 nemendur úr 3., 4. og 5. bekk, þ.e.a.s. þeim hluta nemenda, er þegar hafa lokið prófum, en slæmt ástand mun ríkja í 6. bekk, vegna þess hve seint stúdentsprófum lýkur. Af þessum 60 nemend- um eru 18 stúlkur og 42 pilt- Framhald á síðu 14. NYTT A ÍSLANDI Innihald flöskunnar er liæfilegt á móti 3 1. af smurolíu og evkur það smur- hæfni og endingu olíunnar um ca. 10%. ■AMB er ekki nvtt efni, en eftir margra ■ i ára tilraunir og endurbætur má segja að fullkominn árangur hafi náðst. — AMB gerir ekki kraftaverk á ónýtri vél, en regluleg notkun eykur mjög endingu vélarinnar og lækkar þar af leiðandi stórlega reksturskostnað bif- ? | reiðarinnar. Framleitt af Guðmundi Bjarnasyni með einkaleyfi A M B Oil Corp. LT. 8. A. 11. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐH) £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.