Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 4
HEYRT^
SÉD
| Síðustu sýningar á
| tékkneskri úrvalsmynd
I Iiætt við sýningargesti að sýningu lokinni
Kvikmyndaklúbburinn í
Litlabíó hefur nú starfað í
hálfa aðra viku við stöðugt
vaxandi aðsókn. Sýningar eru
þar daglega klukkan 6 og
klukkan 9. Sýningum lýkur
nú senn á fyrstu myndunum,
sem klúbburinn sýnir, en
þær eru tékkneska kvikmynd
in „Við nánari athugun" og
stutt írsk mynd „Yeats
Country" og eru einungis eft
ir tvær sýningar á þessum
myndum (þriðjudag og mið-,
vikudag kl. 9 bæði kvöldin).
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli kvikmyndaunnenda
á tékknesku myndinni, en
hún er af mörgum gagnrýn-
endum talin vera ein merk-
asta nýung, sem komið hef-
ur fram síðan Antonioni kom
fram á sjónarsviðið, en ólík
legt má telja að annað tæki-
færi gefist til að sjá þessa
mynd hér en þessar tvær sýn
ingar sem eftir eru á henni
í kvikmyndaklúbbnum.
Þá hófust sýningar á rúss
neskri mynd sl. föstudag —
„Barnæsku Gorkís“, en hún
er gerð árið 1938. Verður hún
sýnd á eftirmiðdagssýnjneun
um í dag og á morgun (þriðju
dag og miðvikudag) — en frá
og með föstudegi verður hún
sýnd á kvöldsýningunum, en
h°nn dag hefjast einnig sýn-
inear á annari rússneskri
mynd „Háskólar mínir“. Káð
ar þessar myndir eru gerð-
ar eftir sjálfsævisögu Gorkís
og sýnir klúbburinn þær í til
efni af aldarafmæli skálds-
ins. Þriðja myndin í þessari
seríu verður sýnd snemma í
haust, en í júlímánuði verð-
ur sýnd mynd sem gerð var
í Frakklandi árið 1934 eftir
leikriti Gorkís „Úr djúpun
um“, sem Þjóðleikhúsið mun
sýna á hausti komanda.
Rétt er að benda fólki á
það að húsnæði klúbbsins er
afar takmarkað og haldi fram
sem nú horfir með aðsókn
verður þess ekki langt að
bíða að takmarka þurfi skír
teinasöluna a.m.k. fyrst um
sinn vegna þrengsla og er því
þeim sem hug hafa á því að
taka þátt í starfi klúbbsins
ráðlegt að hafa sem fyrst sam
band við Litlabíó, Hverfis-
götu 44, en þar fer fram af-
hending skírteina frá klukk-
an 4 daglega.
Á kvöldsýningunum í dag
og á morgun hefst einnig nýr
þáttur starfsins, sem eru um
ræður um myndirnar eftir
sýningarnar. Verður reynt að
hafa þann hátt á, fyrir þá
sem áhuga hafá, tvo daga vik
unnar þ.e. þriðjudaga og
miðvikudaga eftir kvöldsýn-
inguna.
Tilkynningar um sýningar
klúbbsins birtast daglega i
dagbókum blaðanna. Dagskrá
fyrir mánuðina júní—júlí
fæst í Litlabíó. Hverfisgötu
44
Stærsti og dýrasti bíil í heimi
' " ' 5-
Fyrir skömmu sá ðagsins Ijós stærsti og dýrastt bíll i heimi. Eigandinn er Woburn Abby, sem býr
í Bedfordshire í Englandi. Bíllinn nefnist „FAB 1“ og cr nákvæm eftirlíking af bíl, sem kvenhetjan
lafði Penelope notaði í sjónvarpsmyndaseríu, sem kallast „Thunderbirds“.
„FAB 1“ vegur rúmlega þrjú tonn, er rúmir tveir mctrar á bre'idd og liðlega sex metrar á lang.
veginn. Hann er búinn innbyggðum sjónvarpsmy ndavélum og sjónvarpstæki, en þar að auki er f
honum innbyggð vélbyssa, sem sendir boðskap slnn út á milli píláranna á vatnskassahlífinni. Bíll
þessi kostar um eina og hálfa mllljón króna og hámarkshraðinn er 250 kílómetrar á klukkustund.
VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á TRÉNU
Ástæðan fyrir því, að við
birtum mynd þessa, er fyrst
og fremst sú, að við viljum
sýna lesendum okkar það svart
á hvítu, að enn vaxa stór og
stæðileg tré í heimi okkar nátt
úruböðla. Hvað er stúlkukind
in að gera þarna?, spyrjið þið.
Við vitum það ekki, en að lík-
indum vill hún með veru sinni
þarna leggja áherzlu á þörf
aukinnar náttúruvemdar. Hún
er að vísu ekki eins feikna
fögur og tréð er feikna stórt,
en það kemur nú heldur ekki
að sök. Hafi nú einhverjir les
endur meiri áhuga á stúlkunni
en trénu, þrátt fyrir það, sem
á undan er komið, getum við
------------------------<
Reykingar
og greind
í vissum þjóðfélagshópum í
Bandaríkjunum þykir nú ekki
lengur sæma að reykja. „Sök-
um þeirra tengsla, sem eru
milli lungakrabba og síga-
rettureykinga, hefur notkun
reyktóbaks stórlega minnkað
hjá menntuðu fólki“, segir
einn af framámönnum banda-
ríska krabbameinsfélagsins.
„Hinir greindustu hafa ber-
sýnilega ákveðið að varðveita
líf sitt og heilsu, en mestu ein-
feldningarnir að tortíma sjálf
um sér“.
frætt þá á því, að hún heitir smástirni í heimi kvikmynd-
Rona Newton — John og er anna.
-,„ac
4 11- júní 1968
ALÞYÐUBLAÐIÐ