Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 3
giö vísar byssumálinu nsons WASHINGTON, 11. júní. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþingrs vísaði í dag á bug tillögu um strangai'i reglur varð- andi sölu á skotvopnum, sem Jolinson forseti bað um að scttar yrðu eftir morðið. á Robert Kennedy. Nefndin klofnaðl í tvo jafnstóra hluta með og móti tillögunni, en samþykkti síðan ein. róma að íaka málíð fyrir aftur 20. júní. Formaður nefndarinnar, Emanuel Celler, lét í ljós von um, að sá fundur mundi leiða til jákvæðs árangurs. , r* opnun sýningarinnar. Á myndinni sjást m.a. iorsei'i íslands, menntamálaráðherra og sendiherra íícilendinga. Lögin, sem fulltrúadeildin samþykkti sl. fimmtudag, fjö.ll Ægir kemur i dag Hið nýja varðskip landhelgis- gæzlunnar, Ægir, kemur til Reykjavíkur á morgun, miff- vikudaginn 12. júní 1968. Skiplð mun leggjast að Ing- ólfsgarði kl. 5 síðdgeis, og fer þá fram móttökuathöfn um borð í skipinu í boði dóms- málaráðherra. Skipiff verður til sýnis fyrir almenning á fimmtudag eftir hádegi, frá kl. 3—10. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytiff, 11. júní 1968. -$> uðu um bann við sölu skot- vopna gegn póstkröfu, en á- kvörðun nefndarinnar um að fresta ákvörðun um strangari reglur til 20. júní neyðir for- setann til að taka ákvörðun um það, hvort hann skuli und irrita lögin, eins og þau nú standa eða beita neitunarvaldi, áður en nefndin kemur saman á ný. Forsetinn hefur tíu daga frest frá því að hann fær í hendur lög frá þinginu til að ákveða eitt af fernu: að und- irrita þau, neita að staðfesta þau, senda þau aftur til þings ins með greinargerð um hvers vegna hann getur ekki stað- fest þau, eða láta þau liggja án undirskriftar. í gær opnaði Gylfi Þ. Gíslason, menntamálariáðherra, sýningu á eftirprentunum verka í svartlistadeild í Amsterdam í Nýbyggingu M.R. Viðstaddir opnunina voru forseti ísl., herra Ásgeir Ásgeirsson, utanríkisráffherra, Ernil Jónsson, hollenzki sendilierrann fyri'r,' ísland, sem aðsetur liéfur í London og I. sendiráðsritari liollenzka senó'iráðsins í London ásamt boðsgestum. Fyrstur tók til máls hollenzki sendiherrann J.H. van Roien. í upphafi máls síns gat sendi- herrann þess, að eftirprentan- irnar hefðu verið unnar í prent myndagerð hollenzka ríkisins og hefðu verið unnar sérstak- lega fyrir þessa sýningu, sem Þrennar aukakosningar bráðlega í Bretlandi -<s> Verkamannaflokkurinn bíður úrslita í þrennum aukaltosningum, scm fram eiga að fara á næstunni með sambland'i af óróleika og| eftirvæntingu. Tvær af þessum kosningum, í Brightside í Sheffield og í Oldham West, fara fram á fimmtudag í þessari viku og hinar þriðju, í Nelsen and Colne nálægt Manchester, hálfum mánuði síðar. Við kosningarnar fyrir tveim árum hafði Vurkiamanna- flokkurinn öruggan meirihluta í öllum þessum kjördæmum, en margt hefur gerzt síðan 1966. í dag telst ekki einu sinni Brightside, þar sem hlulfallið milli jafnaðarmanna og íhalds- manna var 3;1 við alsherjar- kosningarnar, vera öruggt. Ástæðan fyrir því, að það er ekki bara með ugg, sem verka- mannaflokkurinn og ríkis- stjórnin horfa til þessara auka kosninga, eins og verið hefur með aukakosningar og bæjar- stjórnarkosningar undanfarið, ■er sú vissa, sem menn telja sig hafa fyrir því, að hreyfing kjós enda frá Verkamannafl. hljóti bráðlega að stöðvast-og sú tilfynning, að einmitt þessar kosningar muni sýna fram á þessa breytingu. Undanfarið hafa verið örlítil teikn á lofti, sem lofa góðu um, að ef til vill hafi Verkamanna- fl. þegar náð sinni verstu stöðu og nú muni hagur hans fara hækkandi úr þessu. Úrslitin í Skotlandi fyrir viku sýndu örlitla hreyfingu í átt til jafnaðarmanna á ný, og hið sama gerir nýleg skoðana- könnun, sem gerð var í land- inu öllu. Beðið er með eftir- væntingu eftir úrslitum Gall- up-könnunar, sem er að ljúka, en ekki hefur verið látin uppi ennþá. Ef viðbrögð kjósenda í fyrrgreindum þrem kjördæm- um verða hin sömu óg við skoðanakönnunin gefur til kynna, geta jafnaðarmennn vænzt fremur hagstæðra úr- slita. En fyrir utan þessar skoðana kannanir er raunverulega lítið, sem gefur tilefni til von- gleði hjá Verkamanna- flokknum. Frásagnir brezkra blaða, sem fylgjast náið með kosningaslagnum, benda ekki til neinna verulegra umskipta. Flestir eru þeirrar skoðunar, að tvö af kjördæmunum, Nels- on and Colne, þar sem meiri- hluti jafnaðarmanna var 10% síðast, og Oldham West, þar Framhald á 4. síffu. hollenzka menntamálaráðu- neytið stæði að, til þess að eft irprentanirnar næðu sem bezt blæ frummyndanna. Sagði sendiherrann að á sýn ingunni væri einkum mikið af^ svartlistarmyndum frá gullöld hollenzkra lista og vísinda, 17. öldinni. Til tals hefði kom- ið, að sýningin yrði send hing að til lands í haust á ný sem farandssýning milli mennta- skólanna og lét sendiherrann í Ijós óskir að svo gæti orðið. í ráði væri að hollenzka rík ið léti gera eftirprentanir á verkum hollenzka meistarans van Gogh og væri vonandi, að sú sýning bærist hingað til lands. Þakkaði hann að lokum forseta íslands, menntamála- ráðherra, utanríkisráðherra, fulltrúum erlendra ríkja og öðrum boðsgestum fyrir komu þeirra og lét í ljós óskir um að sýningin yrði til þess að styrkja enn hin ágætu tengsl íslands og Hollands. Næstur tók til máls Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra. Sagði menntamálaráð- herra Hollendinga 'hafa með verkum sínum sýnt, að smá- Framhald á 14. síffu. Eyskens myndar stjórn í Belgíu BRUSSEL, 11. júní. Líklegt er taliff, aff Gaston Eyskens úr Kristilega-sósíalistaflokknum myndi á fimmtudaginn nýja stjórn í Belgíu, aff því er áreiff anlegar heimildir telja. Er tal iff, aff kristilegir sósíalistar og jafnaffarmenn muni standa aff stjórninni. Stjórnarkreppa hef ur veriff í Belgíu síðan stúd- entaóeirðirnar urffu í Louvain í byrjun fe'brúar sl. Visab úr landi fyrir að minnast Kennedys Balletdansarinn Maurice Be- jart var á' sunnudag fluttur úr landi í Portúgal í brynvörðum vagni. Sagði blaðafulltrúi ball- etflokksins Ballet du Siécle, að portúgölsk yfirvöld hefðu lýst Bejart óæskilegan útlend- ing eftir að kom til and-fas- istískra mótmæla í leikhúsinu, þar sem balletflokkurinn var að sýna Rómeó og Júlíu í gerð Bejarts. Lýsti blaðafulltrúinn atburðinum þánnig: Á fimmtudag var frumsýn- ing á Rómeó og Júlíu í Lissa- bon og eftir lokaatriðið, þar sem æska og ást bera sigurorð af stríði, ávarpaði Bejart um 6000 leikhússgesti, en meðal þeirra voru margir æðstu menn portúgölsku stjórnarinn- ar. Bejart sagði: „Mig langar til að stinga upp á einnar mín- útu þögn í lok þessarar sýn- ingar á þessum degi, er Robert Kennedy hefur látizt fyrir kúlu launmorðingja. Mig langar til þess, vegna þess, að ég er svo mjög á móti fasisma og öllum tegundum einræðis.” Að sögn blaðafulltrúans risu áhorfendur nú úr sætum, tóku að hrópa, stóðu sumir í sæt- unum og allir sungu söng, sem síðar kom í ljós, að mun hafa verið portúgalskur byltingar- söngur. 12. júní 1968 ALÞÝÐUBLA8K) J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.