Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 8
ÞAÐ halda allir, að Dean Martin sé óbetraniegur drykkjusvoli, kvennaflagari og stælgæi. En þeir sem þessu trúa þekkja manninn ekki rétt. Viskí, skvísur og dollaraseðlar eru uppi staða flestra þeirra sagna, sem myndazt hafa um Dino Gro- cetti, öðru nafni Dean Martin — einn af hæstlaunuðustu og vin- sælustu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna. En sögusagnir þessar eiga ekk ert skylt við sannleikann. En Dean Martin — rnaðurinn sem þær snúasí um — kærir sig koll óttan. Hann hefur líkast til bara gaman af vitleysunni. Uppáhaldsbrandari Deans þessa dagana snýst auðvitað um fyr- irhugaðar forsetakosningar í Bandaríkjunum. „Einasti möguleikinn til að'ég verði næsíi forseti er sá, að fylli bytturnar sameinist nú og fylki liði um góðan lagsbróður." Þessa og þvílíka brandara læt ur Dean Martin fjúka, þegar hann er að skemmta fólki. Hvers dagslega er hann hins vegar þögull og sagnafár. o o Óáleitinn, óáreitinn. EIGINKONA HANS í 19 ár, Jeanne Martin, segir um þessa hlið manms síns: „Dean talar ekki mikið. Þeg ar hann er innan um kvenfólk segir hann ekki aukatekið orð. Hann er ekkert fyrir konur gef inn. Hann er karlmaður og leit ar sér kunningja þeirra á meðal.“ Það má' vera að þetta valdi ein hverjum aðdáendum Dean Mart in meðal kvenþjóðarinnar von- brigðum, en ein af þremur vin konum hans af veikara kyninu, Barbara Rush (hinar eru leik- konurnar Ursula Andress og Shirley Maclaine) staðfestir þetta: ,,Ég held, að Dean sé ekki við kvenna hæfi. Honum íinnst hann eyða tímanum til ónýtis í viðurvist kvenna. Það myndi koma mér ákaflega mikið á óvart, ef Dean héldi framhjá konu sinni. Það er bókstaflega óhugs andi. Hundruð kvenna hafa elsk að Dean Martin, án þess þeirrj ást fylgdu athafnir. Dean vill bara Jeanne sína og að vinum velur hann aðeins karlmenn. Við þá’ getur hann rabbað, spilað og látið brandara fjúka.“ — „Hárrétt, hárrétt," sam- þykkir Dean. „Ég slappa betur af innan um karlmenn á borð við Frank Sinatra, Vic Damone og Tony Bennett. Karlmenn standa báðum fótum á jörðunni og þeir eru hreinskilnari. Kvenfólk er leiðigjarnt. Það er alltaf að reyna að koma manni í skilning um, hvað það sé fallegt. Hvað varðar mann svo um, hvað þeim finnst um sjálfar sig?“ o o Gíaðvær afi. DEAN MARTIN er í dag glað- vær afi — fimmtugur að aldri. Hann á glæsilega konu, sjö börn, tvö barnabörn, myndar legt heimili í stóru húsi með sér stakri sundlaug og tennisvelli, stórar innistæður í bönkum____og heimsfrægð að bakhjarli. Dean Martin er fjölskyldufað- ir í hinni gömlu, góðu merkingu þess orðs. Það er að þakka hefð bundnu itölsku uppeldi hans. Sjálfur telur hann, að fjölskyldu faðirinn sé herra i húsi sínu. Foreldrarnir hljóti alltaf að hafa ■rett fyrir sér. Börnin séu bund- in strangri hlýðnisskyldu í sam ræmi við boðorðið „heiðra skaltu föður þinn og móður.“ En Dean er maður réíttrúaður og strang trúaður: — „Ég botna ekkert í lífs- undrinu. Hvernig er eiginlega hægt að útskýra komu mannsins í heiminn. Jú1, þar hlýtur guðleg ur máttur að vera að baki. Fólk segir við ýms t.ækifæri: Guð hjálpi mér. Nema hvað. Hvert ætti það annað að snúa sér í nauðum? Til Henry Fords, kannski? Stundum segi ég við sjálfan mig: „Bezt að fara nú ekkert í kirkju á sunnudaginn." En þá kveður óðar við önnur það sé nóg að fara bara í kirkju, rödd, sem segir.: „Heldurðu að þegar eitthvað amar að? Hvers konar maður ert þú eiginlega, Dean? Hræsnari eða hvað?“ o o Ólæknandi sjón- varpssjúklingur. BURTSÉÐ frá konu og börnum er golf eitt af því sem Dean Mart in hefur á mestar mætur. Hann gengur að golfi af lífi og sál. Hann leikur golf margar klukku stundir að morgni hvers dags ár ið um kring. Með sömu þremur félögunum. Enginn þeirra er úr skemmtanaheiminum. í bók lít ur Dean Martin aldrei. Hann er maður athafnanna. Getur ekki setið lengi hreyfingarlaus — nema fyrir framan sjónvarp. Rek ist hann á blað, lætur hann sér nægja að líta á íþrótíasíðurnar. Hins vegar á sjónvarpið hug hans allan, Dean Martin er ó- læknandi sjónvarps-sjúkiingur. Á heimili Martin fjölskyldunn- ar úir og grúir af mismunandi stórum sjónvarpstækjum. Fyrir framan þau situr svo Dean múl bundinn öll kvöld, sem hann er heima. Því léttari sem dagskráin er, þeim mun betur líkar Dean hún. Ólíkt mörgum öðrum kvik- myndaleikurum í Hollywood, er Dean Martin ekkert „pólitískur" og hefur yfirleitt lítinn áhuga á stjórnmálum. „Spyrji einhver um mína skoð un, svara ég: „Má ég biðja um Bobby: „Með Bobby á ég auð vitað við Robert Kennedy. Hann er alveg afbragðs náungi og ég vona, að hann verði næsti for- seti Bandaríkjanna. Hann lítur stundum til mín, þegar hann á leið hjá — og við förum þá og heimsækjum systur hans (hún var gift leikaranum Peter Lawford). Þegar svo ber undir, vill Bobby alltaf að við tökum lagið saman. Gamla skólasöngva. Það er það eina, sem hann kann. Samt held ég að hann hafi ein- hverja indælustu söngrödd í heimi.“ o o Kotungssonurinn sem vann kóngs- ríkið. DEAN MARTIN er fæddur af í- tölsku foreldri í bænum Steuben ville í Ohio. Þegar hann í benrsku sá mynd með Bing Crosby í aðalhlutverki í bíói í bænum, hreifst hann svo, að hann ákvað að gerast sjálfur söngvari. Söng lærði hann með því að hlusta á Bing Crosby- plötur. Vegna söngsins ákvað hann að hætta í skóla og byrj- aði þess í stað að koma fram í veitingahúsi einu, „Walker's Café“, samtímis því að vinna annað með. Sextán ára gamall var hann ráðinn sem spilabland ari í spilavíti í heimabæ sínum, en starfið fékk hann með smáveg is ósannsögli: Hann þóttist sem sé vera tvítugur: Síðar gerðist hann svo hnefaleikamaður. Dean Martin fékk sitt fyrsta stóra tækifæri í Hollywood, þeg ar hann gerðist meðleikari Jerry Lewis. Þeir léku í fjölmörg- um myndum saman, þar sem að allega bar á Lewis. Dean Martin féll algjörlega í skugga hins framgjarna galgopa. Lewis lét öllum illum láíum — en Dean Martin stóð við hlið hans og söng — stóra fíflið. Dean vill ekkert á þessi ár minnast. „Þetta var hryllilegur tími:“ hreytir Dean út úr sér. Þegar leiðir* þeirra Jerry Lewis og Dean Mai'tin skildi, var því spáð að Dean væri búinn að vera — en Jerry myndi vinna við aðskilnaðinn. Reyndin varð hins vegar öfug. — „Það að ég hef fengið á mig orð fyrir drykkjuskaparóreglu, á rætur að rekja til samstarfs okk ar Jerry Lewis,“ segir Dean. „Ég var mjög óhamingjusamur. Þess vegna byrjaði ég að drekka. Hvað gat ég annað gert? Þó hef ur enginn séð mig ,,útúr“ og ég hef aldrei verið settur í „Stein inn“ vegna ölvunar eins og svo margir kunnir Hollywood-leikar- ar. Og nú er ég löngu búinn að hafa mig upp úr fylliríinu, ég neyti ekki orðið meira áfengis en teija má venjulegt. En fólk hefur alltaf jafn gaman af mér, þegar ég þykisí vera fullur; þess vegna er ég að þessu.“ Það er heldur ekki í samræmi við tröllasögurnar af Dean Mart in, að hann fari yfirleitt í hátt inn klukkan tíu á hverju kvöldi. En sannleikurinn er nú samt sá. Þau hjónin fara kannski ut sam Martin-fjölskyldan er samheldin og rólynd. 'Talið efstfrá vinstri: Ricci Martín; Claudina Martin; Deana Martin; frú Jeanne Martin; og Craig Martin. Neðri röð frá vinstri: Gail Martin; Dino Marttn; Gina Martin og fjölskyldufaðirnn DEAN MARTIN. 8 12. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.