Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 16
 m^smo) NÚ hafa um 36 þúsund gestlr skoðað sýninguna ÍSLENDINGAIt OG HAFIÐ á Laugardalssvæðinu í Reykjavík. Vegna hinnar ágætu aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna til 23. þ.m. Myndin hér að ofan er frá sýningunn'i og sýnir iíkan af Vattarnesinu SU 220 með líkan af síldarnót utanborðs. Stærðar- hlutföll á milli skips og nótar eru rétt. VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Prince Albert REVKTÓBAK. Þeir segja það hafi verið mesti slysadagur H-umferðarinnar í fyrradag. Lögreglan hafði víst nóg að gera; hún bæði olli slys um og aðstoðaði slasaða. AFHENDING SILFURLAMPANS d vo aa r eai II iii n co xr ÆVINTÝRI FYRIR FULLORÐIN BÖRN Ég hef ágæta íbúð í höllinni fyrir austan sól og sunnan mána. ÚtsýniC er dýrðlegt um allt ríki mitt og ég get fylgzt með öllu og öllum. Ég væri með öðrum orðum fullkomlega hamingjusamur kóngur, ef ekki væri andstyggðin hann Máni. Hann drekkur sig augafullan einu sinni í mánuði og upp- nefnir dóttur mína. — Skessa, Prinsessa, segir hann. Við mig segir hann: — Kóngur, Spíróngur! (Orð sem enginn nolar annar en hann og engiun veit hvað þýðir). Svo lengi má brýna deigt járn að það bíti og ég skellti héraðsbanni á Mánann. Tollararnir mínir stöðvuðu alla hest- vagna, járnbrautarlestir, bifreiðir og flugvélar á Vetrarbraut- inni. Og þeir grömsuðu og kjömsuðu og voru ákaflega afkasta miklir. Endirinn skal í upphafi skoða. Máni missti af sínu mánað- arlega fylliríi og Jörðin missti af stórstraumnum og dýpkunar skipið Grettir varð innlyksa á Hornafirði, Gullfoss komst ekki að brygg.iu í Leith og það varð uppreisn um borð. Kell- ingar lömdu skipstjórann í óvit með tómum innkaupatöskum. Loftvarnasveitir Carlsens minkabana sáu ekki til að miða á nótíinni og Loftleiðir lentu útaf rútunni af því að þeir kunnu ekki á kompás. Þar að auki urðu ótöiulegar truflanir á öllum stríðsrekstri í heiminum. Nato varð að hætta við allar æfingar, meðan Rússar lýstu fyrir sér með rauðglóandi hugsjónafræðileg- um doðröntum. Valdajafnvægi stórveldanna var í yfirvofandi íhættu og vestræn menning virtist í fljótu bragði vera að ganga undir. Kínverjar gátu þó haldið áfram að kyrja upp úr kverinu hans Maos, enda er hausinn á honum eins og milljón kerta pera, sem lýsir um allt Kínaveldi. Ráðgjafar mínir voru ákaflega áhyggjufullir og sögðu að ég mætti ekki skipta mér af innanríkismálum á Jörðinni. Ég lét það sem vind um eyru þjóta. Mig gilti einu hvað fram fór á Jörðinni, svo lengi sem ég gat haldið Mána-kjána þurrum. En Rússar sáu að ekki mátti við svo búið standa og það heyrðist Hvissssss og tollararnir mínir litu upp í andakt. Þeir sáu rauða rakettu og á rassinum á henni stóð BODCKA I (Vödka I sama sem Elsku litla vatnið mitt (samkv. áreiðan- legum heimildum.) Síðan hefur sótt í sama farið með Mánann og ég hef lát- ið skjóta til mín Skota, til að sætta mig við tilveruna og vest- ræna menningu. GADDUR. Ferlegir imbar eru þe’ssi gáfna Ijós í Menntó að þykjast endi- lega vilja fá eitthvað að púla i sumar. . . í FVRRAKVÖLD var Silfurlampinn, verðlaun Félags íslenzkra leikdómenda fyrir beztan leik á leikárinu, afhentur í 14. skípti, og hlaut hann að þ ;ssu sinni frú Helga Baclimann, leikkona. Varð hún stigahæst við atkvæðagreiðslu félagsmanna og hlaut 675 s(íg af 700 mögulegum fyrir leik sinn í hlutverki Heddu Gabler í samnefndu Ieikriti Henriks Ibsen. Athöfnin fór fram í Þjóðlcikhúskjallar- anum og skýrði Örnólfur Árnason, Morgunblaðinu, frá úrslitum. Sigurður A. Magnússon afhenti frú Helgu Bachmann verðlaunagripinn, eins og sést á meðfylgjandi mynd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.