Alþýðublaðið - 15.06.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1968, Síða 6
Norskir þingmenn ræða NATO málefni af ákafa Þlngfundur var truflaður af óróaseggjum OSLÓ, 14. júní. NTB. — Um- ræðurnar um aðild Noregs að NAI'O stóðu langt fram á kvöld í gær og hófust að nýju í morg- un og voru þá enn um 30 ræðu- menn á mælendaskrá. Við um- ræðurnar skapaði það nokkra sper.nu, að Sverre Löberg, þing- maður fyrir Þelamörk, lagði fram tillögu, þar sem því er beint til ríkisstjórnarinnar að binda endi á þátttöku Noregs í NAT’O þegar, er aðstaða er til. Krafðist Löberg þess, að at- kvæðagreiðsla um tillögu sína yrði óbundin flokksviðjum, og mundi slik atkvæðagreiðsla gefa aðra mynd af afstöðu Stórþings- ins en atkvæðagreiðsla um álit utariríkismálanefndar, sem ein- faldlega lagði til, að NATO-orð- sending ríkisstjórnarinnar skyldi tengd samningnum um aðild. John Lyng utanríkisráðherra kvaci NATO vera samíök, sem mundu hafa mikil áhrif á sögu- lega þróun næstu ára. Það væri mjög rangt af Norðmönnum að reyr a að stuðla að klofningi í samiökunum' nú. Hann kvaðst sammála öllum, sem látið hefðu í Ijós þá skoðun, að NATO yrði að vinna markvisst að því að draga úr spennu. Hann lét og í Ijós þá skoðun sína, að nota bær. möguleika NATO til að draga úr spennu gagnvart Kína. Taldi hann NATO, Varsjárbanda lagió' og Kína vera það þrennt, jiiiiiininiiiiii(miiu,lllllIlllll|IIIM|fIIII|||I||1||I||||(||(i|^ MOSKVA, 14. júní. - | Moskvublaðið Sovjetskaja í | Russija lýsti þvi yfir í dag í | að aðild Noregs að NATO § \ þýddi sjálfsmorðs-samþykki I | um að taka þátt í hverju | : því stríði, sem leiðtogar I 1 þess bernaðarbandalags i í tomu af stað. Segir blaðið, | ] að það séu ekki Norðmenn, [ } sen stjórni „Pól-hraðlest- f i inni” heldur aðrir, sem trú- = ] andi sé til að leiða alla á- | r höfnina ut í mikla ófæru. ___ = : Með stórri fyrirsögn og í = j heitri grein segir höfundur- : | inu, J. Livtsov, að heræf- i ] ingarnar „Pól-hraðlestin” i i hafi í för með sér, að stórt Í i svæði af Noregi lifi nú við § | aðstæður atómstríðs. OSLÓ, 14. júní. _. Við Í ] nafnakall vísaði Stórþingið ! ] í dág á bug tillögu Sverre = i Löberg. Að því loknu var til- I = laga utanríkismálanefndar I ] Stórþingsins samþykkt. í Moskva um NATOfundinn: I sem í náinni framtíð mundu á- kvarða þróunina I alþjóðamál- um. Lyng lýsti því afdráttarlaust yfir, að stjómin væri andvíg ríkjandi ástandi í Grikklandi og Portúgal, en hann taldi samt betra að halda þessum tveimur löndum innan bandalagsins en reyna að einangra þau. Hann minntist einnig á þá . umbrota- tíma, sem nú væru í Bandaríkj- unum og kvaðst trúa því að land * ið kæmist óskaddað úr þeim, og ekki væri minnsta minnkun að þvi að vera í NATO með Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki hafa trú á, að umræður um norrænt varnabandalag mundu bera árangur að sinni. ' Annars var þingfundur trufl- aður af unglingum, aðallega ung um stúlkum, sem höfðu í frammi köll og píp á áheyrendapöllum. Varð lögreglan að vísa ungling- unum út og voru pallarnir lok- aðir um stund. Umræðurnar hófust með fram- söguræðu Bents Röiselands úr Vinstri flokknum, sem er for- maður utanríkismálanefndar og forustumaður þingflokks þeirra, er styðja ríkisstjórnina. Hann kvað NATO-samninginn hafa náð tilgangi sínum. þar eð hann hefði komið á friði, jafnvægi og stöðugleika í málefnum Evrópu, jafnframt því sem náðst hefði að draga verulega úr spennu, en það aftur á móti auðveldað starfið að því að ná samningum um takmörkun útbreiðslu kjam orkuvopna. Varðandi varnar- bandaiag Norðurlanda sagði Röiseland, að engir aoyrgir aöil- ar i bvipjoð eöa UanmörKu hecöu iauo í ijos osk um siikt banuaiag, r>ao munuí Kosia iNor- eg a.m.K. jainmikio og ao vera í áAiö, an pess að veita eins miKið öryggi. í samskiptum austurs og vest- urs. Hann taldi norrænt vam- arbandalag stríða algjörlega á móti því takmarki, sem við yrð um að stefna að: alheimsvama- samvinnu. Halvard Lange, fyrrum utan- ríkisráðherra, lagði áherzlu á þann stöðugleika, sem NATO hefði skapað í Evrópu og varaði mjög við því að veikja núver- andi jafnvægi með einhliða að- gerðum ríkja NATO og Varsjár bandalagsins. Finn Gustavsen úr sósíalist- íska þjóðarflokknum stakk upp á að tilnefna opinbera nefnd til að kanna ýmsa möguleika í utan ríkis- og öryggismálum. Hann taldi, að aðild Noregs að NATO yki hættuna á átökum og hélt því fram, að hlutleysi Norð- manna mundi draga verulega úr þeirri hættu. Líkan af gúmmíbát sem starfsmenn Slysavarnarfélagsins hafa gert og er til sýnis í deild Slysavamarfélagsins. (Lj. Bj. Bj.) Dagur Slysavarnafélagsins ó sýnmgunni / Laugardal Leiðtogi jafnaðarmanna á þingi, Trygve Bratteli, sagði, að ástandið í utanríkismálum hefði ekki breytzt svo verulega, miðað við árið 1949, að Norðmenn gætu þess vegna gengið úr NA-' TO. Hin minni spenna nú hvíldi á öruggisráðstöfunum. Þingleiðtogi Hægri flokksins, Svenn Stray, taldi inngöngu Noregs í NATO 1949 hafa verið framhald ríkjandi hugmynda í alþjóðamálum. Aðild Grikklands og Portúgals að Nato væri mót- sögn í sjálfu sér, þar eð þau lönd virtu ekki ákvarðanir sátt- mála bandalagsins um innra frelsi aðildarríkjanna. Hins veg- ar væri það röng ályktun að heimta, að Noregur segði sig úr NATO. Lars Leiro, leiðtogi Mið- flokksins, sagði, að NATO hefði dregið úr spennu og byggt brú í DAG, láugardag, er dagur Slysavarnafélags íslands á sýn- ingunni íslendingar og hafið í Laugardalshöllinni í Revkjavík. Gengst félagið fyrir sérstakri dagskrá í höllinni og fyrir utan hana í tilefni dagsins. Hefsí hún klukkan 3. Hefst dagskráin með. ávarpi fr.kv.síjóra Slysavarnafélagsins, Henrys Hálfdánarsonar og því næst mun erindreki félagsins, Hannes Hafstein útskýra deild félagsins á' sýningunni fyrir gestum. Kl. 20,30 hefst skemmtidag- skrá í höllinni og koma þar fram Eygló Viktorsdóttir og Ríó tríó. Þá verður blásinn út gúmbjörg- unarbátur á sviðinu, fluglínu- tæki komið fyrir og sýnd björg- un á línu. Loks verða sýndar tegundir neyðarblysa fyrir utan höllina. í dag kl. 3 verður einnig sýn- ing í Laugarásbíói og verða sýndar kvikmyndirnar Björgun- arafrekið við Látrabjarg og meðferð gúmbjörgunarbáta. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. Á morgun verður dagur Kefla- víkur á sýningunni íslendingar og haí'ið í Laugardalshöllinni. Hefst dagskrá í tilefni dagsins klukkan 3. Á sviðinu verður komið fyrir ýmsum skreytingum, m ,a. veið- arfærum, trönum o. fl. Hljóm- ar leika fyrir gesti sýningarinn- ar, Helgi Skúlason les upp. — Lúðrasveit drengja úr Keflavík leikur, Kristinn Reyr les upp kvæði og Sigfús Halldórsson leikur og syngur. Loks fer fram reiptog. $ 15. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tap og vinningur LONDON, 13. júní. — Brezki verkamannaflokkurinn tapaði öðru þingsætinu en hélt hinu með mjög naumum meirihluta í aukakosningunum, sem fram fóru í dag. íhaldsflokkurinn vann sætið í Oldham West í Lancashire, en Verkamannaflokk urinn hélt sætinu í Brightside í Sheffield með 5.248 atkvæða meirihluta á móti 19.177 atkvæð- um við kosningarnar 1966. Gaf eina milljón sænska LUNDI, 14. júní. — í tilefnl af 000 ára afmæli háskólans í Lundi hefur skipaeigandinn An- ders Jahre gefið skólanum eina milljón sænskra króna, er nota skal sem sjóð til styrktar vís- indarannsóknum við háskólann. Nefnist sjóðurinn „Minningar- sjóður Per Wesíerlings lands- höfðingja.” Vextir af höfuðstól skulu notaðir til að styrkja náms ferðir ungra og gamalla vísinda- manna. 28 búsund tonna olíu- skip ferst DÚRBAN, 14. júní. — Níu möríniím áf áhöfn 28 þúsund lorina ólíuskiþs, var í dag bjarg- að út‘ af ströhd Natal, þar sem skdpið brotriaði í tverít og kvikn- aði i Jpvi. Flugvélar óg skip liafa -leiUið íicfag að öðru'm skipbrots- iruönnum. Skipið ríefndlst „World Glory” og reýndist í fyrstu mikhrm erfiðleikum bundið að komast að ihyert skípið var og hve stért það var. „Hreyfing réttlætis og frelsis" PARÍS, 14. júní. —i George Bidault, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands, sem nýlega sneri heim til .Frakklands eftir margra ára útlegð, tilkynnti í dag, að hann hefði stofnað nýja and-gaullistíska og and-kommún istíska stjórnmálahreyfingu til „varnar vestrænni menningu í víðtækasta skilningi.” Hreyfingin, sem hlotið hefur nafnið „Hreyfing réítlætis og frelsis,” er ekki nýr stjórnmála- flokkur, segir hinn 68 ára gamli stjórnmálamaður, sem verið lief- ur eldheitur and-gaullisti allt síðan 1961, er ljóst varð, að dei Gaulle hyggðist afsala Frökkum völdum í Algier.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.