Alþýðublaðið - 15.06.1968, Síða 12

Alþýðublaðið - 15.06.1968, Síða 12
SÍOAtt Margir velta því fyrir sér, hvers vegna stjórnmálamenn- irnir okkar flytja alltaf ræffur sínar af handritum. Mér segir svo liugur, aff þeir óttist, aff ella kynnu þeir aff segja meiningu sína. Síðustu sýningar í kvöld verffur leikrit Kambans, Vér morðingjar, sýnt í 10. sinn i Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og hafa bæffi leikarar og leikstjóri hlotið mjög lofsamlega dóma fyrr ltstræna túlkun á þessu öndvegis verki Kambans. Keikritiff verður aðeins sýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu ennþá, en af þeim sýningum loknum verður farið í leikför með leikinn út á land á vegum Þjóðleikhússins. Meðfylgjandi mynd er af leikurunum: Gunnari Eyjólfss. og Kristbjörgu Kjeld í hlutverkum sínum. Jóhann Larsen, miðherji Hauk anna, frískur piltur og sprett- harður, skoraði laglega fyrsta markið, en 2:0, sem einnig kom í fyrri hálfleik átti hinn ungi markvörður, sem virtist hafa mætt til leiks beint úr vinnunni án viðkomu í búningsherbergj- um vallarins í Hafnarfirði, a.m. k. ef dæma má' eftir klæðnaði hans, átti sök á þessu marki. Vísir. — Alveg ofbýður mér sú ó- svífni að sleppa öllum þessum dátum lausum hér í borg. Mér finnst, að kvenréttindafélögiri ættu að beita sér fyrir því, að sett verði á útgöngubann fyrir koriur, þegar slika vá ber að garði. r>" auðvitað eigum við að urúsann, grenjaði sá gamli, þegar hann frétti af þess um tindátum í bænum. Hann er nefnilega' alveg geggjaður á móti mæðralaunum og öllum svoleiðis bótum. »ETTA IRfF ES KVITTUN, EN »6 MIKIU FBEMUR VIDURKENNING FYRIR STUDN- ING VID GOTT MÁIEFNI. nrniWf. k v. ’3 ER SÍMI dagiegi ISAKstur Á TJALDSTAÐ Nú líður aff Iþví að menn fara að halda hópum saman í sumarfrí meff bömiin!, konuna og prímusinn. Prímusinn til að halda hita á börntmiun, en konuna til að halda hita á þeim sjálfum. Tjaldstaður er kaldasti staður 1 heimi. Það er sama hve margar konur eru með í förinni, að ekki sé Italað um ála- fossteppi, ullarsokka, lopapeysur, hitapoka, loðíóðruð klof- stígvél og sígarettukveikjara, allitaf eru menrn skjálfandi. Fyrir utan að vera kaldasti staður í heimi, er tjaldstaffur 'einnig sá staður hvar verst ,er að byggja í heimiimum. Það er betra að reisa hús sitt á sandi heldur en á tjaldstað. Hælar og stög, undirdúkur og þess háttar, allt spilar þetta harmræna sinfóníu í hausnum á mönnum. Einn mann veit ég um sem' var 3 vikur að bisa við að reisa híbýli sín á tjald- stað, Það er engin þjónusta á itjaldstað, ekki einu sdnni sveitasími. Pósturinn kemur alls ekki á tjaldstað og þegar heim er komið úr fríinu taka við 20 dagar, sem fana í að lesa sundur víxlatilkynningar, rukkanir og fundarboð, fyrir nú utan dagblöð, vikublöð og Æskuna. Þá er þess að geta, að tjaldstaður er sá staður á veraldar- kringlunni sem lengst er frá rennandi vatni. Jafnvel miðbik Sahara eyðimerkurinnar, sem var í Afríku þegar ég var í skóla, er nær rennandi vatni heldur en tjaldstaður. Eaunar má aUtaf heyra til rennandi vatns einhvers staðar, en vilji maður ná í þetta vatn til raksturs eða mia'tseldar, er það hvergi málægt. Hætti maður sér út á þann hála ís, iað leggja upp í leiðangur til að komast nú yfir vajtnið, þá má maður búast við að Verða úti, það er að segja ef hjálpar- sVeitir skáta plús flugbjörgunarsveitirnar spjara sig ekki sem skyldi. Ég veit raunar þó um einn mann sem fann vatn, en það varð nú engin hetjusaga sem spannst út frá lafreki hans. Aumingja maðurinin var í ttjaldstað, eins og gengur, með konuna, krakkana og prímusinn. Konan kvakaði á vatn og maðurinn hugðist ganga á 'hljóðið í rennslinu. Hainn gekk og gekk og eftir par klukkustundir náði hann loks læknum, sem allir íbúar tjaldstaðar 'hafa leitað um aldaraðir. Hann hafði náttúrlega glevmit. kassavélinni í tjaldstað og gat þar af leiðandi ekki tekiff mynd af fyrii’bærinu 6em hann nú leit fyrstur manna og sannað fyrir alþjóð. Hann sá nú ekkert ráð væinna en fylla spönduna, sem hann hafði meffferðis, með vatninu úr óskabrunninum og þramma svo sem leið lá heim í tjaldstað. Hann komst í itjaldstaff eftir hálfan mánuð með affstoð hjálparsveita skáta og slysavarnarfélaga, flugbjörgumarsveita, 5000 sjálfboffaliða og lögreglunnar. Hann hefur æ síðan þetta gei-ðist verið iað tuldra um lækinn og enginn trúir honum nema ég, því ég þekki ættina hans og veit aff húrt er meff afbrigðum vönduff. HÁKARL. — Þeir á þriðju síðunni hafa engar áhyggjur af þessum skraut búnu dátum, sem flæddu um bæ- inn í gær. En þegar ég rölti fram hjá Hljómskálagarðinum á leiff heim úr vinnu minni í gær bað ég þess, að jómfrúrnar í Reykjavík þyrftu ekki að iðr- ast neins að morgni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.