Alþýðublaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 1
UTVARPSVIKAN . Á MÁNUDAG.INN kemur er ' 17. júní, þjóðhátíðardagur ís- lendinga, cins og allir vita,' og mun þá útvarpið, hljóð- varp og sjónvárp að sjáíf- sögðu reyna að vanda dag- skrá sína og flytja fjöl- breytta dagskrárliði, bæði létt og alvarlegt efni við sem flestra hæfi. Hljóðvarpið mun útvarpá samfleytt í 17 klukkuslundir og kennir þar að vonujn margra grasa og er lögð á- herzla á íslenzkt efni: tón- leika, ræðuhöld, útvarp frá útihátíð, barnatíma, þjóðleg fræði, innlendan skáldskap o. fl. Af einstökum liðum mé sér staklega nefna flutnlng Frels- isljóðs, lýðveldishátíðarkant- ötu Árna Björnssonar kl. 10.25; útvarp frá þjóðhátíð í Reykjavík kl. 10.45 og aftur kl. 14; íslenzka miðdegistón- leika kl. 14.40, þar sem ís- lenzkir aðilar flytja tónverk innlendra tónskálda; íslenzk sumarlög sungin af Kammer- kór Ruth Magnússon kl. 19.30; dagskrá úr Ármanni á al- þingi kl. 19.50 í samantekt Haraldar Ólafssonar, dag- skrárstjóra; „Hvernig yrkja ungu skáldin?“, þátt með samnefndu efni í umsjá Jó- hanns Hjálmarssonar; ein- söng Ólafs Þ. Jónssonar, hins ágæta söngvara, er komið* hefur frain í Þjóðleikhúsinu að undanförnu, og loks dans lög þ. á. m. með þátttöku Ó1 afs Gauks og Svanhildar Ja kobsdóttur. Þá kemur sjónvarpið og til skjalanna og eykur á fróð- leikinn og skemmtanina að vanda. Sjónvarpað er þjóðhá tíðarræðu dr. Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráðherra kl. 20.30; þá flylur fjallkon- an sitt ávarp kl. 20.40; sýnd verður íslenzk landkynningar mynd.'sem ekki hefur verið sýnd hér áður; þá verður Menntaskólinn á Laugar- vatni sóttur heim; fluttut skemmtiþáttur frá norska sjónvarpinu og loks kvik- mynd um brezka tónskáldið Benjamin Britten og hina ár Dagskrá legu tónlistarliátíð í heima- bæ hans, Aldeburgh, en hún er einmitt kennd við , hann. Auk Brittens koma fram þekkt nöfn úr tónlistarheim inum svo sem Vladislaw Rhh ter, píanóleikarinn heims- frægi og Vínardrengjakórinn „alkunni. . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.