Alþýðublaðið - 23.06.1968, Page 5
Emíl Jónsson utanríkisráðherra:
ÞÝDING NATO FYRIR ÍSLAND
Ráðhcrrafuiulir Atlantshafs-
bandalagsius oru inaldnir tvisvar
á ári, annar í höfuðsitöðvum
bandalagsins, sem nú eru í
Briissel, en hinn í aðildarríki-
unum til skiptis. Þessir fuindir
í aðildaiTÍkjunum hafa nú verið
haldnú' í Iþeim öllum nemia fs-
landi. Á síðasta fundi í Briissei,
í desember s.l., kom fram ósk
um að næsti fuindur yrði haldinn
‘á íslandi, og taldi íslenzka ríkis-
stjórnin ekki uinnt að skorast
undan því, og bauð til þessa
fundair hér í jtíuí-mánuði 1968.
Þetta fundarhaid liér virðist
hafa komið allmiklu róti á hugi
manna, sérstaklega þeirra sem
andvígiir eru þáfittöku íslendinga
í bandalaginu, og hefir jaflnvel
verið hótað aðgerðum til þess
áð torvelda fundinn.
Annað atriði, sem hefir orðið
þess valdandi að málefni Atlants
íhafgbandalagsins hafa verið svo
jnjög til umiræðu uppá síðkastið
er það, að á nægta ári eru liðin
20 ár frá stofnuln bamdalagsins
og þá er 'heimilt, samkvæmt
ákvaeðum samningsins að segja
honum -upp. Það er því ekki að
ófyrirsyniu að þetita mál verði
atliugað nokkru nánar. í fyrsta
lagi hvort fslendingar eigi áfram
að vera aðilar að bandalaginu.
og í öðru lagi hvort fámennum
hópi mainina eigi að líðast að
torvelda fundi bandalagsins hér,
á meðian ísiendingar eru enn
aðilar að bandalaginu.
Ákvörðuiii um fyrra atriðið
tekur Alþingi, væntanlega þegar
það kemur snmian inæst, og er
þá ýmisleg-s að gæta. Sjálfstæði
og öryggi er hverri þjóð nauðsyn
legaat og f 'lendinaum ekki síð-
ur en öðrum, Sjálfstæði til að
ráða sjálft málum sínum, og
öryggi til þess að þetta sjálf-
stæði verði eltki af okkur tekið.
Sjálfstæði hlutum við íslending-
ar 1918. eftír að hafa orðið að
hlíta yfirráðum annarra um ald
ir. Öryggi=málunum var þá ráð-
ið til lykfa, eínfaldlega með því
að lýsa yflr hlutleysi, og treysta
á að það dygði. Þetta hafa
ýmsar þjóðir reynt á undan
okkur, aðaliega, að ég ætla,
vegna þess, að þær hafa ekki
haft bolmagn til að halda uppi
fullkomnum vömum. En hver
hefir reynsliain orðið af þessum
hlutleysisyífi rlýaingum? Und an-
tekningarlítið hefir reynslan
orðið sú að hlutleysið hefir ekki
verið virt. Þegar stærri og hern-
aðarlega sterkari þjóðum hefir
boðið svo við að horfa, hefir
hlutleysið verið virt að vettugi
og landið hertekið um lengri
eða skemmri tíma. Þetta höfum
við íslendingar einnig mátt
reyna. Aðeins tvær þjóðir í
Evrópu hafa getað komizt hjá
þvi iað hlutleysi þeirra hafi ver-
ið rofið, Svíar og Svisslendi-ngar,
og eingömgu vegnia þes-s að vam-
larmáttur þeirra hefir verið það
mikill, að ekki hefir þótt
árennilegt að ráðast á þær.
Með öðrum orðurni, hlútleysis-
yfirlýsingar virðast því aðeins
'hafa nokkuirt gildi, að á bak
við þær standi herafli, sem sé
þess umkomlnn að verja hlut-
leysið. Þetta er reynsla undan-
farínnia áratuga, svo skýr að hún
verður ekki vefengd, og við þá
staðreynd verða smærri þjóðirn-
ar að horfast í augu. Því var
það, að fljótlegia eftir lok heims-
styrjaldarinnar síðari kom upp
sú hugmynd hvort ekki mætti
auka vamarmáttinn og öryggið
með því að fleiri þjóðir tækju
höndum saman og mynduðu
vamarbiandalag þar sem þjóð-
imar allar taekju að sér vamir
hvera eiinHtaks aðila. Norður-
löndin riðu á vaðið með þessa
hugmynd og reyndu að ná sam-
komulagi um vamarbandalag
Norðurlanda. Þetta tókst þó
ekki, s'amkomuliag náðist ekki.
Hugmyndin féll þó ekki niður,
enda áttu ýmsir atburðir í
Evrópu á þessum árum, þátt í
því að hvetja til bandalagssitofn-
ttlniar til sameiginlegna vama.
Fyrsta raunverulega skrefið
í þesjia átt var stigið með Briis-
'sel-samningnum 1948, þar sem
Bretland, Frakkland og Benie-
luxlöndin gerðu með sér samn-
ing um sameiginlegar vamir.
Raunar var sá samniin.gur meira
en vamarsamningur. Hann fjall-
að líka um efnahiagsmál og
menningarmál. Um sama eða
svipað leyti heimilaði banda-
ríska þingið ríkisstjórninni að
þaka þátt í evrópskum vamar-
samtökum, en það var i fyrsta
skipti, sem Bandaríkin blönd-
uðu sér í slíkt. Þar með var
brautin rudd fyrir stofnun
Atlantshafsbandalagsins í því
formi sem. það hefir starfað
síðan.
Atlanitishafsbaindalagið -var síð-
'an stofmað 4. apríl 1949 og voru
stofnendur 12, en það voru
Brusselsamningalöndiin 5, sem
áður eru nefnd Bandaríkin,
Kanada, Ítalía, Dalnmörk, Noreg-
ur, Pprtúgal og ísland. Síðan
hafa 3 þjóðir bætzt við: Tyrk-
land, Grikkland og V. Þýzika-
land, þannig að þátttökulöndin
eru nú 15.
Aðalefni þessa Norðuratlants-
hafssamnings felst í 5. gr. hains,
en þar segir, efnislega, að
vopnuð árás á eitt eða fleiri af
aðildarríkjunum skuli skoðast
sem árás á þau öll og komi þá
önnur aðildarríkin, hvert um sig
eða sameiginlega til aðstoðar og
með vopniavaldi ef með þarf,
svo tryggt verði frelsi, sjálf-
stæði og öryggi allra iþátttöku-
ríkjanna eftir því sem frekast
er mögulegt. ísland áskildi sér
þó við undirskrift samningsins,
að það væri umdanþegið ákvæð-
inu um beitingu vopnavalds, þar
sem íslendingai' væru vopn-
'laus þióð og ætlaði ekki að koma
sér upp neinum hei . Vav þessi
fyrii-vari okkar í'-'nþykktur.
Lega íslands í miðju Atlants-
hafi er hernaðarlega mjög mikil-
væg. Samgönguleiðiin milli Norð-
ur Ameríku og Vestur Evrópu,
sem reynzt hefir mjög mikil-
væg, sérstaklega í síðari heims-
styrjöldinni, liggur um ísland
eða nágrenni þess. Úrslit þess-
arar styrjaldar ultu, eins og
kunnugt er á þátttöku Banda-
Emil Jónsson
rílcjanna, og þá sennilega hvað
mest á birgðaflutningunum vest-
an um haf til Evrópu. Þessir
flutningar fóru að mjög veru-
legu leyti fram eftir flutninga-
'leiðinni um ísland og hefðu ver-
ið útilokaðir ef andstæðiingamir
hefðu haft lið 'hér á landi þá.
Það er því augljóst, að ef til
svipaðra átiaka kæmi á ný,
mundu háðir aðilar leggja á
það höfuðkapp að fá aðstöðu
hér á landi, og gæti þá verið
undir hælinn lagt hvor yrði
fyrri til.
Þýðing Atlantshafsbajndalags-
ins fyrjr ísland er því fyrst og
fremst sú, að veita því það
öryggi og þá vernd sem þarf til
að kom'ast hjá slíku. Við íslend-
iingar höfum enga möguleika til
að verjia landið sjálfir, ef á það
yrði ráðizt, og gæti jafnvel
hvaða Jörundur hundadagakon-
ungur Sem er lagt það undir sig
enn í dag. Þátttaka okkar í
Atlanitshafsbandalaginu með 14
öðrum vestur evrópskum ríkj-
um, þar á meðal öllum hinum
hernaðarlega sterkustu, veitir
okkur það öryggi sem við þurf-
um á að halda, og sem við á
engaln hátt gætum verið án.
Framlag okkar til þe.ssarar starf-
sémi Natorikjanna er það eitt
að veita samtökunum aðstöðu
hér á landi, til þess að halda
uppi vörnum bæði fyrir okkur
og bandalagið sjálft. Nágrannar
okkar allir, bæði á Norðurlönd-
um, Bretlandi, Kanada og
Bandaríkjunum eru aðilar að
samtökunum, og virðast ætla að
vera það áfram, þrátt fyrir
uppsagrtai-möguleika samnings-
ins, og við erurn þessum þjóð-
um skyldastir, þó að við séum
smæstir og eigum samstöðu
með þeim á allan hátt. Norð-
menn hafa i Stórþinginu ákveð-
ið, nú fyrir nokkrum dögum,
Framhald á bls. 14.
DREGIÐ A MORGUN ™3
HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBLAÐSINS - Hverfisgötu 4 - Sími 22710
••■•■■•••■■■••^»»• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ ii ■ ■ ■■■■>■■■■■■■■■■■ sab ■■>■■■■■■■■■ ■ NiiiiiiRiiiiiiiiiiiti ■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■mbbpmbhi ■■■■■■ ■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■•■■■» i ■ a c 212 2 S 2 2 5 2 2 2 S 5 2 2 S 22 2 2 2 2 2 5 2 S 2 2 S 2 22 5 2 2 í • S » ■
■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■*p■■■■>■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■»»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■»■■■■■■4 ■■■■■■■■•■■*■■■■■■■■■■■•■■«■■■■•>■•■•■«■•■■■*■•■«•■■■■■■»•■■■■■■■•■■■■■■■»■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■••••■••■■■»■»■■•■»•■■»!?!?”?;;!??;“?"" jj;ss
•■■■■■■■•*■■■■*•■■■■» ■■■>■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■ ■■'■■■■■■■■■■ •!■■■■■■■■■ ■■■■■■ ■■afc«aÍBBa«íaÍBaaakai(haaaife» ■■■■■■■•■*■■■■••■■■■■■■■•■•■■•■■■■■■■»■■■■■■ ■■■»■•■■■•■■■■■■•■»■■■»■■»■■•■■»■■■»»■■■•■■■■»*•■■■■■•»»•■■■■•■•■■■■•»■■■■ ■■»»■••■»■■■■■»»»■■■■■■■•■■»«■■■»■•*■
23. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $