Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Krlstján Eersi Ólafsson (áb.) og Benedisct Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu.kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. FAGNAÐ NÝJUM FORSETA F orsetakosningar hafa farið fram, og eru úrslit þeirra dr. Kristjáni Eldjáirn í hag. Hann hefur unnið miikinn sigur í at- kvæðagreiðslunni og hlotið rúm- lega tvo þriðju um allt lanid. Er þetta glæsil^g útkoma fyrir dr. Eldjárn og mun betri en bjart- sýnustu stuðningsmenn hans þorðu að ivonla á kjördag. Kosningabaráttan var óneitan- l'ega hqrð og óvægin. Mótfaðist hún lengi vel af þeirri hugsun, að frambjóðendur væru sennilega mjög jafnir. Úrslitatölur áttu þó eftir að sýnia anniað. Dr. Eldjárn reyndist alls staðar hafa rúmlega tvo þriðju blutá atbvæða. Alþýðuflokkurihn valdi þann kost, eins og aðrir stjómmála- flokkar, að taka sem slíkur ekki afstöðu í þessum forsetakosning- um. Einstakir flokksmenn voru þó að sjálfsögðu frjálsir til að taka þá afstöðu, sem þeim sýnd- ist. Alþýðuflokkurinn óskar dr. Kristjáni Eldjánn til hamingju með hinn mikla kosningasigur, sem hann hefur unnið. Flokkur- inn faghar forseta og mun starfa með honum af heilindum, og trausti, eins og efni standa til. í þeim miklu og hörðu deilum, sem staðið hafa um forsetaefnin, hefur það vakið athygli, að bæði forsetaefnin hlutu lof frá and- stæðingum sínum. Var það sam- dóma álit beggja, að frambjóð- endur væru hinir ágætustu menn / og persónulega vel failnir til þess embættis, sem um var kosið. Þetta samkomulag er að vissu leyti mikilsvert, enda þótt það breyti ekki niðurstöðu kosning- anna. Málefni þjóðarinnar eru ekki sem bezt um þessar mundir. Efmahagurinn er mjög erfiður og valda því ekki aðeins árferði held- ur og markaðir erlendis. Kann svo að fara, að meira reyni á hinn nýja forseta á næstu vikum en margan hefur grunað. Alþýðublaðið fagnar hinum nýkjöma forseta. Fyrirrennarar hans tveir, þeir Sveinn Bjömsson og Ásgeir Ásgeirsson, hafa verið hinir ágætustu menn og gert þjóðinni mikið gagn. Er það von blaðsins og trú, að hinn þriðji forseti muni ekki breeðast þeirri hefð og vel famast í hinu nýja embætti. FRÁ SAMBNUDU ÞJÓDUNUM Sameinuffu þjóffirnar og apartheid-stefna Suffur-Afríku Kynþáttastef n a Suður-Afríku befur verið á dagskrá hjá Alls- 'herjarþiinigi Sameinuðu þjóð- a/nna frá því það kom saman í fyrsta sinn árið 1946. Málið var fyrst tekið fyrir að tilhlultan Indlands, sem bar fnam þá ásökun á 'hendur Suður- Afríku, að hún hefði samþykkt lög, sem mismunuðu íbúum landsins af indverekum uppruína, og væri slíkt brot á Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Árið 1952 varð málið um- fang.smeira með því að þá var það látið taka til alls kynþátta- misréttis sem apartheid-stefna stjómvalda í Suður-Afríku hafði 'leitt af sér. Stjóm Suður-Afrífcu hefur 'staðfastiega haldið því fram, að hér sé um algert innanríkismál að ræða, sem SameDniuðu þjóð- imar hafi ekki heimild til að skipta sér af samkvæmt ákvæð- ium Stofnskrárinnar. Nokkrir veigamlklir viffburðir 1952 Allsherjarþingið setur á lagg- dmar þriggja manna nefnd, sem á að karnna ástandið í 'kynþátta- análum Suður-Afríku. 'Stjóm- völd þar í lalmdi eru hvött til Samvinnu við nefndina, en hafna henni. £ 2. júlí 1968 1960 Eftir atburðina í Sharpville, þar sem mikill fjöldi andmæl- lenda var drepinn, lýsti Öryggis- ráðið Iþví yfir, að ástandið í Suður-Afríku gæti orðið ógn- iuin við alþjóðlegan frið og öryggi. Ráðið hvatti Suður- Afríku 'til að fall'a frá apartheid- sitefnu sinni og kynþáttamisrétti. 1961 Dag Hammarskjöld fram- 'kvæmdastjóri Sameinuffu þjóð- ann'a heimsækir Suður-Afrí'ku að tilhluitan Öryggisráðeins. Við- ræður hans við forsætiisráðherra 'Suður-Afríku leiða ekki til neinnar lausln.ar sem báðir að- il'ar geti failiat á. Allsherjarþingið h'armar, að Suður-Arfrí'ka skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir Sam- einuðu 'þjóðanna og almennings- álitsins í hieiminuim um að 'breyta um 'steflniu í ikynþátta- ti’i’um. Þingið hvetur öll aðild- a-.íkin tilað íhuga sérstakar og sameiginlegar ráðstafanir til að binda enda á kynþáttastefnuna í Suður-Afríku. 1962 Alisherjarþingið hvetur að- ildarríkin til að rjúfa stjórnr málasamband við Suður-Afríku, loka höfnum sínum fyrir suður- afrískum skipum, hætta að kaupa vörur frá Suður-Afriku, stöðva úiííui/r.áag m.a. á vopn- um og skotfærum til Suður- Afríku og synja um lendingar- og loftferðaleyfi til handa suð- ur-afrískum flugvélum. Allsherjarþingið skipar Apar- theid-nefndina. Ennfremur hvetur Allsherjar- þingið Öryggisráðið til að gera ráðstafanir — m.a. fyrirskipa hafnbönn — til að fá Suður- Afríku til að hlýðbiast fyrirmæl- um Sameinuðu þjóðanwa. Ef nauðsyn krefji, skuli ráðið leggja itil að Suður-Afríku verði vikið úr samtökunum. 1963 Öryggisráffið krefst þess, oð öll aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna hætti að selja og senda vopn, skotfæri og annan her- 'búnað til Suður-Afríku. Seinina var bannið einnig Iátið taka til hvers konar tækja og búnaðar til framleiðslu og viðhalds vopna og skoitfæra í iSuður- Afiúku. Ráðið lítur svo á, að ástandið í Suður-Afríku sé al- varleg ógnun við afþjóðlegan frið og öryggi, og krefst þess að Suður-Afrífca láti þegar í stað af misrétti og kúgun. 1964 Sérfræðingalnefnd, skipuð af Öryggrsráðinu með Alva Myrdai ambassador í forsæti, leggur til að myndað verði þjóðþing í Suð- ur-Afríku með þáittitöku allra þjóðarbrota í l'andinu. Markmið- ið á að vera að veita öllum þegnum ríkistns aðstöðu til að hafa áhrif á framitíð landsins. Ef st.iórn Suður-Afríku neiiaði að fallast á þelita, ætti Öryggis- ráðið ekki annain kost að áliti sérfræðinganefndarinnar en grípa til efnahagslegra þvingun- arráffstafana. Öryggisráðið hvetur ‘ Suður- Afrífcu til að fullnægja ekki dauðadámum, sem fcveðtair voru upp yfir almdistæðingum apar- itheid-stefnunniai’, og stöðva Rivonia-réttarhöldin yfir leið- togum þeirra sem börðust gegn stefnunni. Suður-Afrífca vísar á bug bæði tilmæluim Öryggisráðsins og tillögu sérfræðinganefndar- inlniar um þjóðþing. Öryggisráðið felur frarn- fcvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna að setja á stofn sérstakan menntasjóð til að sjá Suður- Afríkubúum £ útlegð fyrir mermtun. sjúkrahúsum íslendingar hafa í heiðri hvers konar lýði'éttindi. Þeir hafa fyrir löngu afnumið ýmsar takmark- ahir á kjörgengi og kosningarétti, svo sem þeginn sveitarstyrk o. fl. Atkvæðisréttur er almennur og jafn hjá báðum kynjum og ' nýverið hefur kosningaaldur verið færður niður í tuttugu ár. Þá hefur fólki verið auðveldað að neyta atkvæðisréttar síns, m. a. með fjölgun kjörstaða og kjör- deilda. Allt er þetta þróun í átt til aukins lýðræðis og mannrétt- inda. ★ En þrátt fyrir ýmsar úrbætur ér kosningafyrirkomulaginu enn þá áfátt í ýmsum greinum. Mig langar sérstaklega til að nefna dæmi, sem bar á góma núna í forsetakosningunum og hefur reyndar komið til umræðu fyrr. Það er í sambandi við sjúkra- húsin. Fjöldi fólks dvelur jafn- an á spítölum og sjúkrahúsum, ég hef að vísu ekki handbærar tölur um sjúklingafjölda, en þau eru að jafnaði fullskipuð. Margt af þessu fólki er ekki ferðafært, kemst ekki á kjörstað, þótt það fegið vildi, en gæti hins vegar kosið, ef það þyrfti ekki að hreyfa sig af sjúkrahúsinu. Mér sýnist fullkomið réttlætismál, að þessu fólki sé ge^t kleift að neyta atkvæðisréttar síns með því að hafa kjördeild á staðn- um. Þetta hefur verið gert hjá' gamla fólkinu, t. d. á Elli- heimilinu Grund, Dvalarheimili aldraðra sjómanna og víðar, og mælzt vel fyrir. ★ Atkvæðisrétturinn er dýrmæt og þýðingarmikil mannréttindi, sem fæstir vilja án vera, og sam- félaginu er skylt að gera allt sem í þess valdi stendur til að auðvelda fólki að neyta hans. Sízt af öllu ætti að láta það gjalda sjúkleika síns eða spítala- vistar, mannréttindin má ekki skerða að óþörfu. Sá fjölmenni hópur manna, sem dvelst á sjúkrahúsum landsins, á’ heimt- ingu á bættrl aðstöðu í þessum efnum, annað sæmir ekki í þroskuðu lýðragðisþjóðfélagi. — Þess vegna er krafan: Kjördeild- ir í öllum sjúkrahúsum landsins. - GG. SERVÍETTU- PRENTUN EfMtSMO. ALÞV0UELA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.