Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1968, Blaðsíða 7
) «-»**■* » J « «■* !«*!*« ! i( 1(11 i: ..lll(IHI(lll[li«IH((l!il> skjaldburkni, tröllastakkur, jöklaklukka og fleiri jurtir, sem ekki eru algengar á suð- urkjálka landsins. Útsýni er gott af Fanntófélli yfir Bláskógaheiðina og lík- lega ekki annars staðar betra. Það væri þá helzt af Kvígind- isfellinu, sem er sunnan Uxa- hryggjavegar, nokkuð breið- leitt fell og mikið um sig, af- líðandi, en ekki ýkjahátt. í Ármannssögu er það kallað Kvikféyndisfell. Meðfram Fann tófellinu lá Okvegur af Kalda- dalsvegi niður í Reykholtsdal og Hálsasveit. Suður af því er' Dauðsmannshóll, hver sem þar hefur nú borið beinin. Um Bláskógaheiði hefur löng um verið fjölfarin leið. Með- an alþingi var háð á Þingvöll- um kom fólk úr öllum áttum til þingstaðarins, en ein fjöl- farnasta leiðin var þó um Blá skógaheiði. í raun og veru lágu þrír vegir úr Borgarfirði um heiðina, sem allir komu saman áður en lauk niðri í Þingvallasveitinni: Uxahryggja- vegur, OkvegUr og að nokkru leyti Kaldadalsvegur. Aiþingi var háð í 11, —12. viku sumars. Um það leyti er Bláskógaheiðin gróin og skóg- urinn í Þingvallasveitinni fyr- ir löngu í fullum skrúða. Ó- venju mikil mannaferð er um heiðina dagana fyrir þingið, ekki aðeins úr nærsveitunum í Borgarfirði, heldur líka lengra að. Menn koma ríðandi tug- um og hundruðum saman utan af Mýrum og Snæfellsnesi, vest an úr Dölum og af Vestfjarða kjálkanum öllum, alla leið ut- an af Rauðasandi og norðan frá Djúpi og Ströndum. En Hún- vetningar fjölmenna um Holla vörðuheiði og Tvídægru suður um Kaldadal og sameinast öðru þingreiðarfólki í Blá- skógaheiðinni. Það er jóreykur á öllum vegum. Þungur ilm- ur af kjarri og lyngi stígur upp af heiðinni í sumarhitan- um og undir sólarlagið verð- ur birtan blá og rauð á Skjald breið og Hrafnabjörgum. Óvíða er kvöldfegurra en í Þingvalla sveit. Sjálfsagt hefur mörgum, sem á Þjngvöll reið í fyrsta sinni, slíkt kvöld seint úr minni liðið. Ef til vill er það á einu slíku kvöldi, sem Guðrún Ó- svífursdóttir og Þórður Ingunn- arson ríða ofan af Bláskóga- heiði. Þau eru á leið á Þing- völl. ,,Var á veður gott“, seg- ir í Laxdælu. Við skulum staldra lítillega við og glöggva okkur á atburðum sögunnar. Gestur Oddleifsson í Haga á Barðaströnd ríður til bings og kemur við á Hóli í Saurbæ að venju og Þórður Ingunnarson slæst í för með honum. Kona Þórðar hét Auður, „ekki var hún væn kona né gjörvileg. Þórður unni henni lítið, hafði ,'hann mjög slægzt til fjár, þvi að þar stóð auður mikill sam- an.“ Þeir koma við á Laugum í Sælingsdal, en með Gesti og Laugafólki var vinskapur góð- ur, og ríður Ósvífur og Guð- rún með þeim til þings.. Það vor hafði Guðrún orðið misr sátt við bónda sinn Þorvald og sagt skilið við hann. Virð- ist fara vel á með þeim Þórði og Guðrúnu, og á þó Guðrún meiri hlut að framvindu mála, enda kvenskörungur mikill. Svo segir í sögunni: „Guðrún Ósvífursdóttir reið til þings, og fylgdi henni Þórður Ingunnar- son. Það var einn dag, er þau riðu yfir Bláskógaheiði — var á veður gott —, þá mælti Guð- rún: „Hvort er það satt, Þórð ur, að Auður, kona þín, er jafn an í brókum, og setgeiri í, en vafið mjög spjörrum í skúa niður?“ Hann kvaðst ekki hafa til þess fundið. „Lítið bragð mun þá að“, segir Guð- rún, ,.ef þú finnur eigi, og fyrir hvað skal hún þá heita Brókar-Auður? Þórður mælti: ,,Vér ætlum hana litla hríð svo hafa verið kallaða“. Guð- rún svarar: „Hitt skiptir hana enn meira, að hún eigi þetta nafn lengi síðan“. Það hallar suður af heiðinni. Þau ríða samsíða og láta svitastorkna Af þessu spunnust mikil mála- ferli og atburðir, sem lauk með dauða Þórðar. Hallbjarnarvörður heita tvær hæðir sunnan Uxahryggja vegar skammt frá Sæluhúsum. var þegar sent að segja Oddi. Snæbjörn var á Kjalvararstöð- um, og sendi Oddur honum mann, bað hann sjá fyrir reið inni, en hvergi kveðst hann fara mundu. FRÁ ÞINGVÓLLUM. Ljósm.: Páll Jónsson. klárana lötra hægt og rólega síðasta spölinn niður í Þing- vallasveitina. Ekkert liggur á. í raun og veru eru málin til lykta leidd, eftir er einungis að gera lagabókstafnum full- nægjandi skil. Endir þessara mála varð líka sá, að Þórður sagði skilið við Auði á þing- inu og bað Guðrúnar. „Var hon um það mál áuðsótt við Ósvíf ur, en Guðrún mælti ekki í móti“, eins og söguhöfundur orðar það af hógværð sinni. SKJALDBREIÐUR. (Ljósm.: Páll Jónsson). Varla er unnt að ganga fram hjá frásögn Landnámu af til- drögum þessarar nafngiftar, þegar spjallað er um Bláskóga- heiði. En hún er á þessa leið: „Hallbjörn, sonur Odds frá Kiðjábergi Hallkelssonar, bróð ur Ketilbjarnar ins gamla, fekk Hallgerður, dóttur Tungu- Odds. Þau voru með Oddi inn fyrsta vetur. Þar var Snæbjörn galti. Óástúðlegt var með þeim hjónum. Hallbjörn bjó för sína um vorið að fardögum. En er hann var að búnaði, fór Odd; ur frá húsi til laugar í Reykja- holt. Þar voru sauðahú- hans. Vildi hann eigi vera v:ð. er Hallbiörn færi. því að hann T-Toll cf mundi fara vilja með honum. Oddur hafði jafnan bætt um með þeim. Þá er Hallbjörn hafði lagt á hesta þeirra, gekk hann til dyngju, og sat Hallgerður S palli og kembdi sér. Hórið féll um alla hana og niður á gólf- ið. Hún hefur kvenna bezt ver- ið hærð á íslandi með Hall- gerði snúinbrók. Hallbiörn bað hana upp standa x>g fara. Ilún sat, og þagði. Þá tók hann til þprmar, og lyftist hún ekki. Þrisvar fór svo. Hallbjörn nam staðar fyrir henni og kvað vfsu, Eftir það snaraði hann hár- ið um hönd sér og vildi kippa henni af pallinum, en hún sat og veikst ekki. Eftir það brá hann sverði og hjó af henni höfuðið, gekk þá út og reið á brott. Þeir voru þrir sanian og höfðu tvö klyfjahross. Fátt var manna heima, og Snæbjörn reið eftir þeim með tólfta mann, og er þeir Hallbjörn sá eftirreiðina, báðu förunautar hans hann undan ríða, en hann vildi það eigi. Þeir Snæbjörn komu eftir þeim við hæðir þær, er nú heita Hallbjarnarvörður. Þeir Hallbjörn fóru á hæðina og vörðust þaðan. Þar féllu þrír menn af Snæbirni og báðir förunautar Hallbjarnar. Snæ- björn hjó þá fót af Hallbirni í ristarlið. Þá hnekkti hann á ina syðri hæðina og vá þar tvo menn af Snæbirni, og þar fé1! Hallbjörn. Því eru' þrjár vörður á þeirri hæðinni, eh fimin á hinni“. Það er ef til vill hægt að færa líkur fyrir því, að sögu- íólk Landnámu og Laxdælu hafí aidrei verið til. En hvaða máli skipíir það? Persónurnar eru eftir sem áður jafnmikill veruleiki fyrir oklcur, eins og hvert annað fólk með lioldi og blóði, sem uppi var fyrir þúsund árum, við getu.m ekki greint þar á milli, svo er góðum höfund- um sagnanna fyrir að þakka. Enn langar mig til að minn- ast á einn atburð, sem gerist raunar meira en siö öldum síð ar í Bláskógaheiðinni, einmitt á þessum sömu slóðum, skammt frá Hallbjarnarvörð- um, en um hann eru skialfest- ar heimildir fyrir hendi. Jón Vídalín biskup í Skál- holti hefur spurt andlát Þórð- ar Jónssonar mágs síns, pró- fasts á Staðarstað og leggur af stað að heiman frá Skálholti 26. ág. árið 1120 áleiðis vest- Frh á bls. 14. 2. jt|lí ,1.963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.