Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 15
GUY PHILLIPS £*»: borð. Ég verð að fela þig og smygla ’þér í land í næstu höfn. — Það verður engin næsta höfn! Hún gekk til hans. — Þú verður að trúa mér, Símon! Hún tók um háls honum og þrýsti sér að hooiurn. Hanni tók utlan um hana. — Ég trúi þér elskan mín sagði hann. Það lá við að hún finndi bragð að lyginni á vörum hans, þegar hún kyssti hann, En hún gat hvorki sagt né gert neitt meira til þess að sannfæra hann. — Vertu hér og hafðu hægt um þig, sagði hann lá'gt. — Við komum til Sýrakúsu um kvöldverðarleytið. Joyce hristi höfuðið. — Nei, þangað komumst við aldrei. Þú átt eftir að sjá það. Hann lét sem hann heyrði ekki til hennar. Ég set þig í land. Þú getur farið með lest til Kat- aníu og flogið þaðan heim. Hef- urðu ekki nóga peninga? — Jú, við höfum aðeins ekki nógan tíma. — Ég skal fylgjast með Dexter. Ég get ekki skilið, hvað hann gæti gert eftir að þú hefur að- varað mig. — Sökkt skipinu! veinaði Jo- yce. — Það er hægara sagt en gert úti á rúmsjó. Hafðu nú engar á- hyggjur, elskan mín. Ég skal sjá um að ekkert verði að. Hún leit undan. Símon klapp- aði á Öxl hennar og bað hana um að læsa á eftir honum. Svo fór hann. Joyce læsti og settisí á kojubrúnina. — Það gerist í nótt, hugsaði hún. Graham eyðileggur bátinn í nótt. Hann mis^ti Normu við slysið í Taormína. Því skildi hann hætta á að missa fleiri fórnarlömb? Hann hafði farið til Taormína til að sækja Whitehjón- in. Því skildi hann leita hafnar á fleiri stöðum? Hún sat og horfði á sikileysku ströndina, sem fjarlægðist æ meira. Það leit ekki út fyrir að þau væru að leita til hafnar. Símon staðfesti þetta, þegar hann kom skömmu seinna með glas og smurt brauð til hennar. Já, við ætlum að skoða eyjar sem eru í f jörutíu kílómetra fjarlægð frá Sikiley. 19 — Fjarlægar eyjar! Þar sekk- ur hann skipinu. Hann tók blíðlega um hönd hennar. — Ég trúi því, sem þú sagðir mér, Joyce, en ég held, að þú hafir misskilið hann. Hann hefur sjálfsagt sagt þetta til að hræða þig, en heldurðu virkilega að honum hafi verið alvara? —■ Hann hefur mjög undarlega kímnigáfu. — Einmitt! — Og þú tekur allt alvarlega elskan mín. — Ég tek þig alvarlega. — Reyndu að taka mig alvarlega, sagði hún biðjandi. Hann faðmaði hana að sér. — Ég elska þig og ég vil giftast þér, er það ekki nóg? Er það ekki alvara? En þú hefur lent í slæmri klípu. Hún þagði og þrýsti sér að hon- um. Eftir að hann var farinn leit hún út um kýraugað og sá hafið hafði breytzt. Það var far- ið að hvessa og öldurnar freyddu um skipið. Skipið bylt- ist á hafinu eins og fælinn hest- ur. Það finnur hvað er í aðsigi, liugsaði hún. Hún leit umhverfis sig eftir vopni. Hún leitaðj undir koj- unni og fann skiptilykil sem lá þar. Hann minnti á skiptilykil- inn, sem Norma hafði rotast með. — En ég gæti gert það vitandi vits? spurði Joyce sjálfa sig upphátt. " Hún gat reynt. Jafnvel þó að það mistækist, myndi þetta verk hennar ef til vill sannfæra Símon. Hún varð að reyna það. Það var enginn á ganginum, þegar hún laumaðist út. Það var heldur enginn uppi á þilfarinu. Joyce gekk beint að stýrishús- inu og til mannsins sem stóð þar við stýrið. Það var Graham og það glamp- aði á látúnsklætt stýrið í hönd- um hans. Hann brosti og talaði við sjálfan sig meðan hann stefndi upp í vindinn. Hún greip skiptilykilinn. Hún hafði vafið klæði um hann til að berja ekki of fast. Hún gat eig- inlega ekki hugsað sér að berja með honum. Hún læddist nær til að heyra orðaskil. — Áfram vinkona. Þú ert úr stáli og við verðum að rekast mjög hratt á klettarifið. Joyce hikaði ekki lengur. Hún lyfti skiptilyklinum og sló. En Graham leit við. Á síðustu stundu leit hann á hana. — Joyce! Undrunaróp hans breyttist í sársaukastunu þegar skiptilykillinn féll á öxl hans. Hann greip í hana og þau féllu á stýrið. / — Joyce, stundj hann aftur. Hún hélt áfram að berjast, þó að hún vissi að það var fyrir- fram dauðadæmt. En skyndilega féll Graham til jarðar. Hann féll á þilfarið. Augu hans voru lok- uð og hann átti mjög erfitt með andardrátt. — Hann hefur fengið eitt kastið enn, tautaði Joyce. Hún kraup á kné við hlið hans og leitaði í vösunum að pillunum sem hann bar oftast nær á sér en gleymdi einstöku sinnum. Hún fann þær hvergi og reis aftur á fætur. Hann hlýtur að jafna sig, sagði hún við sjálfa sig. Stýrið liringsnerist. Hún greip um það smátt og smátt tókst henni að stilla það af og hún reyndi að halda stefnunni að ljósunum á hægri hönd. Hún varð að komast til næstu hafnar og koma Graham á sjúkrahús. Láta hann þegja áð- ur en Símon og hitt fólkið fengju að vita, hvað hafði gerzt. Skipið beygði að ljósunum. Var höfn þar? Hvernig átti hún að sigla þangað inn? Hún gat ekki gert það ein. Skelfingin hel- tók. hana og hún átti erfitt með að halda stefnunni. — Hvað gengur á þarna? Jo- yce. Hvað ertu að gera hér? Símon greip stýrið úr hendi hennar og það lá við að hann dytti um Graham, sem lá á gólf- inu. — Síelpuflónið þitt! Hvað hef- urðu nú gert? • 4 Hún hallaði sér dauðþreytt upp að veggnum. — Þú spyrð alltaf að því sama. Símon náði taki á stýrinu. — Læddistu hingað upp og réðist á hann? Það virtist sem nú væri þolinmæði hans á enda. — Ó, Joyce, hvað gerirðu næst? — Reyni að bjarga lífi þínu og allra hinna, ef ég get. Hún reyndi að hafa stjóm á skapi sínu. — Já, ég réðst á Graham en hann féll niður. Hann fékk eitt kastið enn. — En tilgangurinn var sá sami samt sem áður. Hvert stefnum við? — Að ljósunum þarna. Það hlýtur að vera höfn. Ó, Símon, farðu þangað með okkur áður en Graham fær meðvitund aft- ur. — Ég get víst ekkert annað gert, tautaði Símon, — Ekki veit ég hvaða stefnu hr. Dexter ætl- aði að taka. — Beint á klettaskerið þarna, sagði Joyce. — Ég heyrði hann segja það sjálfan. Hún heyrði mannamál. Það voru Avril Frith og læknirinn. Þegar þau komu að stýrishús- inu sagði Símon: — Þáð er ailt í bezta lagi núna! — Hvað er frk. Anderson að gera hér? spurði dr. Miller. — Hún hefur komið sem laumufarþegi, sagði Avril. — Ég gerði það. Joyce mátti naumast mæla. — Svo hafið þér laumazt úr felustaðnum og ráðizt á Graham við stýrið? Dr. Miller var hvass mæltur. — Börðuð þér hann nið- ur? — Hvað er þessi skiptilykill að gera hér? hrópaði Avril og tók skiptilykilinn upp. — Vitleysa! Hann fékk kast, þegar hann sá Joyce, sagði Sím- om — Farðu niður í vélarrúmið, Avril og segðu pabba þínum að við verðum að stíma mjög hægt. Við erum á leið til afar lítillar hafnar. TÓLFTI KAFLI. Símon og dr. Miller stýrðu skipinu varlega inn í höfnina. Loksins heyrðist dynkur og skipið nam staðar. — Það lítur út fyrir að við höfum keyrt upp á land, sagði Símon. — Allir gestimir stóðu á þil- farinu og ræddu saman. — Hvar erum við? spurði frú Purdy. Símon skoðaði kort meðan dr. Miller rannsakaði Graham, sem var ennþá meðvitundarlaus. — Það lítur helzt út fyrir að við séum á ey, sem heitir Ler- óna, sagði Símon. — En þetta er smáeyja. — Ég efast um að hér sé sjúkrahús eða læknir, sagði dr. Miller. — Batnar Graham? spurði Jo- yce hræðslulega. Miller glápti á hana. —• Ég veit það ekki enn. Hann bar Graham niður með hjálp hinna og Joyce varð ein eftir hjá Símoni. — Ég neyddist til að gera þetta, kjökraði hún. — Já, sagði Símon þreytu- lega. Hann gekk út á þilfarið og Joyce elti hann. — Það blikaði á ljóskerin, sem héngu um- hverfis hafnargarðinn. — Þú skilur þetta ekki Sím- on. —■ Ég þarf að tala við fólkið héma. Það stóð margt manna á hafn- argarðinum. Konurnar í síðum svörtum kjólum og mennirnir héldu á ljóskerum gem vörpuðu bjarma sínum á dökk andlit þeirra. Símon talaði við þá á ítölsku og fékk svar á undar- legri sveitamállýzku. — Það er mjög fátt um mann- inn hérna. Þetta fólk er aðeins það fólk, sem varð eftir, þegar íbúarnir fluttu til meginlands- y ins. 1 SMURT BRAUÐ SNITTUR - ÖL - GOS Opið frá 9-23,30. — Pantið timanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Simi 1-60-12. SMURSTÖÐIN SÆTÚNI 4 . SÍMI 16 2 27 BÍLLINN ER SMURBUR FLJÓTT OÓ VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIB AF SMUROLÍU. SMURT BRAUB SNlTTUh BRAUÐTláRTXfR SNACK BAR Laugavegi 126. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. Vélasjóður ríkisins 11. júlí 1968 - ALÞVÐUBLAÐIÐ J,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.