Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 10
Nýtt satn- hús á Akran. Fyrir fundi bæjarstjórnar Akraness 12. júlí sl. lágu til- löguteikningar og uppdrættir að nýju safnhúsi fyrir byggða- og listasafn á Akranesi, er Ormar Þ. Guðmundsson, arkitekt, hef- ur unnið á vegum stjórnar Byggðasafns Akraness. Hinu væntanlega safnkúsi er fyrirhuigaður. staður á svæðinu við Garða, skammt frá núver- andi byggðasafni, en í hintu nýja aðalskipuiagi fyrir Akranes er <gert ráð fyrir að á þessu svæði verði reistar ýmsar opinberar byggingar it.d. kirkja, skólar o. fl. Neil Fuller, og gaf hann okkur þær upplýsingar, að þessi vél væri í eigu kanadísks flugfélags, Væri hún sérstaklega útbúin til myndatöku úr háloftum. Hingað kom vélin frá' Grænlandi, þar sem hún tekur loftmyndir fyrir danskt námufélag. Kvað flug- stjórinn þá hafa komið til Reykja víkur til að láta framkalla nokkr- ar filmur. Aðspurður sagði hann, að þessi vél hefði verið smíðuð í lok stríðsins og aldrei .verið notuð til loftárása. Ilann sagði, að enn væru til nokkrar slíkar vélar í Ameríku, einkum S.-Ameríku. Neil Fuller sagðist hafa verið flugmaður í 27 ár. I heimsstyrj- öldinni hefði hann samt ekki flog ið vélum af þessari tegund, held- ur brezkum flugvélum. Hann kvað þá mundu fara aftur til Grænlands upp úr hádegi í dag. Orðsending frá F.Í.B. Krómmerki féliagsins eru komin. (Birgðir takmarkaðar). Þeir sem eiga pöntuð félagsmerki, gjörið svo vel og sæki þau sem fyrst á skrifstofu félagsins, Eiriksgötu 5. Félag- íslenzkra bifreiðaeigenda. Haföminn búin að fá 1250 tonn Stjórnarskipti Framhald af bls. 1. sérstaklega á vandræðaástandið, sem skapaðist í maí og júní, og ' segir, að fransika þjóðin hafi sjálf í kosningunum fellt sinn dóm yfir því starfi. Að loicum fullvissar de Gaulle Pompidou um, að hann vilji gjarna halda hinum nánu tengslum og Pom- pidou muni taka að sér veiga- mikil verk í framtíðinni. Bréf Pompidöus ör hins vegar mjög einfalt. Hann segir, að for- setinn hafi tilkynnt sér þá á- kvörðun, að skipta um ríkisstjórn á fyrsta fundi hins nýkjörna þings og í samræmi við það og stjórnarskrána leggi hann fram lausnarbeiðni sina og stjórnar sinnar. Aðilar, er standa de Gaullé nærri, benda á, að orð forsetans um dóm fólksins megi túlka sem hugsanlegan möguleika á að Pompidou verði einhvern tíma forseti Frakklands. Sömú aðilar fara varlega í að túlka orð de Gaulles sem kurteisisorð eint.óm. Á lokuðum fundj þingmanna gaullista er sagt, að Pompidou hafi reynt að lægja tilfinningar stuðningsmanna sinna. Hann sagði, að de Gaulle hefði sjálfur tekið ákvörðunina um að láta sig fara frá forsætisráðherraembætt- inu, en hann lagði áherzlu á, að ekki mætti gagnrýna forsetann fyrir þetta, því að með því að gera það, sköðuðu þeir ekki að- Sfe eins hann, heldur einnig sjálfa sig. Þingmennirnir sýndu hins veg- ar óánægju sína með ákvörðun de Gaulles með því að kjósa Pompidou heiðursfprseta þing- flokksins. Þá greiddu 79 þing- menn Roger Souchul, sem opin- berlega hefur gagnrýnt de Gaul- le, atkvæði sem formanni þing- flokksins, þrátt fyrir beiðni Pom pidou, en hins vegar fékk Henri Rey, ráðherra, 135 atkvæði og var þannig valinn formaður. Kosygin heimsækir Sviþjóö STOKKHÓLMI, 10. júlí. — Aleksei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, kemur á morgun í þriggja dtaga opinbera iheimsókn til Svíþjóðar. Þetta er í fyrsta sinn, sem. éinn <af æðstu mönnum í Kreml kemur til Svíþjóðar síðan Nikita Krústjov var þar á ferð 1964. í för með Kosygin verður dótitir hans, frú Ludmilla Alekseijeva. Tage Erlander, forsætisráð- herra, og átta aðrir ráðherr- ar þ. á m. Nillsison, utan- ríkisráðherria, taka á móti Kosygin á Arlanda-flugvelli. MARGIR Reykvíkingar ráku upp stór augu í gær, þegar þeir sáu allsérkennilega flugvél fram- an við Loftleiðahótelið á Reykja- víkurflugvelli. Var þar komin sprengjuflugvél af gerðinni Bo- eing, kunnarj undir nafninu B17, 'en sitík „fljúgandi virki“ áttu einn mestan þátt í loftárásum banda- manna á herstöðvar Þjóðverja í síðustu hgimsstyrjöld. Munu margir sjónvarpsáhorfendur, sem fylgdust með þættinum „12 o’- clock high” í Keflavíkursjónvarp- inu á sinum tíma, hafa kannast við þessa sprengjuflugvél, en í þeim þætti var einmitt fjallað um loftárásir úr slíkum flug- virkjum á þýzk skotmörk. Við-náðum tali af flugstjóran- um, sem er kanadískur og heitir „FUÚGANDI VIRKI“ Á RVÍKURFLUGVELLI SPOCK VAR DÆMDUR í 2JA ÁRA FANGELSI BOSTON, 10. júlí. — Hlnn frægi, ameríski barnalæknir Benjamin Spock var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi og 5000 dollara sekt fyrir að n/t/ innuu^urs^^o s32s. u hafa hvatt aðra til að neita að gegna herþjónustu. Með hinum 65 ára gamla lækni voru þrír aðrír menn dæmdir í sömu refsingu fyrir sama afbrot, þeirra á meðal prestur við Yale- háskóla. Dr. Spock og félagar hans tilkynntu, að þeir mundu áfrýja dómunum til hæstaréttar Bandaríkjanna, ef þörf krefði sem lið í baráttu sinni gegn stríðinu í Vietnam. «10 11. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þrjú síldarflutningaskip eru nú ýmist á leiðinni á síldarmiðin eða kom’in þangað. Haförninn er á miðunum, og samkvæmt skeyti, sem Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði barst í gær hefur hann nú tekið á móti 1250 tonnum af síld, en engin veiði var í gær, og samkvæmt veðurspánni er nú bræla á miðunum og varla von um veiði. • Við náðum í gær tali af Sig- urði Jónssyni, framkvæmda- stjór-a Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Sagði hann að í fyrrgreindu skeyti hefði það komið fram, að Haförninn væri nú staddur á 77. gráðu norður- breiddar og 10 gráðu austur- lengdar. Hafði flutningaskipinu ekki borizt neinar fréttir af veiði aðfaranótt miðvikudags, og væri ekki gott útlit fyrír veiði, þar sem spáð væri 5—6 vindstigum á þessum slóðum í dag. Haförninn mun bíða á miðun- um, þar til hann fær fullfermi eða 3300 tonn. Þá sagði Sigurð- ur, að norska tankskipið, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa tekið á leigu í 3 mánuði, hafi lagt af stað frá Siglufirði í fyrri nótt áleiðis á miðin. Skipið heit- ir Nordgard og er leig'c með á- höfn. Burðarþol þess er 4200 tonn. Skpið kom við á Siglu- firði á leið frá Reykjavík, þar sem settar voru í það dælur, lyft- ur og löndunartæki. Ætlunin er, að þessi tvö skip landi síld á Siglufirði og Seyðisfirði í sum- ar. Engin síld hefur enn borizt til Siglufjarðar. Þriðja skipið, sem verður í síldarflutningum í sumar, er nú á leið á miðin. Er það Síldin, skip Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar h.f, í Reykjavík. Mun aflinn, sem Síldin tekur við flutt ur til Reykjavíkur og bræddur þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.