Alþýðublaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 2
 Bitstjórar: Kristján Bersl Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. _ Útgefandi: Nýja útgáfufélagiS bf. ÚTFLUTNINGUR IÐNAÐARVARA Félag íslenzkra iðnrekenda hef ur ákveðið að ráða mann til þess að veita forstöðu útflutiningsskrif etofu, sem sett verði á stofn á veg *im sámtakanna á næstunni. Skal 'útflutningsráðunautur . þessi kanna nuarkaði erlendis og leita eftir viðskiptasamböndum við iðn fyrirtæki, sem hafa áhuga fyrir útflutningi. Útflutningsráðunaut- urinn isfeal leita eftir vörum hér inn'anliands, sem hafa sölumögu- leifea eriendis, annast gerð sölu- samninga við erlenda aðila, koma á fraimfæri við innlenda fram Idiðendur ábendingum og hug- myndium um framleiðslu og sölu- möguleika, skipuleiggjia og uíndir búa þátttöfeu iðnfyrirtækja í kaupstefnum eriendis og fieira. Félag ísienzfera iðnrefeenda á 'þakkir skilið fýrir að eiga frum- kvæðL'ð að því að síetja á stofn sölu skrifstofu, sem vinna á að út- flutningi iðnáðarvara. Oft hefur verið um það rætt á undanföm- um 'árum áð unnt væri með skipu legu starfi, að koma á útflutningi vissra íslenzkra iðnaðarvara. ís- lenzka iðnaðarmenn og- iðnrek- endu'r skortir hvorki_hugkvæmni né dugnað. Og hér hafa risið upp nokkur mjög vel rékin iðnfyrir- tæki, sem gætu flutt út fram- ileiðsluvörur isínar á erlenda mark aði. Nökkirar tilraunir hafa þegar verið gerðar í því éfni. Það, sem stendur í vegi fyrir auknum ut- flUtniingi íslenzkra iðnaðárvara, eru tollmúrar erlendis og skortur á aufenu sölustarfi. Þetta á við um þau íslenzk iðnfyrirtæki, sem eru það öflug og vel rekin, að þau gætu flutt út ef tollmúrar og lélegt sölustarf hindruðu það ekki. Hinsvegar er í'slenzkur iðn laður yfirleitt ismálðnaðuir, sem á langt í land með það að vera samfeeppnisfær 'við erlendan iðn að. Það er því efeki síður nauðsyn legt að stuðla að aukinni hagræð ingu í íslenzkum iðnaði, sam- runa og éamstarfi smárra iðnfyrir taékja. Ef ísland gengur í EFTA, Frí- verzlunarbandalag Evrópu, verð ur að gerbreyta stefnunni í iðn- aðarmálum. íslendingar yrðu þá að taka sér Norðmenn til fyrir- myndar og stuðia að stærri ein- ingum í iðnaðinum. Það er undra vert, hversu miklum árangri Norð menn hafa náð á sviði uppbygging ar iðnaðarins, síðan þeir gerðust aðilar að EFTA. Mjög mikið hef- ur verið um samruna smáiðnfyrir tækja í Noregi svo og lalgengt að iðnfyrirtækin gengju til samistarfs um innkaup og sölu. Eftir að Norðmenn gengu í EFTA reis upp nýr útflutaöngsiðnaður í land- inu. Iðnfyrirtæki, sem áður fram leiddu aðeins fyrir innanlands- markað, flytja nú út í stórum stíl. ísiendinigar geta ekiki gert sér von ir um, áð þátttafea þeirra í mark aðssamstarfi eins og EFTA muni hafa einis jákvæð áhrif á iðnaðinn og þátttaka Norðmamne í slíkú samstarfi. Iðnaður okkar er mik ið sfeemmra á veg korninn en iðn aður Norðmlannla var áður en Noregur gefek í EFTA. Hinsvegar getum við búizt við því, að ein hver jákvæður árangur náist. En hivort sem ísland gemgur í mark- aðsbandalag eða ékki, er mauðsyn 'legt að viinna að auknu sölustarfi. Þess vegma fagnar Alþýðublaðið því, að Félag íslenzkra iðnrek- enda sfeúli hafa ákveðið að setja á stofn söluskrifstofu til þess áð vinna að útflutningi íslenzkra iðnaðarvara. STÓRVELDISDRAUIV EFTIR KOSNINGAR? Tveggja flokka kerfið virðist ekki ganga í Japan Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, stjórnarflokk urinn í Japan, sigraði í kosningunum til öldunga deildarinnar á dögunum — um það efast enginn — en það er jafnljóst, að það voru flokkarnir til hægri og vinstri, sem unnu mest af sætunum. Framhald á bls. 14. Sattf (til hægri) og Takoe Fukuda, íramkvæmdastjóri flokksins, fagna sigrinum. £ 12. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ VID MÓT— MÆLUM Vanrækf kirkjuhús Það er leiðinlegt hvað marg ar sveitiakirkjur líta illa út. Þetla eru kolryðgaðir hjallar, málningin að meira eða minna leyti dottin af, húsið til að sjá eins og rauðskjöldótt belja. Eftir því er umhverfið. Kirkju garðurinn í niðiurníðslu, ósleg inn og illa hirtur, girðingin um hann ellimædd og lúin, al veg komin að fótum fram. Ég veit ekki, hvort nokkuð má ráða af þessum forsendum um trúarlíf og guðrækilegt hugiar- far kirkjusafnaðanna, ef svo væri, þá horfir ekki vel um kristindóminn úti á lands- byggðinni. En hvað sem því líður, þá virðist einhver teg iund af áhugaleysi eða sljó- leika í sálarlífinu vera hér að verki, annars væri þetta ekki þolað. ★ Sumir vilja kannski kenna þessa vanrækslu fátækt og armóðshætti, en það fær ekki staðizt, á sama tíma og kirkju húsin ryðga og grotnia niður rísa myndarleg og íburðarmik il félagsheimili úti um allar jarðir og er ekkert til sparað að gera þau sem bezt úr garði, jafnvel iþokkalegustu leitar mannakofar eru nú orðnir á hverju strái inni á afréttunr landsins, sem eru að sínu leyti miklu áhorfanlegri en sóknar kirkjan heima í sveitinni. Sannleikurinn er líka sá, að það vantar allt annað fremur en fé, til að halda kirkjum og kirkjugörðum í skammlausu ástandi, nokkrar málningar- dollur og pensil ætti engum; söfnuði að vera ofviða að láta í té- Það sem á virðist skorta er fyrst og, fremst sín ögnin af hvoru, fi'amta’kssemi og sómatilfinningu, nema fólkið vilji ekkert með kirkjurnair hafa lengur, telji þær þarf- laus hús. | ★ Heima í héruðunum eiga prestar og prófastar ásamt sóknarnefndum að vera hið vakandi auga í þessum efnium, þar sem hvorki flís né bjálki trufla eðlilega sjón. Auk þess fer biskup landsins í árlega yfirreið og vandar um við klerka og söfnuði, ef einhverjiUi er ábótavant í kirkjulegum efnum, og alltaf annað slagið verður maður var við, að ver- ið er að halda kirkjuþing og prestastefnur og aðra merkis- fundi leikra og lærðra, þar sem tekin eru til meðferðflr og afgreiðslu ýmis atriði, eir snerta trúariðkanir og safnað Framhald á 13. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.