Alþýðublaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 10
Aðalfundur Sambands
íslenzkra rafveitna
Aðalfundur Sambands fs-
lenzkra rafveitna var haldinn
á Akureyri dagana 28. og 29.
júní sl.
Á fundinum var þess
minnzt, að 25 ár eru liðin frá
stofnun sambandsins, og flutti
Steingrímur Jónsson, f. raf-
mágnsstjóri, erindi í tilefni af
þvi ium starfsemi sambandsins
frá upphafi og framtíðarverk
lefni þess.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var rætt um eftirlit með
raforkuvirkjun, löggildingu
til rafvirkjunarstarfa, gjald
skrármál og verðjöfnunargjald
á raforkusölu, og var stjórn-
sambandsins falið að afla upp-
lýsinga ,um álagningu og inn
heimtu verðjöfnunargjaldsine.
Jón Á. Bjarnason, rafmagns
eftirlitsstjóri, hafði framsögu
á fundinum um eftirlit með
raforkuvirkjun og ræddi sér
staklega skoðun gamalla raf-
lagna. Gerð var samþykkt á
fundinum um breytta tilhög
un á slíkri skoðun, þar sem
lagt er til, að Rafmagnseftir
lit ríkisins annist skoðunina í
stað þess að fela rafveitunum
verkið eins og nú er gert. Þá
flutti Hans Jörgen Johansen,
yfirverkfræðingur frá Bergen,
erindi um eftirlitsmál í Nor-
egi-
í umræðum um löggilding
armál kom fram, að þörf væri
á breyíingum og samræmingu
á skilyrðum fyrir löggildingu^.
til rafvirkjumarstarfa og var
stjórn sambandsins falið að
skipa nefnd til að gera tillögu
að nýjum löggildingarskilyrð-
um.
Þá flutti Sveinn S. Eiruars-
son, verkfræðingur, erindi um
jarðgufuaflstöðvar og lýsti
fyrirhugaðri jarðgufuvirkjiun,
sem Laxárvirkjun lætur reisa
á þessu árf við Námaskarð.
Verður virkjunin um 2500 KW
að stærð í fyrsta áfanga, en
þess er vænzt, að hægt sé að
auka aflið í 3000 KW eftir smá
vægilegar breytingar á gufu-
hverflinum. Fram kom í erind
inu og umræðum á eftir, að
ef um það er að ræða að flytja
jarðvarma langar vegalengdir,
t.d. nokkru tugi km., þá geti
verið álitamál, hvort hagkvæm
ara sé að breyta jarðvarman
um fyrst í raforku og flytja
orkuna í þeirri mynd fremur
en að flytja heitt vatn. Þessar
spurningar vakna, ef horfið
verður að því ráði að nýta
jarðhitasvæðin á Nesjavölium
eða í Krísuvík fyrir höfuðborg
arsvæðið.
Stjórn Sambands íslenzkra
Samvinnuskólinn Bifröst
KENNARASTAÐA
við Samvinnuskólann Bifröst er laus til umsóknar. Aðal
'keinmslugreinar eru hagnýt skrifstofustörf, þ. e. bókfærsia
og vélritun. Laun samkvæmt 20. launaflokká opinberra
starfsmanna. Kennanaíbúð á staðnum. Umsókn sendist
undirrituðum fyrir 15. ágúst taæstkomandi.
Guðmundur Sveinsson
skólastjóri
Rifröst.
/ /
LOÐAUTHLUTANIR-HAFNARFJORÐUR
NORÐURBÆR
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum í nýju hverfi, véstan
Reykjavíkurvegar, undi'r:
Fjölbýlishús, Raðhús,
Tvíbýlishús, Einhýlishús.
Umsókníarfrestur er til 15. ágúst næstkomandi.
Allár eldri umsókinir þarf að endurnýja.
Greiða þatrf helming áætlaðs gatníagierðargjalds innan mánðar frá
%
úthlutun, en endanlegt gjald við útgáfu byggingarleyfis. Gert er ráð
fyrir, að bygginigarframkvæmdir g eti hafizt vorið 1969.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæj arverkfræðiiigs.
Ráðhúsinu við Strandgötu, kl. 10—12, mánudag — föstudags, og tekið
verður við umsóknum á sama stað.
Bæjarverkfræðingur.
10 12. júlí 1968
rafveitna skipa nú Jakob Guð
johnsen, formaður, Baldur
Steingrímsson, Gísli Jónsson
Guðjón Guðmundsson og Haf
steinn Davíðsson.
Á fyrsta stjórnarfundi hinn-
ar nýkjörnu stjórnar var Knut
Otterstedt, fyrrum rafveitu-
stjóri á Akureyri, kjörinn heið
nrsfélagi Sambands íslenzkra
rafveitna fyrir langt og giftu
ríkt starf að rafveitumál.um.
Er Knut annar heiðursfélagi
sambandsins, en Steingrímur
f. rafmagnsstjóri, var kjörin
heiðursfélagi árið 1963.
Dvalarheimili
vogi tekur til
Sumardvalarheimilið í Lækjar
botnum, sem Lionsklúbbur
Kópavogs hefur byggt verður af
hentur bæjaryfirvöldum Kópa-
vogs innan skamms. Gert er ráð
fyrir að hægt verði að taka á
mótt fyrsita bamahópnum úr
Kópavogi til dvalar á heimilinu
22. júlí.
Nú er verið að leggja síð-
ustu hönd á frágang heimilis-
í Kópa-
starfa
ins, en það verður rekið af Kópa
vogsbæ. Forstöðumaður hefur
verið ráðinin við heimilið, Ólaf
ur Guðmundsson. Gert er ráð
fyrir að 32 börn á aldrinum 7
til 10 ára geti dvalizit á heimilinu
12 daga í senn. Þáttökugjald
verður kr. 1500 á hvert barn.
Starfsemi heimilisúis verður nán
ar auglýst í dagblöðunum næstu
daga.
Vinningar í 7. flokki HÍ
Miðvikudaginn 10. júlí var
dregið í 7. flokki Happdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru
2.200 vinningar að fjárhæð
6.200,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 500 000
krónur, kom á heilmiða núm.
er 37717. Voru báðir miðarnir
seldir í umboði Guðrúnar
Ólafsdóttur, Austurstræti 18.
Sami maðurinn átti númerið í
A og B-flokki og fær hann því
eina milljón króna í þessum
flokki.
100.000 krónur komu einnig
á heilmiða númer 39817. Voru
báðjr miðarnir seldir í umboði
Frímanns Frímannssonar í
Hafnarhúsinu.
10.000 krónur:
33 1129 2647 4182 5374
5597 8906 9954 11971 11991
14123 14335 15278 26254 26591
27148 28684 29374 29411 29720
31121 32201 32615 37716 37718
40335 41014 42124 42130 43344
Þakkir frá
firmska
kórnum
Við eruiin komin heilu og
'höldnu heim úr söngförinni til
ykkar dásamlega lands, og það
an eigum við ógleymanlegar
minningar uim gestrisni, hlýju og
vinsamlegt viðmót. Ailt söng-
fólk okkiar sendir ihlýjar kveðj
ur Qg þökk til Landssambands
blandaðra kóra og Kirkjukóra
ísiands og sérstakar þakkir til
Hrefnu Tynets og Hallgríms Bene
diktsson'ar fyrir feikiliega skipu
lagsvinnu, sem innt var af 'hendi
vegna söngskemmtana kóranna
itveggja. Alúðárkveðjur til hins
fjarlæga íslands.
Helsingin Laulu r.y.
Méilahden kirkkukuoro r.y.
43592 47222 47546 49743 50376
51972 52555 53859 58996.
Blökkukona
í framboöi
fyrir komma
Ameríski kommúnistaflokk
urinn hefur ákveðið að liafa
frambjóðanda í kjöri við for-
setakosningarnar í Bandaríkj-
unum í nóv. n.k. í fyrsta sinn
síðan 1940. Fyrir valinu sem
forsetaefni flokksins hefur
orðið negrakonan úr Ilarlem í
New Yorkborg, frú Charlene
Mitchell aff nafni, 38 ára að
aldri.
Varaforsetaefnið verður
Michael Zagarell, 23 ára gam
all forstöðumaður æskulýðs-
starfs flokksins. Sá er gallinn,
að hann getur ekki tekið við
embætti, ef hann verður kos
inn, því að frambjbðendur til
þessara embætta verða að vera
minnst 35 ára að aldri.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
fMUOrJÍ SI