Alþýðublaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 15
s#>
K'
GUY
PHILLIPS
daiða
20
— Spyrjið þau, hvort hér sé
læknir, sagði dr. Miller-
— Þér eriuð lækrur, sagði
Joyce.
— Ekki sú tegund læknis,
sem hr. Dexter þartnast. Mill
er greip um handiegg hennar.
— Slóuð þér hann í hnakk-
ann?
Það fór hrollur um hana. —
Nei, í öxlina....
— Ég bjóst við því. En ég
skoðaði samt höíiuðkúpuna til
,að vita, hvort hann hefði orð
ið fyrir höggi iþaæ. Ég efast
um að það haíi verið gert fyrr
meðan hann var ,,í einu af
köstunum11 eins og þér kallið
það.
— Við hvað eigið þér?
spurði Joyce áhyggjufull.
— Það að ég geri ráð fyrir
að hr- Dexter þurfi fremur á
heilasérfræðingi að halda en
h j axitasérfr æðingi.
Dr. Miller leit á Símon, —
Er læknir þarna?
Símon tala-ði við fólkið, sem
stóð á bryggjunni.
Já, siagði hann svo. — En
það er gamall maður, sem
hafði dregið sig í hié áður en
fólkið flutti héðan, Nú hefur
hann aftur tekið til starfa til
að lækna fóikjð hér.
— Getið þér beðið hann um
að koma hingað?
Dr. Miller för aftur inn í
káetu Grahams og Joyce eltí
hann — Hvers vegna hafið þér
slíkar áhyggjur af Graham?
Hann hefur óft fengið svona
köst áður.
— En þetta verður kannski
hans síðasta-
— Æi, nei.
— Æi, jú, frk. Anderson. Fal
legt andlit dr. Millers var
kuldalegt. — Ef öll yðar fyrri
brögð voru til þess eins að
ráða hr. Dexter af dögum lít-
ur út fyrir að yður hafi tek-
izt það. Það eru allar líkur
fyrir því að þetta síðasta áfall
muni ríða honum að fullu.
Joyce tók um handlegg hans.
— Ég get útskýrt allt, hróp
aði hún — en það trúir mér
enginn.
— Ég hef engan áhuga fyr-
| ir þessari taugaveiklun yðar-
Ég hitti alltof margar konur
eins og yður. Hins vegar hef
ég áhuga fyrir þeirri staðreynd
að sjúkdómsgreining hr. Dext
ers v.ar röng.
— Eigið þér.við hjartað?
— Nei, heilann. Ég held að
köstin stafi ekki frá hjartanu
heldur frá litlu en hættulegu
æxli við heilann.
Joyce reyndi að skilja það,
sem hann var að segja. — Vit
ið þér meira en sérfræðing-
arnir hans Grabams?
Dr. Miller roðnaði en stóð
kyrr í gættinni.
— Það er oft gallinn við sér
fræðinga, frk. Anderson, að
þeir sjá ekki út fyrir sérgrein
sína. Ég er kannski eins og
þeir, því að ég leita sjúkdóms
ins alltaf í geði eða heila
manna-
— Kannski skjátlast yður þá
eins og öllum hinum.
— Já, neraa hvað ég neydd-
ist til að rannsaka höfuðkúpu
sjúklingsins óg eins og ég
sagði áðan eru litlar líkur fyr
ir því að það hafi verið gert
fyrr meðan hann var með
kast.
— Eigið þér við að nú hafi
hann lífsvon?
Miller hikaði. — Uppskuxð-
ur nú þsgar gæti ef til vill
bjargað honum og gert hann
heiibrigðan. En siíkt verður
að gera innan tveggja tima og
það er víst heldur lítil von
um að það sé hægt_hér.
Tárin rumiu niðuir kinnarn-
ar á Joyce. — Getum við ekki
farið aftur til Sikileyjar?
— Við höfum ekki tíma til
þess og báturinn strandaði
hér, Ég er viss um að Dexter
myndi aldrei liía ferðina af
í fiskibát.
Áður en Joyoe gat svarað
þessu kom Símon með lítinn,
gamlan mann til þeiira. —
Þetta er dr. Pelucci. Hann ætl
ax að gera sitt bezta.
Þeir fóru inn til Grahams
og skildu Joyce eftir ejna á
ganginum. Whitehjónin gengu
framhjá og góndu á hana. Það
sama gerðu Avril og faðir
hennar,
Hún stóð þarna enn, þegar
ítalski læknirinn kom út úr
klefanum.
— Hvað sagði hann? spurði
hún Súnon.
—Næstum ,það sama og dr.
Miller. Haxrn ætlar >að aðstoða
við uppskurðinn á stofu sinni
í landi-
— Uppskurðinn? En....
— Ekki fleixi ,,en“, sagði dr.
Miller. — Það er þegar nóg
komið af jþeim. Ég er vitskert
ur ef ég reyni þetta en ég verð
að ger,a það. x
— Þér emð ekki heilaskurð
læknir, stundi Joyoe.
Það fóru drættir um munn
dr. Millers. — Ég er svo sem
ekki neitt, frk. Anderson, en
ég hóf nám í heilaskurðlækn-
um áður en ég komst að því
að sálfræðingur þénar betur.
— Þá megið þér ekki leggja
líf Grahams í hættu.
— Nei, ég má það ekki, en
ég tek ábyrgðina á mig....
— Án uppskurðar deyr Dext
ar- Ef uppskurðurinn heppn-
ast nær hann fullri heilsu.
— Ég skal undirbúa flutn-
inginn, læknir, sagði frú Shaw
don, sem kom hlaupandi til
þeirra.
— Hvernig getur hún það- —
ispurði Joyce undrandi.
Millor yppti öxlum. — Frú
Shawdon er lærð hjúkrunar-
liona. Hún segist hafa tekið
gott próf. Ég vona að hún
skilji, að hún verður einnig
látin sæta ábyrgð, ef sjúkling
urinn deyr.
Það létu allir sem þeir sæju
Joyce ekki, þegar farið var
með Graham í land. Hana lang'
aði til að koma með, en dr-
Miller bannaði það. Svo hún
fór aftur upþ í stýrishúsið og
settist þar niður á stól.
13. KAFLI.
Dr. Pelucci hafði nokkiuirs
konar sjúkrahús í stóru, gömlu
húsi við þorpsgötuna. Fáein-
ar konur vísuðu Joyoe til veg
ar.
Dyrnar voru opnar svo Jo-
yce fór inn. Hún sá Avril Frith
sofandi á dívan í fyrsta her-
berginu, sem hún kom í. X
næsta herbergi blundaði Sím
on í stól.
Við enda gangsins var skurð
stofan- Hún var mjög garnal-
dags. Dr. Miller sat þar klædd
ur í hvítan slopp. Hann var að
reykja sígarettu og virtist hálf
sofandi.
— Ég átti svo sem von á yð-
nr, sagði hann þreytulega.
Joyce sá inn á skurðborðið,
sem' var þakið furðulegustu
verkfærum.
— Hvernig líður Graham?
spurði hún hræðslulega.
— Hann er enn á lífi, siagði
dr. Miller.
— Skáruð.... skáruð þér
hann upp?
— Já. Hann slökkti í sígar
ettunni- — Þetta var stórkost
legt. Fyrst urðum við að
hreinsa allt. Svo urðum við að
koma rafstöðinni í gang tii að
fá næg ljós, Griffiths og frk.
Frith sáu um það.
~ En.... heppnaðist wpp-
skxu'ðurinn?
— Svo iþurfti ég að aðgreina
skurðtæki dr. Peluccis. Deyf
ingartækið virkaði ekki. Þetta
tók okkur mestan hluta næt-
urinnar.
-*• En heppnaðist uppskurð
turinn? endurtók Joyce æst.
Miller brosti- — Það held ég.
Ég veit það ekki með vissu
það til þess.
— Hvar er Graham? Má ég
sjá hann?
— Hann er í næsta herbergi,
sagði dr. Miller og hnikaði
höfðinu ögn til. — Érú Shaw
don er enn hjá honum. Ég
hefði aldrei getað þetta án
hennar. Undarlegt hvað sumt
fólk getur gert ef neyðin knýr
iþað ttil Iþess.
Joyce flýtti sér inn í næsta
herbergi. Graham lá þar í
rúmi. Höfuð hans var vafið í
umbúðir og við hlið hans sat
frú Shawdon og prjónaði hin
rólegasta-
— Ég fann þetta hér, sagði
hún og sýndi Joyoe bandið. —
Ráðskona dr. Peucci hlýtur að
eiga það. Það er svo róandi
fyrir taugarnar að prjóna.
— Hvernig líður honum?
hvísliaði Joyce.
— Ég hugsa að hiann nái sér.
Dr. Miller er afar fær læknir.
Þetta minnti mig á forðum í
London......
— Verður hann heilbrigður?
— Dr. Miller heldur það.
Æxlið náðist allit og það var
ekkert annað að honum-
Joyee settist á stól. — Má
ég vena hér?
— Það verður erfitt fyrir
yður ;að losna við hana, heyrð
ist sagt veikri röddu úr rúm-
inu.
Frú Shawdon kallaði í dr.
Miller og Joyce varð að fara
út meðan þau voru að rann
saka sjúklinginn. Hún beið
þar enn, þegar Símon kom og
sagði:
SMUKT BRAUÐ
SNITTUR - ÖL - GOS
Opiff frá 9-23,30. — Pantið
tímanlega I veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
SMURSTÖÐIN
SÆTÚNI 4 . SÍMI 16 2 27
BÍLLINN ER SMUUI'UR FLJÓTT OQ
VEL. SELJUM ALLAR TKOUNDIR
AF SMUROLlu.
SMURT % BRAUS
8N1TTUR
brauðtbrtur
BRAUÐHOSIP
SNACK BÁR
Laugavegi 126,
Bifreiðaeigendur athugið
Ljósastillingar og allar almennar bifreiðavið-
gerðir. '
BIFREIÐAVERKSTÆÐI N.K. SVANE
Skeifan 5. — Sími 34362.
Átlhygli söluskattskyldra aðila í Reýkjavík skal vakin á
því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnax um
sölus'katt fyrir 2. ársfjórðung 1968 rennur út 15. þ.m.
Fyrir þann tfma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir
ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunniar og sýna um leið
atfrit atf tframtalinu.
Sérstök ástæða þykir til að beinda á ákvæði 21. gr. sölu-
skattlslaganna um viðurlög, ef skýrsla ©r ekki send á til-
skilduim itíma.
Reykjavík, 11. júlí 1968.
Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórhm í Reykjavík.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J.5
12. júlí 1968