Alþýðublaðið - 19.07.1968, Side 3
Stúdentaskákbréf
frá Birni Theodórssyni
Fimmtánda Heimsmeistara-
mót stúdenta í skák fe'r fram
13, —29. júlí í smábænum Ybbs
á Dónárbökkum, nálægt Vín-
arborg í Austurríki, svo sem
kunnugt er af fréttum.
Stúdentafélag Háskóla íslands
sendir nú sveit sex stúdenta á
mótið í ágætri samvinnu og sam-
ráði við Skáksamband íslands.
Að þessu sinni er sveitin talin
óvenju sterk, en hún er skipuð
Guðmundi Sigurjónssynj á 1.
borði, Braga Kristjánssyni á 2.
borði, Hauki Angantýssyni á 3.
borði og Jóni Hálfdánarsyni á
4. borði. Varamenn eru Björgvin
Víglundsson og Björn Theódórs-
son. Fyrirliði er Bragi Kristjáns
son.
Forsenda þess, að félagið gæti
sent þessa ungu og efViilegu stúd
enta á mót þetta, voru ríflegir
styrkir frá ýmsum aðiium. Reið
háskólaráð á vaðið með mjög góð
um undirtektum, en sama varð
uppi á teningnum hjá mennta-
málaráðuneyíi, borgarráði og
skáksambandinu. Er stúdenta-
félaginu bæði ljúft og skylt að
þakka þessum aðilum lofsverð
viðbrögð.
Stúdentaskáksveitin hefur í
hyggju að senda stutt skákbréf
til landsmanna, að svo miklu
leyti sem tími gefst til í þesari
miklu orrahríð. Stúdentafélag-
inu hefur nú þegar borizt fyrsta
S'kákbréfið dagsett 15. júlí 1968
Er það ritað af Birni Theódórs-
syni að þessu sinni og hljóðar
svo:
Allt hefur gengið að óskum
þó að ferðalagið til Vínar væri
erfitt, en það tók 18 tlma með
töfum. En tíminn í Vín var not-
Björn Theodórsson.
aður til hvíldar. Hér í Ybbs búum
við í nýju húsi, sem mun eiga að
nota fyrir elliheimili. Ybbs er
um 5 þúsund manna bær, og að
auki eru hér 2 þúsund geðveiki
sjúklingar á gríðarstórum
„Kleppi”. Teflt er í nýju húsi,
sem er mjög vistlegt og nefnist
Stadthalle, og mun réttast að
stíla póst til okkar þangað, ef
þörf er á, þ.e. Stadthalle, Ybbs
a.d. Donau.
Á laugardag var dregið í riðla
og fer skipting hér á eftir:
í forriðli 1 eru 1. Rúmenía,
2. Rússland, 3. ísrael, 4. Ítalía
og 5. Brasilía. í fyrstu umferð
vann Rússland Brasilíu 3 1/2-
1/2 og ísrael Ítalíu 4-0, en Rúmen
ía sat yfir
í forriðli 2 eru 1. Frakkland,
2. Skotland, 3. Búlgaría, 4. Aust-
urríki og 5. Vestur - Þýzkaland
í fyrstu umferð vann Vestur-
Þýzkaland Skotland 3-1 og Búlg-
aría Austurríki 3-0 (biðskák
ólokið), en Frakkland sat yfir.
í forriðli 3 eru 1. Austur-Þýska-
land, 2. Sviss, 3. Finnland, 4.
Júgúslavía og 5. Belgía. í fyrstu
umferð vann Sviss Belgíu 4-0
og Júgóslavía Finnland 21/2-
1 1/2, en Austur-Þýzkaland sat
yfir.
í forriðli 4 eru 1. Danmörk,
2. Svíþjóð, 3. ísland, 4. England
og 5. írland. í fyrstu umferð
vann England ísland 2 1/2-1 1/2,
Svíþjóð og írland gerðu jafn-
tefli 2-2, en Danmörk sat yfir
í forriðli 5 eru 1. Noregur, 2.
tékkóslóvakía, 3. Grikkl. 4. Hol-
land og 5. Bandaríkin. í fyrstu
umferð vann Grikkland Holland
3-1, Tékkóslóvakía og Bandarík-
in skildu jöfn 2-2, en Noregur sat
yfir.
Eins og fram kemur, erum
við í riðli mð Dönum, Englend-
ingum, Svíum og írum. Danir
og Englendingar eru mjög sterk-
ar sveitir, og eru þeir almennt
álitnir sigurstranglegastir í riðl-
inum. Því má skjóta hér inn, að
Englendingar höfnuðu í þriðja
sæti á' síðasta heimsmeistara-
móti, en Danir í níunda.
Tvær efstu sveitir úr hverjum
riðli fara í A-úrslit, tvær næstu
í B-úrslit og neðsta sveitin í C-úr-
slit. Þannig verða tíu sveiíir í A-
og B-úrslitum, og er tefld ein-
föld umferð, en í C-úrslitum
verða firnm sveitir og tvöföld
umferð tefld.
í fyrstu umferð tefldum við
við Englendinga. Keppnin var
mjög jöfn og tvísýn, og gátu
úrslitin um tíma allt eins orðið
okkur í hag. Úrslit á einstökum
borðum urðu þesi:
1. borð: Guðmundur-Harston
1/2-1/2
2. borð: Keene-Bragi 1/2-1/2
3. borð: Haukur-Whiteley 1/2-1/2
4. borð: Wright-Björgvin 1-0
Úrslit urðu þannig Englend-
ingum í vil, 2 1/2-1 1/2.
Guðmundur fékk betra tafl á
móti Harston, en lenti í tíma-
hraki og lék gróflega af sér.
Skákin fór í bið, og voru allar
Framhald á bls. 14.
------—----♦
Saltsíldarverð
Eíh af myndunum sem skemmdust, dösk mynd frá árunum í
kringum 1880. Mynd þessi er e'in af fyrstu myndunum sem Lista-
safn íslands eignaðist. Á málverkinu sjást rákir, þar sem vatnið hef
ur Ieyst upp málninguna.
Málverkin send
út til Danmerkur
til viðgerðar
10-12 málverk skemmdust í Listasafni íslands á þriðjudagsmorg
un er geislahitunarkerfi í lofti hilaði. Lak hitaveituvatn niður
í málverkageymslu. Forstöðukona Listasafsins, dr. Selma Jóns.
dóti’ir sýndi fréttamönnum skemmdirnar í gær og þar á meðal
málverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving, Guðmund
frá Miðdal og: Jón Stefánsson, öll meira og: minna skemmd af völd
um vatns. Listaverkin í safnininu eru ótryg-gð, þar sem iðgjöld af
slíkum tryggingum eru ofviða safninu fjárhagslega. Dr. Selma
tjáði fréttamönnum að málverkin yrðu send út til Danmerkur til
viðgerðar. ’Vlð Stadens Museum for Kunst, væru sérfræðingar er
Listasafnið hefði leitað til áður varðandi 'viðgerðir á listaverkum
og yrðu myndirnar væntanlega sendar þangað Innan skamms.
Strfsmenn við Stadens Museum hefðu m.a. verið við viðgerðir á
listaverkum í Flórens, er flóðin urðu þar, og væru þeir mjög vel
að sér í sinni grein. Auk myndanna sem áður gat um skemmdust
nokkr'ir myndarammar, þar á meðál gamlir og fagrir rammar.
Á fundi Yfjrnefndar Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins í dag
var ákveði'ð. að láamarksverð
á síld veiddri norðan- og aust
anlands frá byrjun síldarsölt
unar til og með 30. september
1968 skuli vera sem hér segir:
Hver uppsöltuð tunna (með
3 lögum í hring) kr. 472,00.
Hver uppmæld tunna (120
lítrar eða 108 kg) kr. 347,00,
Verðið er miðað við að selj-
endur skili síldinni í söltun-
arkassa eins og venja hefur
verið undanfarin ár. Enn frem-
ur gilda sömu reglur og gilt
hafa um síldarúrgang og úr-
kastssíld.
Til skýrinigar skal það tekið
fram, að við verðákvörðunina
hefur þegar verið tekið frá
giald vegna kostnaðar. við
flutninga sjósaltaðrar síldar af
fjarlægum miðum samkvæmt
ákvæðum bráðabirgðalaga frá
10. maí 1968.
Verðið var, ákveðið með at-
kvæðum oddamanns yfirnefnd
arinnar og fulltrúa síldarselj
enda í nefndinni gegn atkvæð
um fulltrúa síldarkiaupeinda í
nefndinni.
í yfirnefndinni áttu sæti:
Bjarni Bragi Jónsson, deildar-
stjóri í Efnahagsstofnuninni,
sem var oddamaður nefndar-
innar, Aðalsteinn Jónsson og
Jón Þ. Árnason, fulltrúar síld-
urkaupenda og JCristján Ragn
airsson og Tryggvi Helgason
fulltrúar síldarseljenda.
Á fundi Verðlagsráðs sjávar-
úlvegsins í dag var enn fremur
ákveðið, að lágmarksverð á síld,
sem afhent er utan hafna til
söltunar um borð í skipum á
miðunum framangreint tímabil,
skulf vera: hvert kg. kr. 1.90 eða
hver uppmæld tunna, 120 Iftrar
205.00
Verðið er miðað við kaup á
síldinni upp til hópa komna í
um hleðslutæki.
CFrá Verðlagsráði sjávarútvegs-
ins).
EKKERT KVÆDANNA
VERÐLAUNAHÆFT
39 kvæffi og kvæffaflokkar bárust í verðlaunasamkeppni
þeirri, sem Stúdentaíélag Iláskóla íslands efndi til í tilefni
50 ára afmælis fullveldisins, en ekkert þe'irra þótti verðlauna-
hæft og fellur því niður samkeppni sú sem boffuð hafði veriff
um lag viff verfflaunaljóðiff.
Fráiþessu er skýrt í svohljóð
andi fréttatilkynningu, sem
Stúdentafélag Háskóla ís-
lands sendi frá sér í gær:
„Nú er lokið samkeppni
þeirri um hájíðarljóð, sem Stúd
entafélag Háskóla íslands
gekkst fyrir í tilefni af 50 ára
afmæli fullveldis íslands, 1.
des. n.k. Alls bárust 39 kvæði
og kvæðaflokkar frá 35 höfund
um. Dómnefnd hefur lokið
störfum sínum og komizt að
eftirfarandi niðurstöðu:
„Við undirritaðir, sem Stúd
emtafélag Háskóla íslands hefur
falið að velja verðlaunaljóð til
söngs á hálfrar aldar fullveld
isafmæli íslands 1. desember
n.k., treystum okkur því miður
ekki til að mæla með til verð
launa neinu þeirra 39 kvæða
og flokka, sem borizt hafa“.
Reykjavík, 11, júlí 1968.
Andrés Bjömsson,
Steingrímur J. Þorsteinsson,
Þorleifur Hauksson.
Samkeppni sú, er auglýst
ihafði verið, um lag við verð-
launaljóð, fellur því af skiljan
legum orsökum niður.
Höfundar geta vitjað kvæða
sinna á skrifstofu Stúdenta-
ráðs Háskóla-íslands, sem opin
er eftir hádegi alla-virka daga.
Stúdentafélag Háskóla ís-
lands þakkar ölluim iþeim, er
þátt tóku í þessari samkeppni.”
19v júlí 1968 . -
ALÞÝÐUBLAÐI0 3