Alþýðublaðið - 24.07.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.07.1968, Blaðsíða 7
STÚDENTASKÁKBRÉF 2 JÓN HÁLFDANARSON SKRIFAR UM UNDANRÁSIRNAR Á MÓTINU YBBS er lítil borg við Dóná. — Fyrst þegar við komum hingað, héldum við, að íbúarnir væru með afbrigðum þjóðhræddir, því að í öðru hverju húsi voru rimlar fyrir öllum gluggum. — Síðar komumst við að því, að borgin telur fimm þúsund íbúa, en tvö þúsund fáráðlinga og drykkjusjúklinga frá Vín. Og ekki á af borginni lifandi að ganga, því að í sumar bætist ein geðveikin við: manntaflið. Annars er Ybbs róleg borg á bökkum Dónár. Dóná líður hér fram hjá kolmórauð, og íljóta- bátarnir ösla upp og niður ána. Við Ybbs er stífla í ánni og skipalyfta. í ár hö'ðu 25 þjóðir boðað þátttöku sína í heimsmeistara- móíi stúdenta. Og laugardaginn 13. júlí voru allar sveitirnar mæítar til leiks. Um kvöldið var fundur með fyrirliðum, og þar var skipað niður i riðla í undanúrslit. Hver fyrirliði skrifar niður sveitirnar í þeirri röð, sem hann telur styrkleika þeirra segja um. Síðan eru sveit- unum gefin stig eftir því. Sú sveitin, sem flest stigin fær, er sett efst á blað og svo koll af kolli. Eftir þessari niðurröðun voru íslendingar í sautjánda sæti. — Núna voru riðlarnir hafðir fimm og fimm sveitir í hverjum þeirra. í A-úrslit áttu þær tvær efstu að fara, þær tvær næstu í B-úrslit og sú síð- asta í C. í 1. riðil var sú sveit sett, sem flest stigin hafði feng- ið hjá fyrirliðum, í 2. riðil sú, esm talin var næststerkust: og þannig áfram, þar til 5. riðii er náð. í hann var 5. sveitin sett og einnig sú sjötta. Síðan var snúið við: Sú sjöunda í 4. riðil, áttunda í 3. riðil o.s.frv. Vegna þessa skipulags er mjög mikil- vægt fyrir liverja sveit að vera talin sterk. Þá fær hún veikari sveitir með sér í riðil. Við ís- lendingar lentum í 4. riðil með Englendingum, Dönum og Sví- ■um, sem áli+nir vo.ru sterkari en við, ok írum. Englendingar urðu þriðiu í síðasta heims- meistaramóti. Danir hafa verið í fremstu fylkingu í fjölmörgum mótum, en í því síðasta voru þeim þó mislagðar hendur í úr- slitum. Svíar tefldu í A-úrslit- um síðast og slógu Ungverja mjög óvænt út í undanúrslitum. Sveit' þgirra nú er þó mun lak- ari en þá, þar eð sterkustu skák menn Svía lieyja nú skákþing Svíþjóðar, írar hafa aldrei ver- ið taldir sterkir skákmenn, en höfðu þó nú sterkari sveit á að skipa en oft áður. Okkur var ljóst, að helztu andstæðingar okkar yrðu Danir og Englend- ingar. Við vorum óánægðir með töfluröðina, því að í síðustu um- férð á'ttum við að sitja hjá, sem er að sjálfsögðu mjög slæmt, ef knappt stendur. Danir ■ og Englendingar áttu að tefla sam- an í næst' síðustu umferð, og það leizt okkur heldur ekki á, því að oft eru gerð hin mestu hrossakaup, ef tryggja á sætin í úrslítum. (Þar sem getið hef- ur verið allýtarlega um úrslít fyrstu umferðar, er þeim kafla sleppt hér. — Ritstj.). Önnur umferð. í annarri umferð sátu Eng- iendingar hjá, en við tefldum við íra. Guðmundur hafði svart gegn Keojh og vann örugglega eftir ónákvæmni. írans í byrjun. Bragi hafði hvítt gegn Mae Grillen, og var fljótlega samið jafntefli eftir mikil mannakaup. Haukur hafði svart gegn Ro- berts. Náði Haukur heldur betri stöðu, en þegar taflið fór að ein- faldast, tók Haukur upp sið Las- kers og hætti að leika beztu leikj unum, en lék þeim, sem hann taldi gefa sálfræðil. bezta vinn- ingsmöguleika. En sálarlíf írans reyndist fullflókið, og fékk Hauk- ur gjörtapað tafl. í fjóra tíma mátti Haukur liggja undir öx- inni. Með einum leik hefði ír- inn getað gert út um skákina. En sá leikur kom ekki, og Hauk- ur náði jafntefli. Jón Hálfdanar- • son tefldi við Gibson, og var írinn greinilega minnugur illrar meðferðar af Jóns hendi í fyrri viðureign. Hugðist hann bjarga sér í endaíafli fljótlega, en gleymdi, að þar er Jón sterkast- ur. Enda mátti Gibson gefast upp átta leikjum síðar. í þess- ari umferð unnu Danir Svía með 3V-2 gegn Vfc. Þriðja umferð. í þriðju umferð mættum við Dönum. Og nú var að duga eða drepast. Fyrir umferðina efldi Haukur seið að fornum sið. Veitti vísan: ,,Upp skulum órum sverð- um” okkur einna mestan styrk. Guðmundur átti í höggi við Björn -Br ink-CI ausen, fyrrvér an d i Norðurlandameistara. Brink er hálfur íslendingur, en fæddur og uppalinn í Danmörku og skilur ekki íslenzku. Guðmundur hafði hvítt og tefldi spánska leikinn. Brink sameinaði þrjú afbrigði í byrjuninni, og reyndist blandan fullsterk fyrir Guðmund. En Guðmundur er manna seigastur £ vörn, eins og Friðrik fékk að reyna í síðasta Reykjavíkur- móti. í biðstöðunni var Cuð- mundur að vísu með peði uiidir, en átti biskupaparið, og var stað- an tvíeggjuð. Eftir að tekið var til við skákina að nýju, var fljót- lega samið jafntefli. Bragi tefldi með svart á móti Moens Moc. Byrjunin var Sikileyjarleikur. Báðir keppendur hugsuðu eins og þeir væru að ráða lífsgátuna yfir skákborðinu. Lentu þeir í heiftarlegu tímahraki, og þá dró til tíðinda. Moe drap með hrók og skákaði kóngi Braga. Bragi svaraði ekki skákinni, og drap hinn hrók Danans með drottn- ingu. Slíkt er að sjálfsögðu ekki leyfilegt. Nú gerðist margt í einni svipan, og eru menn ekki á eitt' sáttir um atburðarásina. En eitt er víst, að yfirsetumað- urinn tók drottningu Braga og setti hana á fyrri reit og sagði keppendum aðyhalda áfram. Þá svaraði Bragi skákinni og drap réttan hrók. Klukkan gekk á Danann, og hann var að falla, og í fátinu svaraði hann leikn- um. Keppendur tefldu síðan á- fram í írafári, og þegar fjörutíu leikjum var náð, var Bragi kom- inn með létt unnið tafl. Þegar Daninn var búinn að jafna sig eftir tímahrakið, sá hann, hverj- um brögðum hann hafði verið beittur. Það kom í ljós, að Bragi hefði getað borið drottninguna fyrir hrókskákina, en þá var stað- an að sjálfsögðu töpuð hjá hon- um. Daninn - kærði skákina, og þannig stóðu málin um kvöldið. Okkur íslendingum var Ijósí, að Daninn hafði fyrirgert rétti sín- um með því að tefla áfram, eftir að Bragi hafði leikið ólöglegum leik. Hefði hann kært þá, hefði skákin verið dæmd af Braga. Þar að okkur var dýrmætur hver vinningur, vorum við ákveðnir í að krefjast þess, að skákin yrði' tefld áfram. Rifjuðum við þá upp allar gamlar erjur Dana og ís- lendinga. En morguninn eftir sigraði íþróttaandinn, eða er fleira goít en illt með íslending um og Dönum. Bragi bauð Moe jafntefli, og þáði hann það, og voru allir ánægðir með þau múla- lok, eins og komið var. Haukur tefldi í þessarj umferð við Frode-Fihl-Jensen. Þeir léku Sikileyjarvörn, og virtist Daninn ætla að knúsa Hauk í byrjun- inm, en það voru missýningar. Haukur fann í flókinni stöðu fai- lega leikfléttu, og skiptist 'taflið upp í endatafl, þar sem Haukur stóð mun betur. Haukur lét kné fylgja kviðt og. vann. Jón tefldi við Kölbek. Daninn lék C4 í fyrsta og tefldi afbrigði, sem Larsen hefur nokkrum sinnum beitt (b4). Jón hélt jöfnu Valli, og smám saman fækkaði mönn- unum. Kom upp drottningar- endatafl, sém virtist vera jafn- téfli. En þegar klukkan fór að reka á eftir Öananum, álpaðist hann með kónginn út á mitt borð. Jóni tókst að skipta upp drottn- íngum og fá upp riddaraenda- tafl, sem leit út fyrir að vera gjörunnið. Þegar tekið var til við skákina aftur, var meira hald í stöðunni en ráð var fyrir gert, og átti Jón erfiít með að finna vinningsleið. Þegar til kom, valdi hann leið, sem var vægast sagt tvíeggjuð,' og virtist vera að glopra skákinni niður í jafntefli. Þegar svarf til stáls, reyndist hann eiga kóngsleiki í ætt við skákþraut, okkur öllum til hug- arléttis. Þrír vinningar gegn ein- um gegn Dönum var sætur sigur. Fjórða umferð: í fjórðu umferð tefldum við við Svía. Til að vera öruggir í úrslit, þurftum við að vinna á öllum borðum. Jón vann sinn andstæðing fljótlega og nokkuð fallega. Skömmu síðar reyndist Haukur andstæðingi sínum fremri í flækjum og mátaði hann. Þá' beindist athyglin að efstu borðunum. Á fyrsta bprði tefldi Guðmundur við Dahl og á öðru Bragi við Holmsírand. í skák Braga hurfu drottningarnar fljótlega af borðinu. Hafði Bragi betri stöðu, sem hann ynni, ef mikið lægi við. Þá reið á Guðmundi. Hann hafði svart Dmttíiing Guðmundar gekk her- sefjfsgang um vígvöllinn, en menn" Svía horfðu aðgcrðarl ius- ir á. Svíinn féll á ííma í tap ðri stöðu. í þessari umferð fe ígu Danir uppreisn æru sinnar. Þeir gjörsigruðu Englendinga IÞ/é-té. Var þetta rnikill hnekkir fyrir Englendinga, því að hefðu peir náð einum vinningi meira, hefðu; þeir verið nokkuð Öruggir um að kornast í úrslit. Þegar þessi úrslit voru kunn, sömdum við hið snarast jafntefli í skák Braga, því að litséð var um það, að Englendingar gætu ekki náð okkur, hvernig sem færi í síð- ustu umferð. I Fimmta umferð. í fimmtu og síðustu umferð sátum við hjá. Danir áttu í höggi víð íra, en Englendingar vjð Svía. Lauk keppni Dana og íra fljótlega 2V2 — IV2, hvort sem, samið hafði verið um úrslitin fyrirfram eða ekki. Áð minnsta kosti voru þá Danir öruggir í A- úrslit og írar í B-úrslit. Eng- lendingar gerðu Svíum góð skil, 4—0. Með þeim sigri komust' þeir upp að hliðinni á Dönum, en þar sem Danir unnu Englend- inga, komast Danir áfram, en Englendingar sitja eftir í B. — Lokastaðan í 4. riðli er þá: ís- land 11 v., 2. Danmörk lOVfc.v., 3. England IOV2 v., 4. írland 5 v. og 5. Svíþjóð 3 vinninga. ÚRSLIT í öðrum riðlum undanrása : og tókst fljótlega að jafna iaíl- í 1. riðli urðu úrslit þessi: ið, en náði ekki meiru um hríð. 1. Sovétríkin 11 % V. Notuðu keppendur mikinn tírna, 2. Rúmenía IO1/2 V. énda var staðan flókin. í tíma- 3. ísrael IOV2 V. hrakinu færðist Guðmundur í 4. Brazilía 4' V. ham, en Svíinn lyppaðist niður í sætinu og skalf. Þegar Guðmund- 5. Ítalía 3V2 V. ur hafði náð drottningunni af Keppnin var mjög hörð, Og Svíanum fyrir tvo hróka, var um tíma leit jafnvel út fyrir, að ekki að sökum að spyrja. — Framhald á bls. 15. Þetta vélmenni kom fram á tæknisýningu í Moskvu nýveriff og vakti aff sjálfsögðu mikla athygli. Vélmjenniff gekk um og 131301 við nærstadda. Á sýningunni sagði hann frá sjálfum sér og þeim sem bjuggu hann til. Aff raeffuhöldum loknum gekk hann um sýninguna meff gestunum! 24.. júlí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.