Alþýðublaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 8
VART munu aðrir leikarar hafa verið' umtalaðri í ár en bandarískl kvikmyndaleikarinn Rod Steiger. Ekki er það þó vegna þess, að hann sé ung eða upprennandi stjarna, lieldur af því að hann hefur nú nýverið enn einu sinni fært óvéfengjan- legar sönnur á ágæti sitt sem afbragðs listamaður. Kvikmynda gagnrýnendur New York borgar kusu hann Leikara ársins fyrir túlkun hans á hinu erfiða hlut- verki lögreglumannsins í kvik- myndinni „Nóttin var heit,“ þar sem hann lék eftirminnilega á móti blökkumanninum vinsæla, Sidney Poitier. TitiIIinn Leikari ársins er næstum því jafneftir- sóttur meðal bandarískra kvik- myndaleikara og sjálf Oskars- verðlaunin. Ekki dró það held- ur úr vinsældum Steigers eða aðdáun kvikmyndahúsagesta. þegar hann skömmu síðar fékk svo sjálf Óskarsverðlaunin fyr. ir Ieik sinn í sama hlutverki! M.ö.o.: Rod Steiger er á há- tindi ferils síns í ár! iSíewtán ára gamall hætiti hann skólagöngu til þess að ganga í 'sjó'herinn, þar iseim hanin var síðan fimm næstu árin. Sjáifur segiist hann haf'a orðið leikari vegna hrifni sinnar af ■stúlkum, ien um Iþað kemst hann svo að orði: „Þegar ég var 21 árs fékk ég borgaralega stöðu innan sjóhers- ins og á vinnustað mínum sitörf- ■uffu m.a. tvær stúlkur, sem ég gaf auga svona nokkurn veginn jafnt! En þegar ég herti mig upp og bauð þeim út, brá alltaf svo við, að þær voru uppíeknar. Ástæðan var isú, að Iþær voru önnum kaf'nar við áhugamál sitt, sem var teiklist, og tók-u virkan þátt í étarfi leikklúbbs nokkurs þ-arna í nágrenninu. Nú, ég tók mig auðvitað til og gekk í klúbb- inn líka — til að fá betra færi á stúlkunum! Er ekki að orð- lengja það, að þáíittakendunum fannsit svo til um hæfileika mína sem leikara, að ég fylgdi þeirra ráðum og hélt áfram í bransan- um!“ —O— Rod Steiger fæddist á Long Island 14. apríl 1925 og ólst upp í Newark, New Jersey. Upp úr þessu innritaðist Steig er til náms við leikhús í New York, og komst síðan í hinn kunna leikskóla Elia Kazans. Steiger með dóttur sinni Önnu, átta ára. Hér er hann í hlutverki „myndskreytta mannsins” í samnefndri kvikmynd. Takið eftir flúr inu á höndum hans! , Þegar 'hann hafði lokið námi, hlauit hann ýmis hlutverk í leik- húsum New York-borgar, þar sem hann vakti fljótlega tölu- verða a.thygli. Steiger lék í fyrstu kvikmynd. isinni árið 1951, og nefndist hún ,.Tere=:i.“ Það var þó ekki fyrr rn með næstu mynd, .Höfn stór- borgarinnar." að gagnrýnendur og áhorfendur kvikmynda tóku fyrir alvöru eftir Rod Steiger. Fyrir leik sinn í Iþeirri mynd var hann útnlefndur siem mögu- Jegur Óskars-verðlaunataki fyrir leik í aukahlutverki árið 1954. Fleiri kvikmyndir fylgdu 1 kjöl- farið og iauik þp.ss kom Steiger oft fram í sjónvarpi ihin næstu ár. Ó'hæfit er að telja Rod Steiger mjög ficlhliða og hæfileikamik- inn leikara. Hann hafði hvorki 'hlotið þjálfun í söng né dans- list, þegar hann undirritaði samn ing um að koma fnam í söng- ieiknum vinsæla „Oklahoma," en að viku liðinni mátti hann teljast útlærður í hvoru tveggja, enda gerði hann hlutverki sínu ágæt skil við hlið engra minni iskemmtikrafta en Gordon Mac- Rae pg Shirley Jones. Árið 1959 kvæntist Siteiger hinni iþekktu brezku leikkonu Ciaire Bloom, sem fyrst gat sér orðstír í kvikmynd Chaplins, „Sviffsljós," en síðan hefur auk- ið hróður sinn jafnt og þétt. Þau höfðu kynnzt fyrst nokkr- um árum áður, þegar þau léku saman í leikriti á Broadway. Nú búa þau ásamt átta ára gamalli dóttur sinni, Anna Justin, í Kaliforníu og New York til skiptis. Þar sem þau þurfa mjög að vera á faraldisfæ'ti síarfa sinna vegna. tóku þau þann kost að koma sér upp heimili á tveim ur stöðum. g 4. ágúst 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.