Alþýðublaðið - 04.08.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 04.08.1968, Síða 15
__Ef Ned hefur ekki drukkið það allt. Það var lögg eftir á flösku og Símon hellti í glas fyrir June og lét hana setjast í einn af djúpu hægindastólunum. Sterk- ur drykkurinn olli því, að henni hitnaði og roðinn færðist í kinn- ar hennar, en Ailsa veitti því eftirtekt, að Símon hélt bliðiega um hendur June og hvernig hann horfði á hana. — Gætuð þið ekki sagt mér, hvað kom fyrir? spurði Ailsa. — Einhver reyndi að myrða June og drenginn, var svarið sem hún fékk. June hrökk við. —. Þetta gæti verið slys, sagði hún. Símon var kuldalegur og hörkulegur á svipinn og hann leit snöggt á Ailsu. — Það vita allir, að skyndi- legur hávaði veldur því, að naut- gripirnir fælast í þessum hita, sagði hann, — samt skaut ein- hver viljandi riffilskoti beint yfir höfuðin á þeim. Ef June hefði ekki brugðið svona skjótt við, hefðu þau bæði verið dauð undir klaufum nautanna núna. — Kannski hefur einhver vei’- ið á lævirkjaveiðum, sagði Ailsa rólega. — Sumir manna þinna grípa helzt til byssurnar eins og ég hef sagt þér fyrr. Hún leit út um gluggann og það leit út fyrir, að hún yrði fegin að skipta um umræðuefni. — Þarna kemur Ned. Kannski veit' hann eitthvað um þetta. Þegar Ned kom inn úr hest- húsinu, virtist hann ekkert undr- andi yfir að sjá þau þarna sam- ankomin. — Ég þekkti hestinn þinn, Simon, sagði hann og leit á June. — Er eitthvað að? Hann hlustaði með athygli meðan Símon sagði honum, hvað hefði komið fyrir og marg oft varð hohum litið á systur sína. — Sást þú eitthvað, Ned? spurði liún. — Þú varst þarna í nági-enninu. — Ég var ekki nálægt' gilinu, laug hann. — Ég heyrði heldur ekki neitt skot. Nú hafði June loksins jafnað sig svo mikið, að hún treysti sér til að fara aftur heim á „Rauða land,” en hún var enn BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. svo máttlaus, þegar hún reis á fætur, að Símon varð að styðja hana. Ailsa horfði á áhyggjusvip hans með tindrandi augum og fann frekar en sá, að bróðir hennar glotti. — Þið takið jeppann, sagði Ned. — Ég skal koma með hest- inn þinn á morgun. — Ég vildi heldur fá kerruna lánaða, sagði Símon. — Þá get ég tekið Stjörnu með. Ég vil fara með hestinn heim á „Rauða land.” Svo leit' hann á June. „Treystirðu þér til að fara heim, elskan mín?” Ned einn sá svipinn, sem kom á Ailsu, þegar Símon sagði þetta — og hann virtist skemmta sér vel. Nú sagði hann eins og til að stríða henni: — Það mætt'i svei mér halda, að eitthvað væri á seyði. Er kannski von á trú- lofun eða giftingu á „Rauða landi”? June roðnaði og leit á Símon. Skildi hann verða reiður yfir þessari spui’ningu Neds? Nei, liann brosti bara og sagði: Það gæti hent sig, en ætli við þurf- um ekki að fá kerruna núna? Við getum spennt Stjörnu fyrir og lagt af stað. June fannst hún ekki geta ver- ið ein með Ailsu -öllu lengur og hana langaði ekki til að ríf- ast við hana, þess vegna tók hún Toby litla og elti karlmennina xít. Þegar henni varð aftur litið heim að húsinu, sá hún, að Ail- sa horfði út um gluggann og það gladdi hana, að þau gátu ekið af stað. Ned kailaði á eftir þeim: — Það gleður mig, að það fór ekki vei’r, June. Sé þig seinna! Hann fylgdi þeim eftir með augunum, þangað til að hann sá’ ekki til þeirra, en þá fór hann inn. Systir hans sat enn í dag- stofunni og hann gekk að skáp, sem þar var, hellti brennivíni í .tvö glös og í’étti Ailsu annað. — Ég vil ekki sjá þetta, sagði hún. — Drekktu þetta, þér mun líða betur. Hann hló hæðnislega. Það er furðulegt, livað hægt er að drekkja sorgum sínum gjör- samlega, Ailsa. Eg veit, að þú ert jafnundrandi og allir aðrir, hvað June slapp vel. Kannski þú hafir vonað, að hún dræpist? Ailsa leit reiðilega á hann. Ég vil ekki ræða þetta. Sástu hvað Símon var áhyggjufullur? Það er auðvelt að sjá, að hún elskar hann. Ned hrukkaði ennið. Samt er ég ekki viss um til- finningar hans til hennar. — Hvers vegna hæitirðu ckki að tala um þau? En hann vildi það ekki. — Ég trúi því ekki enn, að Símon geti elskað nokkra konu, sagði hann, — þó svo að hjóna- band þeirrá June mj’ndi létta mörgum áhyggjunum af honum. Það er engin ástæða til þess, að hann vilji myrða hana þegar það er bæði auðveldara og þægilegra fyrir hann, að kvænast henni og eignast þar með „Rauða land.” Hún hafði gengið til dyranna til að komást hjá því að hlusta á stríðnisyrði hans, en nú snér- ist hún á hæl. — Kannski hann hafi sjálfur fælt nautin. Hann var í ná- grenninu — það væri gott fyrir hann að losna við stúlkuna og bai-nið. Ned brosti stríðnislega til hennar. — En hann gerði það bara ekki, Ailsa. Við vitum það — bæði, sagði hann og rödd hans varð skyndilega kuldaleg. Ailsa fölnaði. — Við hvað áttu? — Hvar varstu í morgun? — Hér heima. Ég hef ekki far- ið út úr húsinu. Hann hellti sér aftur x glas. — Ég var að koma úr hest- húsinu, sagði liann rólega. — Hryssan þín er enn sveitt, svo að þú hefur riðið hratt, Ailsa. Þegar hún reyndi að bera í bætiflákann fyrir sig, greip hann fram í fyrir henni: — Það er ekki til neins fyrir þig að ljúga — ég sá til þín, Ailsa. Nú heyi’ðist aðeins hraður og ör andardráttur Ailsu. — Hvað sástu? spurði hún loksins. — Þig fylgjast með June, þegar hún fór með barnavagn- inn yfir að gilinu. Þú beiðst um stund, en svo fórstu yfir til naut- gi'ipanna og skauzt af rifflin- um. Hvað vildirðu með því, Ailsa? Hún stóð og starði á hann. Hún var enn föl, en nú var hæðnis- glampi í augum hennar. — Þú skalt orða það, sagði hún. — Gott og vel, ég get gert það. Þú vissir, að þú varst að missa Símon og ákvaðst að myrða bæði drenginn og June; um leið og þú hafðir fælt nautgripina, fórstu heim á leið. Þú beiðst ekki eftir árangri gjörða þinna. Aftur varð þögn. — Ég hefði átt að segja Sím- oni þetta áðan, sagði Ned. — Þá hefði hann aldrei litið aftur við þér! Ailsa gretti sig. — Hvers vegna gex-ðirðu það þá ekki? Hann yppti öxlum. — Kannski hötumst við, en þú ert samt systir mín. Hann varð hörkuleg- ur. — En ég aðvara þig, Ailsa — ef þú reynir þetta aftur, skal ég sjá um, að þú verðir lokuð inni! Mér er alvara, bætti hann við, þegar hann sá fyrirlitning- arbros leika um varir hennar. Málmfræðingur Sérfræðing vantar til rannsókna á isviði málm fræði (metallurgie). Rannsoknastofnun iðnaðarins v/Hringbraut, sími 21230. Bifreiðaeigendur athugið Ljósastillingar og allar almennar bifreiða- viðgerðir. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 5. — Sími 34362. Ég vil ekki, að neitt komi fyrir ensku stulkuna líka. Ailsa sótti sér sígarettu og kveikti í henni. — Við erum systkin, sagði hún, — kannski er það ástæðan fyrir því, að ég hef þagað um þig, Ned — á'stæðan fyrir því, að ég fór ekki til lögreglunnar, þegar morðtilraun þín heppnað- ist — á þinn kostnað. Hann starði á hana. — Um hvað ertu að tala? En hún sá á augnaráði hans og svip, að hann vissi vel um hvað var verið að ræða. — Þú vildir losa þig við Rex Loring og eignast Helen, sagði hún með fyrirlitningu. — Þú drekkur ekki til að gleyma kon- unni, sem þú elskaðir, — nei, það er ekki ástæðan. Þú drekkur vegna þess, að þú drapst hana — þú, Ned! Þú ert að reyna að gleyma því! Hann lét fallast niður í stól og andlit hans var kríthvítt. — Nei, nei, það er ósatt, hvíslaði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.