Alþýðublaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 11
Pravda nafngreiri''r í fyrsta
sinn í gær þá tékkneska komm
únista í forsætisnefndinni,
sem blaðið telur trygga stefnu
Lenins. Þeir eru Vasil Bilek,
sem er í samninganefndinni,
sem fór til Moskvu og Oldrieh
Svestka, ritstjóri flokksblaðs-
;ns Rude Pravo. Hins vegar
minnist blaðið ekki á Svoboda
forseta, sem er í Móskvu, og
var kjörinn í hina nýju mið-
stjórn, en sagðí að meirihluti
hinnar nýju miðstjórnar væri
þekktir gagnbyltingarsinnar.
Blaðið réðst harkalegast á
Cestmir Cj'sar hugsjónafræð-
ing flokksins, sem slapp úr
haldi Rússa og stjórnar nú and
spj'rnuhreyfingunni. Auk þess
nafngreindi Pravda sem svik-
ara þá Ota Sik varaforsaétis-
ráðherra, Jiri Hajek utanríkis
MEIRI VON . . .
Framhald af bls. 1.
cnnrásarherjuJnum bæri ekki
að greiða allt það tjón, sem
innrásin hefur valdið atvinnu
lífi landsins. Flutti útvarpið
þau tilmæli frá ríkisstjórninni,
að menn fylgdust vel með
tjóninu og gerðu nákvæmar
skrár um það, og skyldi sér-
stök stofnun síðan taka þess-
ar skrár til meðferðar.
Yfirmaður lögreglunnar
rekinn
Frjálsa útvarpsstöðin í Pil-
sen birti í gær opmbera til-
kynningu frá tékknesku stjórn
inni, þar sem segir að yfjr-
maður tékknesku ríkislögvegl
urna” og starfandi innanríkis-
ráðherra, Piam Salgovic heíði
verið vikið úr embætti á
stundinni. Josef Pavel innan-
ríkisráðherra tekur fyrst um
sinn við yfirstjórn ríkislögregl
unnar, segir í tilkynningunni.
í tilkynningunni segir, að
Salgovic hafi ekki haft sam-
band við ríkisstjórnina, þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli og hafi
hann gengið í lið með innrás-
arliðinu. Eftirleiðis séu eng-
in fyrirmæli til lögreglunnar
gild, nema þau komi frá inn-
anríkisráðuneytinu.
Pravda ræðst á flokks-f
leiðtogana
í Pravda, aðalmálgagni
sovézka kommúnistaflokksins,
sem kom út í gær, var þeim
Tékkum, sem þátt tóku í
flokksþinginu fyrir skömmu
hótað refsingu fyrir undirróð-
ursstarfsemi. Þingið kaus nýja
miðstjórn, sem á að fara með
völdin í flokknum í fjarveru
Oubceks og félaga hans. Segir
Pravda, að tékkneskir komm-
únistar trúir hugsjón sósíal-
ismans, muni ekki þola það.
að vafasamir menn hrifsi völd
in úr höndum forsætisnefnd-
arinnar og gerl eihs og þeim
sýnist. Moldvörpustarfsemi
•þess^Ha tmanna hafi allt of
lengi verið órefsað.
Pravda gagnrýnir Júgó-
slava
Pravda sakaði í gær júgóslav-
nesku fréttastofnunina Tanjug
um að hafa leikið það vafasama
hlutverk að bera út fréttir af
flokksþingi tékkneska kommú-
nistaflokksins, sem haldið var
með leynd i Prag. Segir Pravda,
sinnar hafi kallað þingið saman.
Pravda heldur því jafnframt
fram, að Tanjug hafi heimildir
sínar eftir leynilegum útvarps-
sendingum frá Prag, sem skýrðu
frá hinni nýju forystu. Segir
Pravda að lokum, að hinir nýju
leiðtogar séu annálaðir endur-
skoðunarsinnar og hafi oft sýnt
tilburði til gangbyltingar.
Skothríð í prag í fyrri-
nótt
Aðfaranótt laugardags heyrð-
ist áköf vélbyssuskothríð í mið
borg Prag, og samkvæmt frétt-
um frjálsra útvarpsstöðva voru
margir drepnir á Wenceslatorg-
inu. Útvarpið tilkynnti, að 61
hefði látið lífið frá upphafi inn-
rásarinnar, og séu mörg börn
meðal hinna látnu. Hafi bryn-
vagnar innrásarherjanna ekið yf
ir þau.
ritstj. ÖRN EIÐSSON II Þl n n R
Ungverjar
Franmald ai 1. síðu.
vart afstaða Johnsons, en það
sé hins vegar hlálegt, að stjórn
málaleiðtogi sósíalistísks
lands, skuli fordæma annað só
síalistískt land, sem geri
skyldu sína.
Eins og' margoft hefur verið
skýrt frá hér á íþróttasíðunni
hefjast XIX. Olympíuleikar
vorra tíma í Mexíkóborg 12.
október næstkomandi. Margar
þjóðír hafa nú þegar tilkynnt
fjölda keppenda sinna og er
búizt við metþátttöku, bæði
hvað viðkemtir fjölda þjóða*
og þátttakenda.
íslenzka olympíunefndin hefur
tilkynnt þátttöku í þremur íþrótta
greinum, frjálsum íþróttum,
sundi og nú síðast í lyftingum
eftir hinn ágæta árangur Óskars
Sigurpálssonar, sem nú er í
keppnisför á Norðurlöndum.
Lágmörk voru sett í tveimur
fyrstnefndu greinunum fyrir
væntanlega fulltrúa íslands á
þessari miklu íþróttahátíð, en sá
viðauki er þó við þau lágmörk,
að ekki er öruggt um þátttöku
alls íþróttafólks, sem nær lág-
mörkunum. Þetta hefur valdið
mikilli gremju íþróttafólksins og
ekki væri það gott til afspurnar
ef t. d. 8 næðu lágmörkum, en
5 eða 6 yrðu sendir. Slíkt er ekki
til að auka áhuga og samheldni
innan íþróttahreyfingarinnar. í
næstu viku mun Olympíunefnd
in íslenzka koma saman og á-
kveða þetta og er vonandi, að
hægt verði að senda alla sem ná
lágmörkum. Heyrzt hefur jafnvel
um nokkra aðila, sem hefja muni
samskot, ef Olympíunefndin
treystir sér ekki til. að tilkynna
þátttöku allra, sem ná áðurnefnd
um lágmörkum. Þess skal getið,
að lágmörkin eru ekki létt og í-
þróttafólk sem nær þeim er
vissulega boðlegt til keppni á
Olympíuleikum, áð vísu ekki til
að keppa um verðlaunasætin, en
árangur getur verið góður, áður
en til slíks kemur.
Hver verður
íslandsmeistari?
íslandsmótinu í 1. deild í
knattspynru lýkur nú um helgina.
í dag kl. 4 leika Akureyringar
og Vestmannaeyingar í Eyjum
og KR og Keflvíkingar í Kefla-
vík og annað kvöld leika Vaiur
og Fram á Laugardalsvellinum.
Hugsanlegt er, að leikur Akur
eyringa og Vestmannaeyinga
hafi farið fram í gær.
Staða KR-inga er langbezt og
allar líkur benda til þess, að þeir
hljóti hinn eftirsótta titil að
þessu sinni. Þegar keppnin var
hálfnuð voru Akureyringar sigur
stranglegastir, en þeim hefur
gengið illa í síðari umferðinni
og töpuðu síðustu tveimur leikj-
um sínum, báðum á heimavelli.
KR-ingum nægir jafntefli við
Keflvíkinga annað kvöld til að
sigra, en tapi þeir og Fram
vinni Val verða Fram og K R
jöfn að stigum og verða að leika
aukaleik um íslandsmeistaratit
ilinn. Við birtum hér stöðuna í
■L^deild fyrir síðustu leikina.
K R
Fram
Akureyri
Valur
Vestm.
Keflavík
ráðherra og Frantisek Kriegel Þetta er aðalleikvangur XIX. Olympíuleikjanna í Mex’ikóborg, þar sem keppt verður í frjálsum íþróttum og setningarathöfnin f(jr
innanríksráðherra. fram. Leikvangurinn er nú alveg tilbúinn.
25. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ %%