Alþýðublaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. september 1968 — 49. ág- 177. tbl.
INN EFNAIÐNAD
Heimsókn
Aga Khan
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, st'm
annast störf utanríkisráú-
herra í f jarveru Emils Jóns
sonar, er hér ásamt Sadr-
uddin Aga Khan í hófi sem
haldið var í ráðherrahú-
staðnum í gærkvköld.
IðnaðarmálaráðheiFa, Jóhann Hafstein, er nú far-
inn til Sviss til viðræðna um moguleika þess að
framhaldsbyggingu álbræðslunnar í Straumsvfk
verði hraðað, eftir að fyrsta áfanga byggingarinnar
lýkur. Þá mun einnig fara fram í Sviss sérfræðinga-
fundur um möguleika þess að byggð vterði vítissóta
verksmiðja við Straumsvík, sem ynni úr salti frá
sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi, ef af stofnmi henn-
ar yrði. Þá er einnig rætt um möguleika á vinnslu
úr hrááli hér, eftir að Stramnsvíkurverksmiðjan
tekur til starfa.
Fréttatilkynning frá iðnaðar
málaráðuneytinu um þessi
mál var gefin út síðdegis í
gær, og er hún á þessa leið:
„Iðnaðarmjálaráðherra, Jó-
liann Hafstein, fór utan í morg-
un til Sviss. Ráðherrann mun
dvelja nokkra daga í Ziirich, en
þar verður næstkomandi mánu.
dag haldinn stjórnarfundur í
íslenzka áifélaginu, ISAL h.f.
Ráðherrann mun ræða við aðal-
forstjóra og framkvæmdastjóra
WW%WW%WWMW»VW»MW
Rússar heimta
bætur vegna
innrásarinnar!
Að sögn Newsweek hafa
Sovétríkin krafið Tékka
um 50 milljónir dollara
vegna kostnaðar við innrás
ina. Tékkar eru aftur á
móti, að undirbúa gagn
kröfu vegna skemmda af
völdum innrásar'nnar —
vegskemmda, skemmda á
ræktuðu landi, rúðubrota
og skemmda á símaleiðsl-
um svo dæmi séu nefnd.
Álitið er að reikningarnir
muni upphefja hvor ann-
an þegar gengið verður til
samnjnga. Þá seg r News-
wéek að Sovétríkin séu
reiðubúin að lána Tékkum
62 milljónir dollara eftir
að þeir hættu við lántöku
í Vestur-Þýzkalandi. Tékk
ar ætluðu upphaflega að
biðja um 400 milljóna doll
. ara lán.
ÁMMMMMMMMMMMMMMÚ
svissneska álfélagsins, „Alusu-
isse”, um möguleika til þess að
hraða framhaldsbyggingu ál-
bræðslunnar í Straumsvík, eftir
að fyrsta byggingaráfanga (30
þús. tonna framleiðsla) verður
náð, sem ráðgert er, að verði
1. september 1969, og verk.
smiðjan hefji þá rekstur. Yrði
þetta þá í tengslum við aukinn
hraða 'á virkju'narframkvæmd-
um við Búrfell, en þessi mál
hafa áður verið til athugunar
milli aðila.
Aðrir iðnþróunarmöguleikar
verða einnig ræddir. í sambandi
við dvölina í Ziirich hefur ráð-
herra stofnað til sérfræðinga-
fundar um hugsanlega mögu.
leika til þess, að byggð yrði vít-
issótavérksmiðja við Straums-
vfk, sem myndi vinna vítissót-
ann úr salti frá sjóefnaverk.
-smiðju rí hvedasvæiÞnu í á
Reykjánesi, ef slikt iðjuver yrði
reist þar. Af hálfu íslendinga
JSitja þennan fund Steingrímur
Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarráðs ríkisins,
Eirikur Briem, framkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar og efna-
verkfræðingarnir Baldur Lín.
dal og dr. Vilhjálmur Lúðví-ks-
son. Þetta er framhald sams
konar fundar, sem haldinn var
hér í Reykjavik í byrjun júlí
í sumar með sérfræðingum frá
Alusuisse. Mál þessi eru enn á
frumstigi, en kapp er lagt á að
hraða rannsókn eftir föngum.
Einnig eru til umræðu mögu-
leikar á vinnslu úr hrááli hér,
eftir að starfsemi álbræðsl-
unnar hefst, en hér hefur und.
anfarið verið í heimsókn sér-
fræðingur á því sviði, frá sviss-
neska álfélaginu og vinnur hann
að athugun málsins í samráði
við Iðnaðarmálastofnun íslands
og ISAL, vegna jslenzkra hags-
muna.
Iðnaðarmálaráðherra mun
einnig í þessari ferð hitta að
máli svissneska ráðherra í
Bern.’V
VEDUR HAMLAR BJORGUN
TOGARANS SURPRISE
í gær var vonzkuveður á þeim
slóðum, þar sem hafnfirzki
togarinn Surprise strandaðj á
fimmtudagsmorgun. Yfirmenn
skipsins hafa far'ð út í togar
ann síðan strandið varð. Halda
þeir uppi eðlilcgum þrýstingi
á gufukatli lians og eru tilbún
ir að keyra vélina, livenær
sem t'r.
Ægir er staddur nálægt
strandstaðnum, en hann hefur
enn ekki getað aðhafzt ne tt
t’l að koma togaranum á f'ot
aftur vegna veðurs. í gærmorg
un var stormur á strandstaðn-
um, suðaustan 8—9 vindstig.
Ægir færði sig nær togaran-
um í gærmorgun, en þá hvessti
meira af suðaustri og varð því
að hverfa frá togaranum aft-
ur. Heldur lygnara virtist vera
eystra, þegar líða tók nær
kvöldi í gær, en ekki bjóst
Landhelg sgæzlan við því í
gær, að unnt yrðj að ná tog-
aranum út í nótt: Fer það eftir
veðrinu, hvenær unnt verður
að hefja tilraunir við að ná
Surprise á flot á ný, en eins
og áður segir eru vélar hans
tílbúnar, hvenær sem færi
gefst.
Sjópróf vegna strandsins
<geta ekki haf zt, fyrr en yfir-
menn sk'psins koma að austan
til Hafnarfjarðar.
. mor
Oðinn aðstoðaði
hafrannsóknarskip
íslenzku varðskipin gæta
ekki aðeins öryggis ís.
lenzka síldveiðiflotans í Norð-
urhöfum. Það kom glögglega
í Ijós í gær, þegar varðskip-
ið Óðinn kom nauðstöddu
norsku hafrannsóknarskipi
til hjálpar, en það hafði
fengið flotvörpuna í skrúf-
una. Má’ því með sanni
segja, að það hafi verið -
heppilegt, að björgunarslcip
var ekki langt undan, sem
gat komið til hjálpar.
Norska hafrannsóknarskip.
ið G. O. Sars var á veiðum
vestnorðvestur af Bjarnarey
í gær með flotvörpu, þegar
það fékk hana í skrúfuna.
Skipsmenn á hinu norska
skipi náðu sambandi við ís-
lenzk'a varðskipið Óðin og
kom hann þegar til hjálpar.
Losuðu froskmenn varð-
skipsins vörpuna af skrúfu
norska skipsins.
í gær var gott veður á
þessum slóðinn. Óðinn fór í
gærkvöldi aftur á slóðir ís.
lenzka síldveiðiflotans og
fylgir honum eftir.
mmmmmmmmmmmm%mmmmmmm»mm»m%»mmmmmmmw