Alþýðublaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 6
PÁLL LÍNDAL, BORGARLÖGMAÐUR:
Staðreyndir um
Landsbókðsafnsins
FYRIR skömmu var stuttlega
á það bent' opinberlega, að ekki
hefði komið fram í ræðu, sem
menntamálaráðherra flutti á
150 ára afmæli Landsbóka.
safnsins, hver hefði látið í té
lóð þá', þar sem gert er ráð
fyrir byggingu nýs safnahúss,
þ. e. byggingar fyrir Landsbóka-
safn og Háskólabókasafn sam-
eiginlega. Þetta varð til þess, að
ýmsir álitu, að hér væri um að
ræða lóð, sem ríkið hefði þeg-
ar ráð á. Svo var þó engan veg.
inn, heldur lóð, sem borgarráð
Reykjavíkur ákvað að gefa kost'
á' í tilefni af hinu merka af-
mæli. Að sjálfsögðu bar ráð-
herra engin skylda til að nefna
þetta, en vegna misskilnings,
sem risið hafði, þótti rétt að
geta þessa. Hér var líka um að
ræða ráðstöfun á sjðustu lóð
Reykjavíkurborgar á Melunum
undir stórbyggingu, að stærð
15000 ferm. Hún takmarkast í
stórum dráttum af Birkimel,
Hringbraut, íþróttavellinum og
lóð Hótel Sögu. Þeir, sem
þekkja til lóðaverðs i Reykja-
vík geta farið nærri um verð.
mæti þessarar lóðar og munu
telja, að um sé að ræða álitlegt
framlag borgarinnar til bóka-
safnsmála landsins í heild.
Ekki fæ ég séð, að á neinn sé
hallað, þótt bent só á þetta,
enda var algerlega áreitnislaust
greint frá staðreyndum.
Svo er ekki að sjá, að allir
telji að skýra megi frá slíkum
staðreyndum, því að mikið upp-
þot varð hjá Alþýðublaðinu af
þessu tilefni og sett upp feit-
letruð rammagrein, þar sem ó.
maklegar hnútur eru í garð
borgaryfirvalda. Er þar haldið
fram, að lóðarumsókn mennta-
málaráðuneytisins v/safnahúss-
ins hafi legið óafgreidd hjá
borginni, hvorki meira né
minna en ellefu ár. Er lesendum
ætiað að botna á þá leið, að
sennilega væri húsið risið, ef
þetta tómlæti hefði ekki komið
til. Ella væri hnútan ástæðu-
laus.
Blöðum hættir því miður oft
til þess að rjúka upp með full.
yrðingar, sem sér eiga litla stoð
eða enga, af því að þau hirða
ekki um að leita upplýsinga hjá
réttum aðilum. Ef blaðið hefði
Ieitað fyrir sér hjá þeim, sem
gerst mega vita, þ. e. háttv. ráð-
herra eða ráðuneyti hans eða
borgarskrifstofunum, hefði
ekki þurft að koma til þessa frá-
leita misskilnings.
Sannleikurinn er nefnilega
sá, að umrædd lóðarumsókn
ráðuneytisins var endanlega af-
greidd haustið 1961, og það í á.
heyrn alþjóðar, þ.e.a.s. á 50 ára
afmælishátíð Háskólans.
Með bréfi 1957 og 1959 hafði
ráðuneytið óskað þess, að safna-
húsbyggingu yrði úthlutað lóð á
tilteknu svæði sunnan íþrótta-
vallarins á Melunum. Um þær
mundir voru umræður um
stækkun háskólalóðarinnar
vegna framtíðarþarfa Háskól-
ans. Varð það niðurstaðan, að
Reykjavíkurborg gaf Háskólan-
um á 50 ára afmæli hans 1961
kost á eða fyrirheit um 100
þús. fermetra land í nágrenni
þáverandi lóðar Háskólans, þar
með talið allt land, sem borgin
hafði þá til ráðstöfunar á Mel-
unum, sem svo eru kallaðir.
Innan marka þessa lands var
einmitt sú lóð, sem ráðuneytið
hafði sótt um undir safnahús.
Þar sem háskólinn heyrir
undir ráðuneytið og safnahúsið
er vissulega háskólastofnun,
töldu borgaryfirvöld, að með
þessari miklu gjöf, væri lóðar-
umsókn ráðuneytisins afgreidd,
enda ekkert til fyrirstöðu af
þeirra hálfu að staðsetja safna-
húsið á þeim stað, sem um var
beðið. Ég leyfi mér að halda
þvj fram, að ráðuneytið hafi
einnig litið svo á, ella hefði
það áreiðanlega gengið eftir
frekara svari.
Nú víkur sögunni austur í bæ.
Þegar sýnt var, að stefnt yrði
að stofnun nýs miðbæjar austan^.
Kringlumýrarbrautar, hófust
viðræður um það, að ríkisút.
varpið, sem fengið hafði fyrir
mörgum árum fyrirheit um lóð
á Melunum, fengi á staðinn lóð
þar eystra. Varð um það sam-
komulag fyrir ekki mjög löngu.
Er nú unnið af kappi að skipu-
lagningu nýja miðbæjarins, og
má vænta þess, að ekki muni
líða mjög langur timi, þar til
hægt muni að hefja þar bygg-
ingar.
Við þetta Iosnaði lóð, sem
margir hafa sótt eftir. Meðal
þeirra, sem þar komu til, var
landsbókavörður, er taldi þessa
lóð henta mun betur en lóð í
miðbænum nýja, sem nefnd var
sem möguleiki. Var málið rætt
í skipulagsnefnd og borgarráði
óformlega og samstaða þar um,
að rétt væri að gefa kost á lóð.
inni undir safnahús. Með bréfi,
dags. 27. maí sl. sótti mennta-
málaráðuneytið um lóð á Melun-
um undir safnahús Var málinu
vel tekið og það afgreitt af rétt.
um aðilum, en rétt þótti að bjða
með formlega tilkynningu, þann.
ig að hún kæmi fram á 150
ára afmæli Landsbókasafnsins,
en hún var í bréfi borgarstjóra
til menntamálaráðuneytisins,
dags. 31. júlí s.l., og fól í sér
úthlutun þeirrar lóðar, sem áð-
ur getur.
Þetta er nú orðið lengra mál
en ætlað var, en að gefnu til-
efni frá Alþýðublaðinu hef ég
ekki talið annað fært en verja
nokkru rými til að skýra það.
Oft er kvartað um, og það með
réttu, að almenningur fylgist'
lítið með gangi opinberra mála
og séu embættismenn ekki mik-
ið fyrir að upplýsa þau. Ég hef
því talið skyldu mína að bæta
úr> þessu takmarkaða sviði með
því að upplýsa tvær staðreynd.
1. að Reykjavíkurborg hefur
sýnt Landsbókasafni ís-
lands virðingu sína og
þökk á 150 ára afmælinu
með því að úthluta undir
safnahús einni eftirsóttustu
og verðmestu lóð í Reykja-
vík. i
2. að umsókn menntamála-
ráðuneytisins frá 1957 og
1959 um lóð undir safnahús
var fullsvarað árið 1961, og
aldrei síðan gengið e'ft:r
frekari svörum við því er-
indi, sem þá var flutt.
í sjálfu sér skiptir ekki öllu
máli, hver lætur hvað í té, þegar
x hlut á slík merkisstofnun, sem
Landsbókasafn er ásamt Há-
skólabókasafni. Aðalatriðið er,
að allir þeir, sem bókum unna,
en það eru vonandi allir ís-
lendingar, leggi sig af alefli
fram, þannig að sem fyrst megi
rísa hin mikla menningarstofn-
un, safnahúsið nýja á Melunum.
íþróttir
Framhald 'af bls. 7.
HÁSTÖKK :
1. Ólafur Guðm. K
2. Bjarni Guðm. K
1,64
1,59
KÚLU^VARP :
1. Jens Kristjánsson, D 11,25
2. Páll Ólafsson, D 10,62
KRHJGLUKAST:
1. Jens Kristjánsson, D1 37,49
2. Páll Ólafsson, D 33,17
SPJÓTKAST:
1. Bjarni Guðm. K 42,48
2. Páll Ólafsson, D 34,10
LANGSTÖKK :
1. Páll Ólafsson, D 6,00
2. Bjarni Guðm. K> 5,95
Stig féllu þannig:
Umf. Dagsbrún 87 stig
Umf. Kormákur 59 stig
Umf. Víðir 10 stig
Umf. Dagsbrún varðveitir
næsta ár bikar, sem Verzlun
Sig. Pálmasonar á Hvamms.
tanga gaf til þéssa móts.
F. h. íþróttanefndar.
PÁLL ÓLAFSSON,
Reykjaskóla.
Aga Khan og
flóttamannahjálpin
HINN 3. desember 1965 var
Sadruddin Aga Khan prins ein-
róma kjörinn forstjóri flótta.
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna af Allsherjarþinginu. Kjör-
tími hans tók til skeiðsins frá
1. janúar 1966 til 31. desember
1968. Þegar Sadruddin tók við
embættinu, lýsti hann því strax
yfir, að hanin, mundi starfa í
sama ópólitíska mannúðaranda
og fyrirrennarar hans (Hollend-
ingurinn dr. G. J. van Heuven
Goedhart frá 1951 til 1956, og
Svisslendingarnir dr. August
Lindt 1956—1961 og Felix
Schnyder 1961—1965).
í rúm þrjú ár hafði Sadrudd.
in prins verið aðstoðarforstjóri
flóttamannahjálparinnar, þegar
hann var kjörinn í embætti for-
stjórans. Á því skeiði tók hann
fyrst og fremst þátt í starfsemi
flóttamannahjálparinnar í Af-
ríku og Asíu þar sem stöðugt
voru að koma upp ný aðkallandi
vandamál. Um þetta leyti var
eitt af meginverkefnum flótta-
mannahjálparinnar stórfelld að
stoð við flóttamenn frá_ Alsír i
Túnis og Marokkó, og var sú
aðstoð veitt í samráði við Al.
þjóðarauðakrossinn og samsvar-
andi samtök í löndum Múham-
eðstrúarmanna, Alþjóða-hálf.
mánann. Sadruddin prins átti
veigamikinn þátt í samningavið-
ræðunum sem leiddu til þess,
að flóttamannahjálpin var beðin
að starfa með fulltrúum frönsku
stjómarinnar og bráðabirgða-
stjórnarinnar í Alsír í sérstakri
nefnd, sem hafði eftirlit með
heimsendingu 180 þús. þessara
flóttamanna. Það gerðist á
miðju ári 1962 í sambandi við
Evian.sáttmálann.
Sem aðstoðarforstjóri flótta-
mannahjálparinnar átti hann
þátt í að undirbúa heimkomu
flótamannanna og stóð í stöðugu
sambandi við ríkisstjórnirnar í
Marokkó og Túnis og við alsír.
sku leiðtogana. Hið mikilvæga
hlutverk, sem flóttamannahjálp
inni var fengið í þessu sam-
bandi, fyrst í beinni aðstoð við
flóttafólkið, en einkanlega með.
an á heimsendingu þess stóð,
hafði í för með sér fyrstu meiri
háttar viðurkenningu utan Evr-
ópu á ópólitísku mannúðar.
stal'fi 'flóttamannalijájpnrinnar,
Eftir þetta starfaði Sadrurrín
sama ópólitíska omamnúðaraínda
Mið. og Vestur-Afríku, þar sem
flóttamannahjálpin hefur mörg
járn í eldinum.
Árið 1964 ferðaöist hann til
landa Rómönsku Ameríku. —
Skýrslur hans um hin alvarlegu
vandamál margra aldurhniginna
flóttamanna, sem fluttust yfir
hafið, þegar þeir voru ungir og
heilsuhraustir, en voru nú orðn-
ir gamlir og lifðu við alvarlegan
skort, leiddi til þess að flótta-
mannahjálpin jók starf sitt í
þessum heimshluta.
Árið 1965 heimsótti Sadrudd-
in Finnland, Noreg og Svíþjóð
og dró athygli stjórnvalda í
þessum löndum og ýmissa
einkaaðilja líka að hinu nýja á.
standi í Afríku og Asíu, sem
krafðist aukins átaks af hálfu
flóttamannahjálparinnar.
Áður en Sadruddin prins varð
aðstoðarforstjóri flóttamanna-
hjálparinnar hafði hann þegar
árið 1959 starfað fyrir stofnun-
ina í tilefni af alþjóðlega flótta-
mannaárinu. Hann gerði veru.
legt átak til að fá allmörg lönd:
í Asíu til að taka þátt í mjög
velheppnuðu verkefni, þar sem
yfir 70 ríki gáfu út sérstök
flóttamannafrímerki í tilefni
ársins og létu ágóðann renna
til flóttamannahjálparinnar.
Árið 1960 var Sadruddin
prins útnefndur Isérlegur ráð-
gjafi forstjóra Menningar- og
vísindastofnunar Sameihuðu
þjóðanna (Unesco) vegna fram-
kvæmdar áætlunar um að
bjarga fornminjum Núbíu und.
an væntanlegu stöðuvatni sem
Asúan.stíflan myndaði.
Sadruddin prins, sem fædd-
ist árið 1933, er sonur hins
látna Aga Khans. Hann lauk
prófi í stjórnvísindum frá' Har-
vard.háskóla árið 1954 og lagði
síðan stund á málefni Miðaust-
urlanda sem sérgrein um þriggja
ára skeið.
i
Starfsemi
flóttamannahjálparinnar
— og von hennar
Flóttamainnahjálp Sameinuðu
(þjóðanna, sem hefur aðalaðset-
ur í Genf, var sett á laggirnar
sem bráðabingðastofnun af Alls-
iierjarþingtnu og 'átti að starfa
í iþrjú ár frá 1. janúar 1951.
Síðan hefur Allkherjarþingið
endurnýjað umboð hennar
þri'svar —■ fimm ár í isenn —
og rennur þriðja tfimm-ára
Iskeiðið út í árslok 1968.
Mesta flóttarriainnavandamálið
á stanfssviði ‘stofnunarinnar var
frá upphafi í Evrópu í kjölfar
seifini 'heiirnsstotrjaldar. Nú er
það fyrst og fremst Atfríka sem
hrópar á hjálp. Talið er að í
Afríku séu eins og stendur
850^000 flðttamc^in. Af þeim
’hafa 500.000 notið aðsfcoðar flótta
mann aiij álparinnar til að hefja
nýtt líf.
Sáttmálinn frá 1951 um stöðu
flóttamanna telur xipp réttindi
flóttamanns í griðlandinu, t. d.
að því er varðar trúfrelsi, að-
gatng að dómstólum, launuð
störf, ókeypis skólagöngu og
félagslegt öryggi. Nú þegar hafa
53 riki gerzt aðilar að þessum
sá^ttmála, og grundvaillaratriði
Framhald á bls. 11.
g 7. sepí'. 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ