Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3
29- september 1968 ALÞÝÐUBLAÐIB 3 komin í Hamra- hlíðarskólann Menntaskólinn í Hamrahlíð var settur í gaer. Um 470 nem endur verða í skólanum í vet ur, e'n það eru fleiri nemend- ur en voru í menntaskóla í Reykjavík árið 1954,, eða fyrir 14 árum. Ejns og kunnugt er, var þá aðejns einn mennta- skóli í Reykjavík. í vetur verð ur haldið áfram þeirri tilrauna starfsemi í kennslumálum, sem fram hefur farið í skólan um frá stofnun hans. Starf- ræktar verða í vetur forn- máladeild, tvær nýmáladejld- ir, stærðfræðide-ld og nátíúru fræðideild við Menntaskólann í Hamrahlíð, en það eru kjör- greinar, sem ráða deildaskipt ingu. Vjð setn ngu Menntaskólans í Hamrahlíð í gær var vígð mynd eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara. Mynd þessi heitir Öldugjálfur. Reykjavík- urborg gaf skólanum Öldugjálf ur á stofndegi. Borgarstjóri afhenti þá Guðmundi Arnlaugs •---------------------------< Athugasemd frá Þjóðleikhúsinu ERUMSÝNINGAR í BÁÐUM LEIKHÚSUNUM SAMTÍMIS Frétt undir þessari fyrirsögn birtist í Alþýðublaðinu á dögun- um og var í henni réttilega skýrt frá málavöxtum. Daginn eftir kom svo atliuga- semd frá Leikfélagi Reykjavíkur, í tilefni áðurnefndrar fréttar, sem ég undirrituð vildi mega gera smá athugasemd við, en þar segir m.a. „Reynt var þrívegis að fá forráðamenn Þjóðleikhúss- ins til að breyta sínum frumsýn- ingardegi eftir að hann fréttist, en það reyndist ekki unnt.” Um þetta leyti var Þjóðleik- hússtjóri erlendis, þannig að forráðamenn Þjóðleikhússins voru Þjóðleikhúsráð og undir- rituð. Leikfélag Reykjaví.kur hafði EKKI samband við for- mann Þjóðleikhúsráðs, en Sveinn Einarsson leikhússtjóri hringdi í mig EINU SINNI, ekki man ég hvaða dag, en það var EFTIR að Þjóðleikhúsið var búið að senda út boðsmiða á umrædda frum- sýningu. Ég sagði leikhússtjóran- um, að Þjóðleikhússtjóri hefði gengið ákveðið frá' þessum frum- sýningardegi áður en hann fór til útlanda 10. september, enda hafði hann þegar tillcynnt hann á fundi með leikurum og starfs- fólki 2. september, og var öll vinna skipulögð með þann dag í huga. Við gátum ekki breytt þeirri ákvörðun eins og á stóð, þótt við værum öll af vilja gerð og sæjum að óheppilegt værj Framhald á 14. síðu. synj rektor gjafabréf vegna myndarjnnar, en hún hafði þá ekki verið steypt í kopar. Myndin var síðan steypt í Noregi skömmu síðar. Skól- inn lánaði myndina í sýnjng- arskála Norðurlanda á heims- sýningunni í Montreal á fyrra ári. Var hún send beint frá Noregi til Montreal. Nú hefur hún hjns vegar verið sett upp í garði Menntaskólans í Hamra hlíð, þar sem hún á að standa í framtíðinni. Garður þessi verður 'nngarður, en enn hef ur ein álma bygg'ngarjnnar, sem mun umlykja garðinn, ekki verjð byggð. Mynd þessa tók ljósmyndari Alþýðublaðsins af Öldugjálfri í gær. Mánudaginn 30. sept. hefjast í Tjarnarbæ, á vegum lelkfélagsins Grímu, sýningar á leikritinu „Velkomin til Dallas, mr. Kennedy“ eftir Danann Kaj Himmelstrup. Þetta leikrit er Það fyrsta af svo- kölluðum staðreyndaleikritum (sitatspil), sem sýnt er hér á landi. Það er byggt á skrifum um morðið á John F. Kennedy Bandaríkja forseta. Úlfur Hjörvar þýddi leikritið og söngtextana, en leikstjóri er Erþngur Halldórsson og Arn- 'hildur Jónsdóttir er aðstoðar- 'leikstjóri. Atli Heimir Sveinsson hefur samið lög við söngvana, og mun hann og Pétur Östlund leika á ýmis hljóðfæri á sýningunum. Leikararnir eru fjórir og fara Iþeir með mörg hlutverk hver. Sigurður Karlsson leikur Mann inn, Helga Hjölvar leikur 1. konu, Bríet Héðinsdóttir leikur 2. konu, en Auður Guðmunds- dóttir leikur 3. konu. Guðmundur Ármann og Magn ús Tómasson aðstoðuðu við gerð leikmynda. Búningana Höfundur tón■ listargreinar Þau lejðu mistök urðu í blað- inu í gær, að niður féll nafri tónlistargagnrýnanda blaðsins — er þar ritaði um fyrstu tón- lejka Sinfóníuhljómsve tarinn- ar á þessu starfsári. Undir grein inni átti að standa Egill Frið- leifsson, en hann hefur tekið að sér að r ta reglulega um tón list fyrir Alþýðublaðjð. Blað- ið biður Egil og aðra velvirð- ingar á þessum mistökum, sem leiðréttast hér með. saumaði Messiana Tómasdóttir. Tæknilega aðstoð við útbúnað á sviði veitti Baldvin Jóhannes son, verkstjóri hjá Landssíma íslands og S gurjón Jóhannsson hjá Filmum og vélum. HafnarfjÖrður Aöalfundur F.U J. í Hafnarfirði verður lialdinn n.k. þriðju- dag 1. okt. os hefst kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. FUJ AKRANESI Aðalfundur Félasrs ungra jafnaðarmanna á Akranesi verð- ur haldinn næstkomandi þriðjudag, 1. október, kl. 8,30 síðdegis. Örlygur Gejrsson, framkvæmdarstjóri Alþýðuflokksins, mætir á fundinum. Auk þess verða venjuleg- aðalfundarstörf. NÝÍSLENZK STAFSETNINGAR ORÐABÓK Með skýringum Eftir Dr. Halldór Halldórsson kemur á markaðinn 10. okt. n.k. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.