Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 29- september 1968 Rætt við Guðjón Hjörleifsson skipstjóra s * * — Þú varst búinn að lofa að ségja mér eitthvað meira frá Iþeim árum er þú stundaðir sjó. toæði á mótorbátaöldinni og síð- lar. Hvað varstu lengi við sjó- mennsku? — Víst um 40 ár. — Og lengst af formaður og skipstjóri. — Já, ég varð fljóttega for- maður. Annars byrjaði ég að róa, þegar ég var 12 ára á mótorbátnum Sveini. Formaður var Bjami Hávarðsson. Eg fór bara í þá róðra er vantaði mann, en þetta varð töluvert ævintýri. Einu sinni lentum við norður á Héraðsflóa. Við vorum þar með linu. í iþeirri ferð komum við í Bjarnarey, en þá var ekki Ibúið þar. Samt hafði verið leg- ið þar við um sumarið, líklega við ernbvem veiðiskap, og dúnn var birtur úr æðarvarpinu. Við sáum þama tvær byssur. Menn- irnir höfðu víst farið um morg- uninn þann dag sem við kom- um. Við fundum egg í dunk og Þessi mjmd sýnir Guðjón rétt innan við tvítugt, en hann varð fonmaður rúmlega tvítugur. Gu^jcn Hjörleifsson. tókum nokkur þeirra, en skild- um eftir aura í staðinn. Erind- ið í land var að ná í vatn, okk- ur hafði tæmzt það í útivist- inni. Æðarkollumar á eynni voru svo spakiar að við máttum vara okkur á að stíga ekki of- an á þær. Árið eftir var ég svo með Bjarna á mótorbátnum Haka, sem þeir keyptu þá um vorið Magnús Hávarðsson, Jón Sveinsson, Jón Benjamínsson og Bjarni. Var eiginlega landmað- ur, við að toeita og þess háttar, en reri með þegar mann vant- aði. Þá fór ég einu sinni með Iþeim til Eskifjarðar að sækja loðnu. Það var auðvitað mikill lystitúr fyrir strák um ferm- ingu. Það veiddist mikil loðna á Reyðarfirði þá um sumarið og þótti feiknar góð til beitu. — Þar með var ráðið að þú færir að stunda sjóinn. — Já. það var nú ekki um margt að ræða. Svo var ég á ýmsum bátum næstu ár, en árið 1912 var ég með Bjarna Hávarðs- syni á Stellu, þá nítján ára. og svo fórum við yfir á Herkúles. Eg var með Bjarna á þeim báti 1913 líka. — Hvenær varðstu formaður fyrst? — Og ég byrjaði nú ungur á þvf. Árið eftir þetta, 1914, var ég með Tómasi Sigurðssyni á Sæfara, en hann meiddist og ég tók við bátnum. eins og ég sagði þér frá seinast. Það var fyrsti báturinn sem ég var með sem formaður. — Árið eftir var ég svo með Sæbjörgu, tók við iSnorra 1916 og var með hann ií þrjú ár, en 1918 var ég stýri- maður á póstskipinu Regin. Þá var ég búinn að taka fiski- mannaprófið frá Stýrimiannaskól anum í Reykjavik. — Hvemig var nú aðbúnað. urinn á mótorbátunum? Hvem- ig voru þið klæddir? — Já, úniformið eins og ég kallaði það, það vom gráar trollarabuxur, tolá peysa, og ef tolíðurnar vildu gefa okkur slifsi um hálsinn þá var það náttúr- lega ágætt. Þar utan yfir ‘höfð- um við svokallaðar doppur, síð- ar og þykkar. sem við steypt- um yfir okkur. Yzt fata vom svo isjóklæðin. Samt urðum við stundum rennandi blautir inn að skinni í gegnum þetta allt saman, j'afnvel þótt maður væri með sjóhatt og í sjóstakk. Að mat vorum við sæmilega búnir líka. Eg sagði þér víst seinast að við höfðum alltaf með okkur ‘kartöflur til þess að geta soðið fisk og kartöflur. En ekki dugði ief við lentum í hrakningum og gátum ekki lagt línuna. Þess vegna höfðum við alltaf með okkur færi til að draga ökkur fisk, ef með þyrfti. Annars var matarkassi alltaf með, og í honum brauð og smjör, kjöt, harðfiskur, kex og ýmislegt fleira. Af hjálpartækjum höfðum við ekki mikið.. Það var siglt eftir miðum, en þau sáust. oft ekki af því hve þokusamt er við Austfirði. Eg held gömlu menn- 'imir hafi siglt mest eftir til- finningu. Maður hafði úrið og svo komu áttavitar, en þeir voru allir vifclausir fyrst. — Þú varst heppinn á þínum formannsárum, varðst aldrei fyl-ir neinum óböppum? — Nei, ég lenti aldrei í nein- um skipstapa. Fg fór aldrei ver út úr því en að fá illviðri og þurfa að berjast við veðrið og sjóganginn til að komast í land. Eg lenti nokkrum sinnum í því að ég fékk ekki neinn til að leysa mig af við stýrið. Ég hafði alltaf brennivínsflösku með mér, — geymdi hana í sokkunum mfn- um sem ég hafði til vara, svona til að smakka á, ef gerði mik- inn kulda, sérstaklega þegar við vorum að koma upp undir land, þá var gotf að geta tekið úr sér hrollinn með því að fá sér pínu- lítið brennivín í heitu vatni. — Ég hafði flöskuna bara í koj- unni. Einu sinni þegar við vor- um farnir að nálgast landið og gert hafði snarvitlaust veður með kulda vildi ég fá einhvern mannanna til að leysa mig af við stýrið. Einum þeirra þótti gott í staupinu og ég bjósf við að hann mundi fást til að leysa mig af, ekki sízt af því að þá fengi hann áreiðanlega lögg úr flö&kunni. En hann þverneitaði. Eg mátti standa við stýrið — og ekkert stýrishús — alla leiðina, það voru 14 eða 16 tímar. En á eftir sagði þessi maður, að þetta hefði verið versta veður sem hann hefði lent í. — En urðu ekki nokkrir skips tapar á þessum árum? — Ekki mjög margir. Ég gat um Víkinginn og Sæfarann um daginn. Svo fórst bátur frá Mjóa- firði. Það var upp undir landi. Það var haldið að hann hefði rekizt á rekatré og brotnað. — Henný strandaði í Borgarfirði eystra. Og svo fórst Báran. Ég varð meira að segja til að flytja í land fréttirnar af því slysi. — Segðu mér hvernig það at- vikaðist. — Eigandi Báíu var Ingvar heitinn Pálmason alþingismað- ur. Hún fórst beint út af Norð- firði, út á Húnavík, sem þeir kalla. Ég var þá með Sæbjörg- ina, þetta hefur verið 1915. Það var anzi vont veður, suðaustan rok og svarta þoka. Við vorum með 14 bjóð sem kallað var, en lögðum bara tíu. Ég var uppi og passaði baujuna, ég gerði það Guðjón Hjörleifsson. ævinlega þegar vont var eða svarta þoka. Mótoristinn var uppi líka, og þá sjáum við hvar Báran kemur og fer fram hjá’, rétt hjá okkur, og við erum að tala um það hvort þeir á Bár- unni ætli virkilega að leggja í þessu veðri. En hún hvarf undir eins út í sortann og við sáum ekkert meira af henni. Nú leið og beið, við iágum þarna yfir línunni nokkra klukkutíma, lík- lega þrjá, og þá fór að batna veðrið, það fór að birta upp og gekk þá í suðvestrið og upp úr þessu gerði bezta veður, bjart og þokkalega kyrrt. En þá sá- um við hvergi Báruna. Við lögð- um svo þessi fjögur bjóð sem við áttum eftir, og fórum að draga. En þá fundum við lestarlúgu sem við héldum að væri frá Bár- unni og líka langan gogg. Þetta flaut þarna á sjónum. Þarna hef- ur hún farizt, alveg rétt hjá okkur, í svarta þoku og stórviðri. Við héldum svo í land eins og lög gera ráð fyrir, og um það bil sem við vorum að koma að, kom Ingvar niður á bryggju að spyrja okkur hvort við hefðum séð Báruna. Ég þurfti ekki að segja mikið, hann þekkti þessa tvo hluti sem við höfðum fund- ið. — En þetta haust fékk Ing- var mótorbátinn Snorra, og með hann er Bjarni Hávarðsson þá um haustið, en ég tók við hon- um næsta vor.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.