Alþýðublaðið - 04.10.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 04.10.1968, Side 1
Föstudagur 4. október 1968 — 49. árg. 200. tfal Stjórnarxneðlimir Læknafélags íslands. Frá vinst , Örn Bjamason, vararítari, Arinbjöm Kolbeins- son, íormaður, og Stefán Bogason, gjaldkeri. Mynd ina tók Bjamleifur fyrir utan Dómus Medica i gær. Afmælisráðstefna um heilbrigðismál Heilbrigðisráðstefna, haldin í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli Læknafélags íslands, hófst í Dómus Medica í gær. Var í gær haldinn fræðslufundur um liðagigt, einkum ætlaður læknum. Annar þáttur ráðstefnunnar er heilbrigðismálaráðstefna, sem fer fram í dag og á rnorgun og er þar fjallað um heim- ilislækningar í dreifbýli og þéttbýli. Sjálft afmælis- hófið fer fram á morgun. Stjórn Læknafélags íslands kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær og skýrðj þeim frá ýms um þáttum úr sögu félagsins. Rauverulegur afmæljsdagur fé- lagsins var 14. janúar sl„ en þar sem samgöngur eru erfið- ar á þeim tíma var afmælishá- tíðinni frestað þar til nú. Formlega var gengið frá stofnun Læknafélags íslands 14. janúar 1918 og vor.u 34 á stofnfundi, en stofnendur eru taldjð 62. Aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Cluð- mundur Hannesson, síðar pró fessor, en hann var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Aðr ir í stjórnina voru kjörnir Guðmundur Magnússon, gjald- keri og Sæmundur Bjarnhéð insson ritari. 5 af stofnendum félags}ns eru nú á lífi. Verkefni Læknafélags ís- lands hafa frá .upphafi verið að efla sameiningu, stéttar- .þroska og hag félagsmanna, koma fram fyrir þéirra hönd gagnvart opinberum aðilum og treysta tengsl við erlend læknafélög. Þá er það verk- efni félagsjns að stuðla að auk inni menntun lækna, glæða á- huga þeirra á öllu þvi, er lýt ur að starfi þeirra, efla sam- vinnu um allt, sem horfir til heilla í heilbrjgðismálum. Er líða tók frá stofnun Læknafélags íslands fluttust kjaramál úr höndum félagsins til hinna einstöku svæðafé- laga og aðallega til Læknafé- lags Reykjavíkur. Eru þá und anskiHn kjaramál héraðs- lækna, sem alla tíð hafa ver- ið í höndum Læknafélags ís- lands. Eitt mesta framtak félagsjns til að bæta starfsaðstöðu lækna og gefa þeim betri tæki Frh. á 2. síðu. Aðeins eitt sláturhús af 62 uppfyllir banda- rískar hreinlætiskröfur í frétt um haustslátrun sauðf jár, sem birt er annars staðar í þessu blaði, kemur fram að alls eru nú starfrækt 62 slátur. hús í Iandinu, og hefur sláturliúsum fækkað mjög síðasta áratugr. Af þessum 62 sláturhúsum eru ekki nema 17 eða rúmleg-a fjórða hvert hús sem uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til útflutnings til Bretlands, og aðeins eitt sláturhús — sláturhúsið í Borgarnesi — uppfyllir þær kröf- ur, sem Bandaríkjamenn gera til sláturhúsa. Meginþorri íslenzkra sláturhúsa stenzt sem sagt ekki lágmarksheilbrigð- < iskröfur og getur því ekki orðið um neinn útflutning að l' ræða á því kjöti, sem þar er framleitt, þótt það þyki sjálf. |i sagt nógu gott fyrir íslendingra. BYLTING ÍPERU Bylting var gerð í Perú í gær og forseta landsins, Ferriando Belaunde Terry, steypt af stóli. Þjóðlegt byltingarráð undir forystu varnamálaráðherrans, Juan Velasco Alvarado, stendur að byltingunni* Hefur hún yfirleitt farið friðsamlega fram. LIMA. — Forseta Perú, Fern- ando Belaunde Terry, var steypt af stóli í gærmorgun; forsprakki byltingarinnar er varnarmála- ráðherra landsins, Juan Velazco Alvarado, sem hafa mun herinn að baki sér. Skriðdrekar og bryndrekar umkringdu stjórnar- setrið tólf klukkustundum eftir að forsetinn hafði tekið við trúnaðareiðum sjöundu ríkis- stjórnarinnar í landinu síðan 1963. Ný ríkisstjórn undir for- ystu Miguel Nujica Gallo hafði þá tekið við völdum eftir ríkis- stjórn Oswaldo Hercelles. Snemma í gærmorgun var for- setinn leiddur út úr forsetahöll- inni og ekið í jeppa til stöðva hersins. Sagt er, að Terry forseti hafi veitt hermönnunum viðnám og verið í æstu skapi, þegar lion- um var ýtt inn í bílinn. Þá er og sagt, að andlit hans hafi ver- ið náfölt og honum greinilega brugðið. Hin nýja byltingarstjórn sendi frá sér tvær tilkynningar, er hún hafði tekið völdin í sínar hend- ur, en hvorug var undirrituð nöfnum. Stúdentar í Lima veltu bílum og kveiktu í þeim í mót- mælaskyni, er fregnin spurðist, jafnframt því sem þeir dreifðu miðum með hvatningum til gagn- Frh. á 2. síðu. OLGAN VI í MEXICO Miklar óeirðir urðu í Mexicóborg í fyrrinótt, og féllu að minnsta kosti tuttugu manns. Varnar- málaráðherra landsins hefur lýst því yfir opin- berlega, að atburðir síð- ustu daga muni ekki verða til þess, að fyrir- huguðum Ólympíuleikj- um verði aflýst. MEXICO CITY; Upphlaups- menn úr hópj stúdenta fóru með ófriðj um götur í nyrðri 'hluta Mexio-borgar í gær- kvöldi, að því er fregnir herma- Þeir kveiktu í bjfreið- um og börð.ust við lögregluna 'í óeirðum, sem kostuðu all- marga lífið. Stórir hópar stú- denta, sem hrópuðu á hefnd, brutust í gegnum þéttan varn argarð lögreglumanna um 40 kílómetra frá ólympíuþorpinu og ollu miklum spjöllum. Herljð lét til skarar skríða gegn æðandi og öskrandi múgi 15000 .upphlaupsmanna og dreifði þeim með skothríð. Nokkrir féllu og allmargir særðust. Að kvöldi var talið, að minnsta kosti 20 hefðu ver ið drepnir og 75 særðir í óeirð unum. Mest gekk á á svo- nefndu „Torgi þriggja menn- ingarforma“, þár sem efnt hafði verið til fjöldafundar, er ekkj fann náð fyrir augum hers og lögreglu. Ríkisstjórn Mexíkó gerði kunnugt eftir atburði þessa, Frh. á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.