Alþýðublaðið - 22.10.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.10.1968, Blaðsíða 9
22. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Flokksþingið telur, að nauðsynlegt sé að beita áætlunargerð og heilbrigðri skipulagningu í vaxandi mæli við stjórn efnahagsmála og að gerðar verði fleiri framkvæmdaáætlanir fyrir einstaka landshluta. Flokksþingið telur, að efla verði þær atvinnugreinar, sem fyrir eru og leggja grundvöll að nýjum og stórauka í því sambandi hvers konar rannsóknir á auð- lindum landsins og sjávarins og hagnýt- ingu þeirra. Flokksþingið telur brýna nauðsyn bera til, að haldið sé áfram skipulegum stór- framkvæmdum í húsnæðismálum al- mennings og að séð verði fyrir nýjum og auknum tekjustofnum í því skyni. Flokksþingið telur tímabært orðið að gera nýtt átak í tryggingamálum lands- manna, m. a. með setningu löggjafar um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Flokksþingið leggur áherzlu á, að áð- urnefnd atriði verði þáttur þeirra efna- hagsaðgerða, sem framundan eru, til þess að ráða bót á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að og leggja nýjan grundvöll að auknum framförum og batnandi lífskjör- um á íslandi. Stjór'nmálaflokkar og stjórnskipan. Flokksþingið telur, að íslendingar geti búið við fyrirmyndarlýðræði, þar sem þjóðin er fámenn, en vel menntuð, og hefur á að skipa margvíslegum fjölmiðl- unartækjum til upplýsingar og aðstoðar við skoðanamyndun. Flokksþingið hvetur landsfólkið til að taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna og nota þar aðstöðu sína til að hafa áhrif á stefnu og val forustumanna. Hinn tak- markaði áhugi á þessu sviði er í ósam- ræmi við fyrirmyndarþátttöku í almennum kosningum hér á landi. Flokksþingið telur rétt, að sett verði löggjöf um stjórnmálaflokka til að skil- greina þá, og tryggja með almennum á- kvæðum, að þeir séu opnir og lýðræðis- legir. Flokksþingið telur, að á næstu árum þurfi að gera margar breytingar á störf- um Alþingis. Það þarf að verða ein deild og bæta verður aðstöðu þingmanna til sjálfstæðra starfa. Lýðveldið verður á næsta áratug að reisa nýtt þinghús. Setja verður ný ákvæði um kjörgengi til Alþingis, þar sem augljósir annmarkar eru á, að ýmsir háttsettir embættismenn ríkisins bjóði sig fram eða sitji á þingi. Flokksþingið mótmælir þeim hug- myndum, að hverfa aftur að ein- menningskjördæmum, en telur geta komið til greina, að gera ýmsar breytingar á núverandi kjördæmaskipun, m. a. til að auka jafnrétti kjósenda. Flokksþingið fagnar hinni nýju stefnu sjónvarps og hljóðvarps að flytja mikið af frjálslegum skoðanaskiptum um mál- efni samtíðarinnar, en telur tímabært orð- ið að endurskoða lög um útvarp frá Al- þingi. Þingið treystir því, að þjóðfélagið geri meginstjórnmálahreyfingum kleift að halda úti málgögnum, þannig að dag- blöð verði ekki einkaeign peningavalds- ins. i Flokksþingið telur, að auka beri þjóð- félagslega fræðslu á öllum sviðum og efla áhuga æskunnar á málefnum lýðveldisins. Þingið fagnar lækkun kosningaaldurs í 20 ’ ár, sem varð fyrir frumkvæði Alþýðu- flokksins, og ítrekar tillögur flokksins um lækkun kosningaaldurs í 18 ár. UtanríkismáL Flokksþingið harmar, að í vaxandi mæli skuli gripið til vopna til að útkljá deilu- mál þjóða, en ófriður, valdbeiting og borgarastríð gerist nú æ tíðari. Flokksþingið harmar, að enn skuli þjóðir glata frelsi sínu, enn magnist að- skilnaðarstefna kynþátta og fast sé haldið í leifar nýlendustefnu. Alþýðuflokkurinn vill frelsi allra manna. Flokksþingið harmar, að Sameinuðu þjóðirnar skuli ekkj styrkjast meira en raun ber vitni og hugsjón þeirra skuli ekki njóta stuðnings voldugra stórvelda. Mannréttindaár hefur vakið athygli á, að mörg hundruð milljónir manna búa við lítil eða engin réttindi. Þingið lýsir fylgi sínu við stóraukna aðstoð við þróunarlöndin og hvetur ís- lenzk stjórnvöld til sjóðsstofnunar í þessu skyni og til meiri þátttöku í alþjóðasam- vinnu um þessi mál. Flokksþingið telur, að íslendingar eigi áfram að hafa sérstaklega náið samstarf við hin Norðurlöndin. Þingið fordæmir innrás fimm Varsjár- bandalagsríkja undir forystu Sovétríkj- anna í Tékkóslóvakíu, og átelur, að ríki, sem kenna sig við sósíalisma, skuli fót- um troða frelsi. Þingið hvetur til, að sprengjuárásum í Vietnam verði hætt, en aðilar geri friðarsamninga, og alþjóðlegt herlið taki við friðargæzlu í landinu, meðan þess er þörf. Þingið fordæmir einræði herforingja- stjórnarinnar i Grikklandi. Þingið fordæmir nýlendustefnu í öll- um myndum og hvetur til þess, að allar nýlenduþjóðir fái sem fyrst frelsi. Þingið fordæmir aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku og Rhódesíu. Þingið telur rétt, að alþýðulýðveldið Kína fái inngöngu í Sameinuðu þjóðirn- ar, en Formósa verði þar áfram. Þingið hvetur til varanlegs friðar I Austurlöndum nær, er tryggi öryggi ísra- els og opni leið eðlilegum skiptum Gyð- inga og Araba, enda komi efnahagsfram- farir í stað vígbúnaðar á þessu svæði. Flokksþingið telur, að -sagan hafi þegar sannað réttmæti þess, að Atlantshafsbanda lagið var stofnað og að eftir tilkomu þess hafi skapazt valdajafnvægi í Evrópu. Síð- ustu atburðir á meginlandinu hafa þó sýnt, að enn er þörf á bandalaginu og það verð- ur að starfa áfram, unz betra öryggis- kerfi er til að taka við af því. Þingið telur, að ísland eigi enn sem fyrr að taka þátl í starfsemi Atlantshafs- bandalagsins. Dvöl varnarliðsins er þó ó- háð þátttöku í bandalaginu og er tímabund in ráðstöfun, háð ákvörðun íslenzkra yfírvalda. En atburðir í Evrópu og stór- aukin þýðing sjóhernaðar á Norður Atlantshafi gefa íslendingum tilefni til íhugunar, og telur flokksþingið rétt, að breytingar í varnarmálum verði aðeins gerðar að vandlega athuguðu máli. Alþýðuflokkurinn leggur enn mikla áherzlu á allt það, er snertir landhelgi og verndun fiskistofna, Með tilliti til stór- aukinna veiða annarra þjóða er vaxandi þörf á því, að íslendingar fái einir rétt til fiskveiða á öllu landgrunninu. Flokks- þingið fagnar þeirri ákvörðun utanríkis- ráðherra Emils Jónssonar, að íslenzka sendinefndin á Allsherjarþingi Sameinuðu. þjóðanna skuli flytja tillögu um nýja alþjóðaráðstefnu á vegum S.Þ. um lög 'hafsins. I' \ (»■ (» \ (» (' (' } (» \ (' Fulltrúar á flokksþinginu Alþýðuflokksfélag Akraness. Hálfdán Sveinss., Skúli Þórð arson. Alþýðuflokksfélag Akureyr- ar. Bragi Sigurjónsson, Stein- dór Steindórsson, Kolbeinn Helgáson, Valgarður Haralds son. Alþýðuflokksfélag Eskifjarð- ar. Bragi Haraldsson. Alþýðuflokksfélag bakka. Vjgfús Jónsson. Eyrar- Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar. Emil Jónsson, Þórður Þórðar son, Stefán Júlíusson, Stefán Rafn Þórðarson. Kvenfélag Alþýðuflokksins Hafnarfirði. Sjgrún Gissurardóttir, Sigríð ur Erlendsdóttir, Guðrún Nik ulásdóttir, Guðrún Guðmunds dóttjr, Sigurborg Oddsdóttjr, Valgerður Ólafsdóttir. Alþýðuflokksfélag víkur. Einar M Jöhannesson. Húsa- Alþýðuflokksfélag Garða- hrepps. Viktor Þorvaldsson, Óskar Halldórsson, Páll Ásgeirsson. Alþýðuflokksfélag Grinda- víkiir. Svavar Árnáson, Alþýðuflokksfélag Hvera- gerðis. Tryggvi Pétursson. Alþýðuflokksfélag ísafjarð ar. Gunnlaugur Ó. Guðmunds- son, Magnús Reynir Guð- mundsson. Kvenfélag Alþýðuflokksins ísafirði. Hólmfríður Magnúsdóttir, Ingibjörg Finnsdóttir. Alþýðuflokksfélag Keflavík- ur. Kristján Pétursson, Ragnar Guðleifsson, Þorbergur Frið- riksson. Alþýðuflokksfélag Kópavogs. Jón Ármann Héðinsson, Ás- geir Jóhannesson-. Oddur A. Sigurjónsson, Jón H. Guð- mundsson Alþýðuflokksfélag Miðnes- hrepps. Óli Þór Hjaltason, Brynjar Pétursson, Ólafur Eggertsson. Alþýðuflokksfélag Norðfjarð ar. Garðar Sveinn Árnason. AlþýðuflokksfélaS fjarðar. Ólafur G. Ólafsson. Patreks- Alþýðuflokksfélag Njarðvík- ur. Helgi Sigvaldason, Helgi Héígason. Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur. Eggert G. Þorsteinsson, Björg vin Guðmundsson, Gylfj Þ. Gíslason, Ögmundur Jónsson, Óskar Hallgrímsson, Bene- djkt Gröbdal, Jóna Guðjóns- dóttir, Vilhelm Ingimundar- son, Emelía Samúelsdóttir, Helgi Sæmundsson, Jóhanna Egilsdóttir, Baldur Guðmunds son, Björgvin Vilmundarson, Sjgurður Guðmundsson, Sig- urður Ingimundarson, Bald- vin Jónsson, Jón Axel Péturs son, Baldur Eyþórsson, Arn- björn Kristjnsspn, Sjgfús Bjarnason, Jón Sigurðssón, Erlendur Vilhjálmsson, Aðal steinn Halldórsson, Guð- mundur R. Oddsson, Páll Sjg urðsson, Páll Jónsson, Lúð- vík Gizurarson. Fulltrúar frá S. U. J Björn Þorsteinsson, Cecil Haraldsson, Eyjólfur Sigurðs- son, Georg Tryggvason, Gjss- ur Krjstjánsson, Grétar S. Hjartarson, Guðmundur Vé- steinsson, Hallgrímur Jóhann esson, Hannes Einarsson, Helgi E. Helgason, Hrafn Bragason, Ingvar Vjktorsson, Jón Vilhjálmsson, Karl Sfein ar Guðnason, Kristján Þor- geirsson Ólafur TmrsteinsSon, Óli Kr. SJgurðsson, Sjghvat- ur Björgvinsson, Sigþór Jó- hannesson, Þráinn Þorleifs- son, Örlygur Géirsson. Framhald á 2.‘ síðu. t'%%^%'%'%'%%%%'%'%%%'%%'%%'%'%'' . ! *%%%%%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.