Alþýðublaðið - 26.10.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 26.10.1968, Síða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 26- október 1968 THE MOVE að syngja sitt síðasta? Birmingiiam-hljómsveitin ,.the Move“ hefur aldrei náð svo langt, að unnt sé að kalla hana „andlegan föður sérkennandi tónlistar“. En Jþó hefur framkoma þeirra og sérkennandi útlit skapað þeinr vinsældir. UMSJÓNAMAÐUR: INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON. Fyrstu hljómleikar „The Move“ voru mjög sérkennilegir og ol'lu miklum blaðaskrifum. Allt, sem þar kom fram, var á annan veg en menn áttu að venjast. Hundruðum ljóskastara var þar fyrir komið, og var 'til- gangurinn með þeim sagður sá að skapa „innri glundroða“. Nú er þetta kallað „free-form- tónlist”, vegna þess að hljóm- listarmenirnir telja sig geta gerí nákvæma grein fyrir hug- myndum sínum. Málningafötur, eldætur, slöngutemjarar, nekt- ardansmeyjar, hundar og kett- ir eru fengin til að líkja eftir mynd þeirri, sem hefur komið sér fyrir í iheilabúi tónlistar- mannanna. „The Move“ komust að raun um, að með því að fylgja hinni frjálsu tónlist, væru möguleik- ar á góðri auglýsingu. Auk þess kom það þeim að miklum notum þegar þe,ir gáfu út sína fyrstu (hljómplötu, „Night of Fear“. Árangurinn varð líka góður, því á 2 vikum hafði þeim tek- izt að komast í flest brezk blöð — og þá var ekki að sökum að spyrja. En þar sem þeir töldu sig nú orðna fasía í sessi, álitu þeir sér alla vegi færa. Þeir sendu frá sér 'bverja hljómplöt- una á fætur annarri, en fáar náðu vinsældum. Tvær ,,LP“- plötur þeirra eru 'heil hörmung, og mátti af þeim ætla, að þeir væru að spila sití síðasta. En með „live-up - hljómplötunni”, „Something Else“, sem tekin var upp í hinum fræga Maquee- (klúbb í London, náðu þeir sér nokkuð á strik. í vonleysi sínu fóru „the Move” að snúa sér að rock'n roll tónlistinni og ætluðu sér að endurvekja þann stíl. Þeir hugð ust kynna sér roek’n roll niður í kjölinn, en til þess að það væri toægt, urðu þeir að ná tali af einhverjum. sem uppi var á þeim tíma. Var ákveðið að fara á fund borgarstjórans í Birmingham og fá álit hans í ljós. En þeir komust aldrei í kallfæri við hann. Féll þessi ihugmynd þá um sjálfa sig og endurvakning roek’n roll tón- listarinnar um leið. Þessi til- raun „Move” til að ná sínum fyrri vinsældum rann þannig út í sandinn. En þeir deyja ekki ráðalausir. Nú er verið að und- irbúa uppíöku á enn einni „LP“-(hljómplötiv, og sagt er. aö liún verði sú svæsnasta, sem gefin hefur verið út fyrr eða síðar. Boöið fil Afriku Fjórar hrukku - tvær sfukku t sænsku blaði birtist nýlega auglýsjng, þar sem ungum stúlkum var boðið starf í Afríku við að dansa og sýna föt. Tveir Júgóslavar undirrit uðu þessa auglýsingu. Sex ungar og ævintýragjarn ar stúlkur svöruðu auglýsing unni og komu á tilskyldum tíma á gistihús ejtt í SfoRk-' hólmi. Þar tók auglýsandinn á móti þe'rn, þær afhentu hon um vegabréfin svo að hann gæti fengið áritun fyr'r þær, .og ákveðið var að leggja ,ai stað að kvöldi næsta dags. Aftenbladet í Stokkhólmj sem segir frá þessu, segir að ekki sé fullljóst, hvert starfið hafi átt að vera, en stúlkurnar hefðu átt að fara til Tripoljs, dansa þar á veitingahúsi og sýna föt. Fyrir þetta áttu þær að fá 12 dollara á dag og allan kostnað greiddan. Allar sex stúlkurnar komu síðan á ákveðnum tíma á járn brautarstöðjna í Stokkhólmi, en fjórar Iþeirra höfðu þá fegið bakþanka og he|mtuðu að fá vegabréfin aftur. Ein þessara fjögurra hafði haft samband við lögregluna og tvær höfðu farið í júgóslav- ■~Tleska, sendiráðið og á báðum stöðunum hafðí þeim verjð ráð lagt hið sama, að fara hvergi. Lögregla11 hefur nú verið sett jnn í mái;ð, en ekki hefur ver ið sýnt fram á að um nokkurt brot hafi verið að ræða, og frá þeim tveimur, sem af stað héldu, hefur ekkert spurzt, hvorki slæmt né gott. En hjns vegar er ekkj nema eðljlegt að 'fólk líti "á það með nokkurri tortryggni, þegar stúlkum er boðið draumastarf í jafnfjar- lægu og vafasömu landi og Norður-Afríka er. 1» i' (» c <► <» í \ \ (» ■(» ■(» ;; (» (» \ ) Sfjórnmálaáhugi æskufólks Þeir tímar eru nú löngu liðnir, þegar stjórnmálin voru mál, er aðeins nokkur hluti þegna hvers þjóðfélags fjallaði um. Jafnvel kynslóð eftir kyn- slóð gat háð lífsbaráttu sína til enda, án þess að verða þess vör, að stjórnmálin skiptu nokkru verulegu máli um líf toennar og hamingju. Nú er þessu á allt annan veg farið. Nútíminn er ef til vill fyrst og fremst tími stjórnmálabaráttu. Stjórnmálin verða sterkari og sterkári þáttur í lífi hvers ein- staklings, og með sumum þjóð- um er þessi þáttur orðinn svo ríkur, að einstaklingarnir geta varla svo stigið nokkurt' fót- mál, að það sé ekki markag og mælt með einhverri pólitískri mælistiku. Menn geta að vísu látið eins og stjórnmálin komi þeim e,kk- ert við, en þeir, sem þannig hyggja, gera sér ekki ljóst', að ef þeir taka ekki þátt í að móta þjóðskipulag framtíðar- innar, þá verða það aðrir, sem skapa það, en við verðum öll að lúta þess boðum. Stjórnmálin ráða að verulegu leyti um lífshamingju okkar, þó að við látum þau fyrir ofan garð og neðan. Undan þeim þætti verður ekki flúið, og það er þjóðfélagsleg skylda hvers einstaklings að taka þátt í stjórnmálabaráttunni. En til þess að sú þátttaka geti orðið sem farsælust þjóðfélaginu -og þegnum þess skiptir það veru- legu máli, að hver einstakur láti afstöðu sína mótast af viti og eigin skoðunum. Því dýpri sem þekking einstaklinganna verður á þessum efnum, því síður er hætta á því að óvand- aðir lýðskrumarar geti leitt þá í tolindni til fylgis við sig og önnur málefni, sem síðar geta orðið örlagarík fyrir lífsham- ingju fjölda manna. En manni virðist oftlega horfa þannig, að því flóknari og margþættari sem viðfangsefni stjórnmál- anna hafa orðið og áhrfa þeirra gætt meir á daglegt líf hvers þjóðareinstaklings, þá hafi stjórnmálaleg þekking að sama skapi rénað og pólitísk yfirsýn forystumanna í stjórnmálum og þekkingu þeirra á pólitískum fræðikenningum og verkefnum hrakað. Mjög erfitt er að draga- landamerkjalínu milli sviðs pólitískra fræðikenninga og annarra félagslegra fræða, jafn- vel innan takmarkaðs svæðis. Allir pólitiskar fræðikenningar er oð aukast og allír raunhæfir dómar um stjórnmál hljóta að byggja á ákveðinni skoðun eða ályktun- um, sem gerðar hafa verið um eðli mannsins — hvatir hans, óskir, næmi, viljaþrek, þol- gæði, hugkvæmni, hermihneigð, og ótölulegum öðrum skapgerð areinkennum meðfæddum eða sjálfsköpuðum. Skoðun manna á því hvað þjóðfélagið eigi að vera, verður jafnan undir því komin, hver skoðun þeirra er á eðli mannsins sem félagsveru. Spurningin um það, hvernig hægt er bezt að skipa þjóð- félaginu, verður ekki svarað nema gera sér grein fyrir því, hverjar ástæðurnar voru til þess að þjóðfélagið varð til. Átougi ungs fólks á þjóðmál- um hefur glæðzt' mjög og fer nú ört vaxandi, og sjást víða merki þess. En aðstaða til að %wwww%wwv% láta þennan áhuga í Ijós er svo til engin og þarf að bæta úr því hið bráðasta. Ymsum umbótum og fram- förum hefur ungt fólk beitt sér fyrir og þá einkum á sviði menningarmála. Þáttur ungs fólks í stjórnmálum gæti orðið enn farsælli. Unglingar hafa haft og hafa ávallt nýjar og ferskar hugmyndir, og væri hyggilegt af toinum eldri og reyndari stjórnmálamönnum að gefa gaum máli þeirra. Æski- legt er, að Æskulýðráð vinni að því að efna til málfunda, þar sem ungu fólki er gefinn kostur á að leggja fram fyrir- spurnir fyrir hina eldri og reyndari menn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, og væri á þann hátt unnt' að auka á víð- sýni þeirra, sem verður án efa til góðs eins. I.S. (' | \

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.