Alþýðublaðið - 26.10.1968, Page 11

Alþýðublaðið - 26.10.1968, Page 11
-...26. október. 1968...ALÞÝÐUBLAÐ1Ð 11 Við komum inn í íbúð eldri hjóíia og þar urðum við dökkhærð og Karlinn varð sköll- óttur aftur. Ég fékk yfirskegg. María var jafn- falleg dökkhærg og rauðhærð. Við hættum að vera „Cavanaugh-fjölskyldan.” Maria fór í ein- kennisbúning hjúkrunarkvenna og ég var gerð- ur að bílstjóra meðan Karlinn varð að eldri ör- yrkja sem hafði okkur í þjónustu sinni og sem bæði var vafinn inn í teppi og reifst stanzlaust. Það beið okkar bíll. Það var ekkert erfitt að komast' heim aftur. Við hefðum þess vegna getað verið rauðhærðu Canaugharnir áfram. Ég hélt áfram að reyna að horfa á Des Moines, en hafi lögreglan fundið líkið af Barnes, létu þeir fréttamennina ekkert um það vita. Við fórum beint á skrifstofu Karlsins og þar opnuðum við dósina. Karlinn sendi eftir dr. Graves, sem var yfirmaður líffræðideildarinnar og óskaði eftir því að hann kæmi með réttu tækin til að meðhöndla hlutinn. Við þurftum engin tækí önnur en gasgrím- ur. Þefur úldnandi líkamsleyfa fyllti herbergið og neyddi okkur til að kveikja á viftunum og það á mesta hraða. Graves fitjaði upp á nefið. — Hvað var þetta? spurði hann. Karlinn bölvaði lágt. — Þú ált að komast að því, sagði hann. — Þið eigið að vinna að rannsókninni í sýklalausum klefa og í rann- sóknarbúningi. Þið megið e k k i treysta á, að þetta sé dautt! — Sé þetta lifandi, er ég drottníng! — Kannski ertu drottning, en hættu ekki á neitt. Þetta er sníkjudýr, sem getur setzt á fórnarlamb sitt og ráðið öllum gerðum þess. Það er án efa ójarðneskt að uppruna. Yfirmaður rannsóknardeildarinnar fussaði. Ójarðneskt sníkjudýr á jarðneskum manni? — hlægilegt! Það gæti aldrei aðhæfst líkama hans. Karlinn urraði. — Mér koma kenningar þín- ar ekkert við. Þegar við tókum það, lifði það á manni. Ef þetta er jarðneskt sníkjudýr, skaltu bara segja mér, hvar það á 'heima í sögu jarðarinnar og hvar við getum fundið álika verur. Og svo skaltu hætta að álykta eitthvað. Ég vil fá staðreyndir. Líffræðingurinn stirðnaði upp. — Ég skal láta þig fá þær. — Þá' skaltu bai’a flýta þér. Og þú skalt ekki halda áfram að ímynda þér, að þetta sé dautt. Það gæti eins verið að þefurinn sé vopn þess eins og skunkurinn gefur frá sér daun, þegar ein- hver ræðst á hann. Sé þetta lifandi er það mjög hættulegt. Ef það sezt að á einhverjum af þín- um mönnum, verð ég að drepa hann. Yfirmaður rannsóknardeildarinnar fór, en það var eins og hann væri ekki jafn áægður og hreyk inn og fyrr. Karlinn settist niður í stólinn sinn, andvarpaði og lét aftur augun. Eftir fimm mínútur eða svo, opnaði hann augun og sagði: — Hvað haldið þið, að margar sinnepskrukkur á stærð við þessa, sem við sá’um áðan, geti hafa komið k í geim- skipi á stærð við blekkinguna, sem við sáum áð an? — Var þetta geimskip? spurði ég. — Sannan- irnar virðast litlar fyrir að svo sé. — Litlar, en óvéfengjanlegar. Það var skip. Það er enn til geimskip. — Við hefðum átt að rannsaka lendingarstað- inn. — Þá hefðum við ekki séð meira um dagana. Mennirnir sex, sem við sendum þangað, voru engir heimskingjar. Svaraðu spurningu minni. — Hvað geimskipið er stórt segir ekkert um það, hvað það ber mikið og ég veit ekkert um, hvaða vélar það notar hvaða leið það fór eða hvað farþegamir þarfnast. Kannski eru þeir nokkur hundruð, kannski fáein þúsund. — Humm. . . já'. Svo eru kannski fáein þús- und lifandi dauðra manna í Iowa núna. Kannski við ættum að kalla þá geldinga eins og María. Hann hugsaði sig um smástund. — En hvernig kemst ég inn í kvennabúrið? Ekki getum við skot- ið hvern og einn einasta mann í Iowa, sem geng ur eilítið álútur. Það kæmi slúðursögunum af stað. Hann brosti veiklulega. — Má ég leggja aðra spurningu fyrir þig? spurði ég. — Ef eitt geimskip lenti í Iowa í gær, hvað lenda þá mörg í Norður-Dakóta á morgun? Eða í Brasilíu: — Ég veit' það. Hann virtist á'hyggjufyllri. — Ég skal segja þér, hvað við fáum langan frest á þessu. — Hvað langan? — Nægilega langan til að kyrkja þig. Farið og skemmtið ykkur, krakkar mínir. Þið fáið naumast fleiri tækifæri. En farið ekki frá aðalbækistöðv unum, Ég fór yfir í snyrtingu og fékk aftur mína réttu húð og eðlilegt útlit. Ég fór í bað og fékk mér nudd og svo fór ég niður í samkomusalinn til að fá mér glas. Hitta aðra og leyfa þeim að hitta mig. ' Ég leit umhverfis mig og vissi ekki, að hverju ég var að leita. Var hún dökkhærð, rauðhærð eða Ijóshærð? Ég var sarinfærður um, að ég myndi þekkja vöxtinn. Hún var rauðhærð. Maria sat inni í einum og saup á glasi og virtist nákvæmlega eins og hún var, þegar ég hafði séð hana fyrst. — Halló, Systa, sagði ég og settist við hliðina á henni. Hún brosti og svaraði: — Blessaður, Brósi. Færðu þig nær, og svo færði hún sig til svo að ég gæti setzt. Ég hringdi á viskí og vatn og sagði svo: — Líturðu svona út í alvörunni? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég er röndótt og tvíhöfða. Hvernig lítur þú út? — Mamma mín kæfði mig með kodda og ég fékk því aldrei að vita það- Aftur virti hún mig fyrir sér og svo sagði hún: — Ég skil hana svo vel, en ég er meira harð- TILKYNNING í frá lögreglu og slökkviliði Að gefnu tilefni tilkynnist öl'lum, sem hlut eiga ag máli, að éheimilt er að 'hefja hleðski áramótabálkasta, eða safna saman efni í þá, fyrr en 1. desember n.k., og þá með leyfi lög- reglu og slökkviliðs. Ti'lskil'0 er áð fullorðinn miaður, sé umsjónar maður með hverri brennu. Um brennuleyfi þarf að sækja til Stefáns Jóhannssonar aðal varðstjóra, lögreglustöðinni, viðtálstími kl. 13.00 tii 14.30. Bálbestir sem settir verða upp í óleyfi, verða tafarlaust f járlægðir. Reykjavík 24. október 1968. Lögreglustjóri — Slökkviliðsstjóri. Bifreiðaeigendur afhugið Ljósastilllihgar og allar a'lmennjar bifreiða- viðgerðir. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp. olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857- HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús- gögn- — Úrval af góðum áklæðum- Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. |Auglýsingasíminn er 149061

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.