Alþýðublaðið - 30.10.1968, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 30.10.1968, Qupperneq 8
8 ALÞÝÐUBLABIÐ 30- október 1968 HEFUR DANSAÐ GÖMLU DANSANA I 32 AR! Rætt við Gretti Ásmundsson, sem segir að hann hafi aldret kynnzt nerna góð- um unglingum. Grettir Ásmundsson og frú. <1 Krakkarnír hafa haldið mikilli tryggð við mig og rétt mér oft hjálparhönd. — En hvað segir þú um skemmtanir unga fólksins á þess- um síðustu og verstu tímum? — Það er nú margt, sem þarf að g^ra í þeim málum, en skiln- ingurinn er lítill. Yfirleitt binda vínveitingastaðirnir sig við 18 ára markið, en þegar inn er kom ið, má þetta fólk ekki fá vín. Það getur hver maður séð það, að það er ekki nokkur leið fyrir þjónana að standa í því að sigta úr það fólk, sem ekki er orðið 21 árs. Ég held að eina leiðin sé að lækka vínaldurinn niður í 18 ár, en hafa svo alveg hrein- ar línur með það, að vera ekki að hieypa yngri krökkum inn. Ég segi fyrir mitt leyti, að heldur vildi ég vita af mínu barni, t.d. inn í Silfurtungli, jafnvel þótt það fenei sér eitt glas, heldur en að það sé á sveitaballi ein- hversstaðar unp; í sveit eða á götunum. Það eru nú nokkrir staðir fyrir krakka á aldrinum 16 — 18 ára, t.d. A.Iþýðuhúsið, Breiðfirðineabúð, Templarahöll- in, og svo Lídó, ef það kemst af stað. En ekkert skil ég í því, að ekki skuli vera hleypt inn 15 ára unglingum á’ staðj eins og Templarahöllina. Það vantar nefnileea alveg staði fvrir þann hóp, eða hvert eiga krakkarnir að fara. Það er átaðreynd, að þeir eru ekk; alltaf heima hjá foreldrum sínum á kvöldin og skólaböll eru fá. Og hvert eiga þessir krakkar að fara? Staðirn- ir eru svo fáir, að þegar mikill hluti unglinga á' skólaaldri fer út sama kvöldið, þá er sára- lítill liluti þeirra, sem kemst einhversstaðar inn. Það endar ek.ki með öðru en ólátum, eins og off hefur komið fyrir. Það þurfa að vera til reglulega huggu legir staðir, sem unglingarnir Franfhald á 14. síðu. Dansaff af fullu fjöri í TemplarahöIIinni. Templarahöllinni er að mestu leyti sama fólkið og í Gúttó. — Nú hefur þú alla tíð um- gengizt unglinga mjög mikið. Hvaða skoðun hefur þú á æskunni í dag? — Ég hef aldrei kynnzt nema góðum unglingum, og hef ég þó lang mest skemmt mér með ungu fólki Sérstakl. hajfa Hrann arnir reynzt mér vel eftir að ég fór að stjópna hjá þeim í Gúttó. Nú er búi5 að rífa gamla Gúttó, og eru eflaust margir, sem sakna þess staðar. Ekki er það vegna þess, hve glæsilegt húsið var, heldur er þetta tilfinningamál. í Gúttó voru nefnilega dansaðir gömlu dans- arnir í fjölda ára. og eiga margir skemmtilegar minningar þaðan- Nú eru gömludansarnir dansaðir í nýju og glæsilegu húsnæði Góðtemplara- regtunnar, og það er Ungtemplarareglan Hrönn í Reykjavík, sem stend ur fyrir dansieikjunum þar, eins og reyndar síðustu árin, sem dansað var í Gúttó- Núna síðustu árin hefur sú breyting orðið á dansleikjum þessum, að áður var það helzt eldra fólkið, sem sótti þá, en nú er unga fólkið komið í mikinn meirihluta. Til þess, að enginn misskiiningur verði, skal tekið fram, að dansleikirnir eru alls ekki bundnir við félaga Hrannar, né ann arrar ungtemplarahreyfingar, heldur eru allir velkomnir. Aðeins eitt skil yrði er seít, það eru að vera ódrukkinn á dansleikjunum- Þarna skemmta sér saman ungir og gamlir, þó unga fólkið sé í meiri hluta, eins og ég sagði áðan- Einn af þessum eldri mönnum er Gretíir Ásmundsson, sem hefur stjórnað gömlu dönsunum í mörg herrans ár, bæði í Þórscafé, Gúttó og víðar, og núna í Templarahöllinni- Við náðum i hann til pð segja okkur frá gömlu dönsunum. ár, það er að segja, þegar ég var ekki á sjó. En ég hef ekki stjórnað svo lengi. Það eru 11 ár síðan ég fór að stjórna, og var fyrst í gamla Þórskaffi. — Á hvaða stöðum hefur þú stjórnað gömlu dönsunum? — Ég hef verið í Breiðfirð- ingabúð og svo í nýja Þórs- kaffi, Silfurtunglinu, Alþýðu- húsinu, gamla Gúttó, og núna síðast í Templarahöllinni. — Hvar hefur þér þótt skemmtilegast að stjórna? — Hvað hefur þú stundað gömlu dansana lengi, Grettir? — Það er nú orðið nokkuð Grettlr Ásniundsson, dansstjóri: Næst dönsum viff marsúrka, og herramir bjóffa upp. — Þetta er nú samvizkuspurn ing. Mér finnst ekki fara sam- an vín og gömlu dansarnir, svo að ég hef kunnað bezt við fólkið í Gúttó, því að þar er vín aldrei haft um hönd. í OPNAN ¥

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.