Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐKÐ 12. nóvember 1968 Heinrích Lubke FORSETI Fyrir tæpum mánuði, er HEINRICH LtÍBKE for- seti Vestur-Þýzkalands varð 74 ára gamall, tilkynnti hann þá ákvörðun sína að láta af embætti 30. júní næsta vor, en sitja ekki til 12. september, eins og lög stóðu til. Þetta þýðir að forsetakosningar verða látnar fara fram í Vestur-Þýzkalandi þegar í vor, nokkrum mánuðum áður en þingkosningar verða í landinu, en venjan hefur verið sú að forsetakosn- ingarnar væru í tengslum við þær. Liibke 'hefur sætt mikillí gagnrýni undanfarin ár. í öll- um löndum tíðkast það, að þjóð höfðinginn er vemdaður með lögum fyrir alls lags misjöfnu umtali, og í Vestur-Þýzkalandi var ekki orði á hann hallað fyrra kjört'ímabilið, sem hann sat að völdum, 1959—64. En þegar kom að endurkjöri hans giltí þeíta ekki lengur. Hjá því fór ekki að mótframbjóðendur kæmu til greina og þá Iþurfti auðvitað að ræða kosti þeirra og galla. Kunnur sagnfræðingur ritaði þá grein, þar sem hann taldj upp þær kröfur, sem gera yrði til forseta landsins. Til þess að hann gæti komið fram á virðu- legan hátt sem fulltrúi 'þýzku þjóðarinnar, varð hann að vera afburðamaður. Hann varð aö vera góður ræðumaður, og ef hann gæti ekki samið ræður sínar sjálfur skyldi hann láta færa menn annast það verk fyrir sig. Og hann varð að vera fær um að persónugera á lif- andi hátt sambandið milli þýzkrar menningar og menn- ingar annarra þjóða. Vikublaðið Der Spiegel sagði að þessi grein væri listi yfir þá eiginleika, sem Liibke skort.i. Að einu leyti stenzt Lúbke þó þær kröfur, sem sagnfræð- ingurinn setur þarna fram. 'Hann lætur yfirleitt semja ræð ur fyrir sig. En það kemur oft fyrir að hann víkur frá hand- ritjnu, og þessi frávik 'hans hafa orðið til þess að margir af ræðuhöfundum hans hafa geng- ið úr vistinni, til þess að þejr yrðu ekki grunaðir um að hafa samið það, sem forsetinn sagðj. Þessar einkahugleiðingar for- setans hafa sumar orðið all- frægar, enda flytur hann oft ræður yfir stórum áheyrenda fjölda. Fyrir fáeinum árum flutti hann ræðu í Hamborg um málefni Austur-Asíu, þar sem viðstaddir voru fjölmargir sendi herrar Asíulanda og sérfræð- ingar í málefnum Austurlanda. Lúbke sagði þar frá ferð sinni til Asíu og minntist á að hann hefði tekið eftir því að ibúar í Teheran hefðu verið vel þvegn- ir. Hann hafði ennfremur kom- izt að því að í Indónesíu væru eyjar, suniar fyrir norðan, aðr- ar fvrir sunnan miðbaug, en á milli þeirra mikið haf. í Bonn hefur Iþað komizt f tízku að skemmta sér við að þróa það tungumál, sem kallað er ,.Lúbke-enska“. Sú nýsmiði sem þar verður til, jafnast þó sjaldnast á við það, sem Lúbke lætur út úr sér sjálfur við ýmis- tækifæri. Þegar Elísabot Englandsdrottning kom í heim- sókn til Bonn fyrir nokkrum árum, voru haldnir hljómleik- ar henni til heiðurs. Því seink- aði aðeins að hljómleikarnir hæfust, og Lúbke ætlaði að segja drottningunni að þeir hæfust rétt strax. Á þýzku hefði setningin verið: „gleich geht es los“, en sér til mikill- ar undrunar heyrði drottningin forsetann segja: „equal goes it loose". En þótt Lúbke sé ekki sterk- ari enskumaður en þetta, not- ar hann öll hugsanleg tækifæri til að tala málið, og það eins þótt hann hafi góða túlka jafn- an við hendina. Lúbke fæddist í Westfalen 10. október 1894 og ólst upp í Þvzko.landi keisaratímans og vandist þeim lífsskoðunum sem þar voru ríkjandi: tak- markalausri íhaldssemi, strangri stéítaskiptingu, smáborgara- móral og ekki |þó sízt mikílli andúð á öllum vinstristefnum. Og þetta hefur allt setið í Lúbke allt til þessa dags. Fyrir fáeinum árum ætlaði franska stjórnin að sæma Klöru Fassbender prófessor á áttræðsafmæli hennar heiðurs- merki fyrir þýðingar hennar á frönskum ljóðum. Slík erlend heiðursmerki mega þýzkir borg arar ekki þiggja nema með sam- þykki forsetans, og Lúbke sagðj nei. Hann leit svo á að Klara Fassbender væri kommúnisti, af því hún hefur tekið þátt í friðarhreyfingu Vestur-Þýzka lands. Og ekki alls fyrir löngu skýrði Brandt utanríkisráðherra forsetanum frá því að hann ætl aði að borða miðdegisverð með rithöfundinum Gúnther Grass; þá sagði Lúbke; ,,En hann skrif- ar svo óviðurkvæmilega hluti, að ekki einu sinni hjón geta rætt þá 'S'ín á milli“. ,Lúbke gekk í búnaðarskóla í æsku og varð stofnandi og for- ystumaður í samt.ökum þýzkra bænda árið 1926. 1931 var hann kjörinn í prússneska þingið og ótti þar sæti, þar til nazistar tóku völdin árið 1933. Bænda- samtökin voru leyst upp og Lúbke tekinn höndum, en hon- um var fljótlega sleppt aftur. 5. febrúar 1934 var hann þó aftur tekinn höndum og þá sat hann 20 mánuði í fangelsi. Framhald á 15. síðu. !JÁ OKKUR R ÚRVALIÐ Höfum jafnan fyrirliggjandi mikið úrval af fallegum SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNUM Hinir viðurkenndu greiðsluskilmálar okkar gera öllum kleift að eignast SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN Kynnið yður hið fjölbreytta húsgagnaúrval og hin hagstæðu kjör. — Þér aukið gildi peninganna með því að verzla hjá okkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.