Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 12. nóvember 1968 — 49. árg- 233- tbl- BandaríkjadoElar kostar núna 88 krónur Seðíabanki íslands tilkynnti í gær nýtt stofngengi íslenzku krónunnar og kostar hver Bandaríkjadollar nú 88 krónur, en kostaði áður 57 krónur. Er þetta 35,2% Iækkun frá því gengi, sem í gildi hefur verið til þessa. Er ráðgert að gjaldeyrissala geti hafizt á hinu nýja gengi við opnun bankanna í dag, og verður þá búið að birta nýja gengisskráningu allra þeirra mynta, sem hér hafa verið skráðar. Á blaðamannafundi, sem bankastjórn Seðlabankans hélt í gær og bankastjórarnir Jó- hannes Nordal og Davlð Ólafs- son sátu, las Jóhannes Nordal seðlabankastjóri upp fréttatil kynningu og greinargerð frá Seðlabankanum um hina nýju gengisskráningu. Greinargerðin er birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu, en fréttatilkynningin ér á þessa leið: „Bankastjóm Seðlabankans hefur, að höfðu samráðj við bankaráð og að fengnu sam- þykkj rikjsstjórnarinnar, ákveð ið nýtt stofngengi íslenzkrar krónu og tekur það gildi frá kl. 9 á morgun, hinn 12. nóv- cmber 1968, Er í dag að vænta staðfestingar stjórnar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á ákvörðun þessari. Hið nýja stofngengi er 88.00 íslenzkar krónur hver banda rískur dollar, en það er 35,2% 12. hóvember, nýja gengis- skráningu fyrir allar myntir, er skráðar hafa verið' hér á landi að undanförnu, en þang að til slík gengisskráning hef ur verið birt, helzt sú stöðvun gjaldeyrisviðskipta er til- kynnt var af Seðlabankanum í gær“. Eftir að fréttatilkynningin hafði veríð lesin, svaraði seðla- bankastjórinn spurningum frétta manna, og lýsti (þá meðal annars Jóhanes Nordal tilkynnir gengislækkunina í gær uag. Við hlið hans situr Davið Olafsson seðlabanka* Framhald á 15. síðu. stjóri. Fyrst og fremst gert til þess að tryggja atvmnuna lækkun frá því gengi, sem í gildi hefur verið. Jafnframt hef ur verið ákveðið, að kaup- gengi hvers dollars skuli vera 87.90 krónur og sölugengi annarra mynta í samræmi við það. Ráðgert er að Seðlabank inn birti fyrir opnun bank- anna á morgun, þriðjudaginn ,,Alþý§uflokkurinn hefur að rækilega athuguðu máli og að undangengnum ítarlegum umræðum ákveðið að standa að þeim efnahagsráðstöfunum, er gengisbreytingin, sem nú hefur verið tilkynnt, er einn meginþáttur í. Alþýðuflokknum er Ijóst, að hér er um mikilvæga ákvörðun og erfiðar aðgerðir að ræða. En hann hefur ákveðið að standa að þessum ráðstöfimum vegna þess að hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þær ráðstafanir sem nú verða gerðar, séu vænlegasta leiðin til þess að halda uppi sem mestri atvinnu, en það hefur ávallt verið meg- inþáttur í stefnu Alþýðuflokksins, að allar vinnu- fúsar hendur hafi verk að vinna.“ ÞRÁINN TALINN AF Reykjavík — HEH. Vélbáturinn Þráinn NK 70 er nú talinn af. Leit að bátn- um var hætt í gær. Níu menn voru á bátnum og þyk ir nú sýnt, að þeir hafi allir farizt. Á sunnudag var leitað á stóru svæði frá Þykkvabæ og austur fyrir Vík í Mýrdal. Spýtu, sem merkt var Þráni NK, rak á land á sunnudag skammt austan við Markar- fljót. Er þetta fyrsti merkti hluturinn, sem finnst úr bátn um. Landeigendur við suður ströndina munu fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem reka kynni á land næstu daga. Leit iað vélbátnum Þráni NK hófst upp úr hádegi á þriðjudaginn í síðustu viku og hefur staðið stanzlaust síð an. Myndir af skipverjunum níu, sem fórust með vélbátn um Þráni, eru birtar á bls. 5. Með þessum orðum ‘hóf dr. Gylfí Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra ræðu sína í umræðun. um um efnahagsráðstafanirnar á Alþingj i gær, en frá iþeim um- ræðum er nánar sagt annars stað- ar hér í þlaðinu. Ráðherrann hélt síðan áfram : „Atvinnuöryggið hefur verið og er nú í beinni liættu vegna aflabrests og verðfalls erlend- is. Það er gegn atvinnuleysis- vofunni, sem þessum ráðstöfun- um er fyrst og fremst beint. En jafnframt hefur Alþýðuflokkur- inn lagt og mun áfram leggja sérstaka áherzlu á að róðstafan- ir verði gerðar er taki tillit til hagsmuna láglaunafólks og bóta- þega almannatrygginganna. — Þetla hefur verið annar megin- þátturinn í stefnu Alþýðuflokks- ins. Flokkurinn gerir sér ljóst að erfiðir tímar eru fram undan fyrir islenzka þjóð. En hann telur það skyldu sína að skorast núi Frh. & bls, 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.