Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 16
 E0£5«D SÍÐAfÍ Krónan er orðin eins og drós- irnar nú til dags, þær falla hvenær sem tækifæri gefst til l>ess, . J.lJ GENGI ER VALT... Kallinn kippir sér ekki upp við gengislækkunina. Hann er vanur því að ég falli í skólan um á hverju vori. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA IÐUNN Til eru kaupmenn, sem eru svo langt á eftir þróunjnm, að þeir reikna verðið enn út í huganum. Og fólkið spurði og spurði Ég sé að símareikningurinn liefur komið meðan ég var í burtu! Fyrir hádegi mættu 7, en þá fór fram skemmtileg æfing hlaupið úti og endað í sund- laugunum. Á laugardag mættu 12 leikmapna. VÍSIR. j :: (' (» (» (' Og þá er gengið fallið eina ferðina enn. Ennþá einu sinni sannast áþreifanlega orð skálds- ins á Miklatúni, „Gengi er valt” o.s.frv. Hvernig stendur eigin. lega á því að okkur tekst ekki að veita genginu okkar brautar- gengi? Gengið okkar hefur undanfar. HVERFAFUNDIRNIR ið verið ákaflega fallvalt og hef- ur eiginlega einna helzt mátt líkja þvi -\dð puntstrá í vindi. Það er auðvitað stórt vanda- mál, þegar ekki tekst að styðja svo við bakið á þessum vesaling, að honum takist að halda velli svo mynd sé á. Þetta er sem sagt hálfgert vandræðabarn þjóðar- innar, sem ætti fremur heima á vandræðaheimili. Gengið hefur ekki enn náð þeim þroska að geta staðið á eigin fótum og því höldum við að eina ráðið sé hrein lega að látað það hverfa, svo það haldj ekki áfram að verða sér til skammar. Náttúrlega skammast allir og rífast og kenna hver öðrum um innrætið í bölvuðu genginu. — Þetta er náttúrlega eðlilegt og bara eins "og gengur; við þekkj. um öll söguna um foreldrana sem kenndu félögum krakka síns um fíflaganginn í honum, en neituðu að viðurkenna að þau sjálf hefðu einfaldlega ekki yfir þeim hæfileikum að ráða, sem nauðsynlegir eru til að hægt sé: að ala upp barn á sómasamlegan hátt. Auðvitað var ekki hægt að kenna aumingja . foreldrunum um alla óáran krakkans, þrátt fyrir allt, því skapgerðarein- kenni hans voru meðsköpuð að hluta og ekki öll uppeldinu að kenna. Þarna held ég að mergurinn málsins liggi. Allavega teljum við heppiiegt að draga þá álykt un, til að koma í veg fyrir rifr- ildi. Við skulum bara kenna með fæddum skapgerðareinkennum gengisins um veikleika þess og óstöðugleika á svellinu. Eina ráðið er að beita hörku við skambans gengið og reyna að innræta því mannsæmandi hugs- unarhátt en reynist það ekki mögulegt, verður að reka það með pompi og pragt og auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. — Gæti hún litið út eitthvað í lík- ingu við þetta: Staða gengi ís- lenzku krónunnar laus til um- 'sóknar. Þau gengi, sem eru á lausu um þessar mundir og hefðu áhuga, eru beðin að senda um- sóknír íyrir .... þ. m. Upplýs- ingar um fyrri brautargengi æskilegar. Af gamalli reynslu held és að það sé ágætt að drengir læri að búa til mat. EF ske kynni að þeir kvæntust. Hverfafundirnir eru á allra vörum í afmælisveizlum, í saumaklúbbum, á þingum, hvar borgarstjórinn kom og sat fyrir svörum og sýndi sig gömlum og ungum Reykvíkingum. á bekkjum og pöllum og spann sína ræðu að sjálfsögðu allavega, en borgarstjórinn svaraði samstundis öllum og svaraði bæði vel og skilmerkilega. Það sannaðist reyndar, að flest er hér furðu blómlegt ý og fullnægir vel þessum hundrað þúsund sálum, að afloknum fundum finnst ýmsum samt dálítið tómlegt og óhugnanlegur skortur á vandamálum. 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.