Alþýðublaðið - 22.11.1968, Page 7
dauöinn
Jón Óskar:
Xeikir í fjörunni.
Skáldsaga. ^
Hslgafell, Reykjavík
1968. 168 bls.
I
i.
I stuttri athugasemd fram-
an viö sögu þessa tekur Jón
Óskar lesendum vera fyrir því
að rugla saman höfundi sjálf-
um og sögumanninum, drengn
um í sögunni: „Engar persón-
ur sögunnar eru raunveruleik
anum samkvæmar", segir þar,
„heldur lúta þær allar lögmál-
um skáldverksins". Sjálfsagt
■er að virða þessa ábending:
Leikir { fjörunni er sem sagt
ekki bernskusaga Jóns ‘‘Ó.
Ásmundssonar af Akranesi þó
hann hafi „notfært sér á-
kveðna þræði úr ævi sinni“
í sögunni. En lögmál skáld-
verksins — hver eru þau?
Leikir í fjörunni greinir frá
litlum dreng í sjávarþorpi á
árunum milli stríða; sagan
getur bæði kreppunnar og
styrjaldarinnar á Spáni, Þetta
er minningasaga, lögð í munn
drengnum sjálfum í sögunni
sem segir hana skilinn að
skiptum við þorpið, lítur það
og líf sitt þar úr nokkrum
fjarska. Endurminningin er
Bækur
lögmál sögunnar; að þessu
leyti á hún sammerkt við aðra
þorpslýsingu höfundar af
sömu kynsióð og Jón Óskar,
Jóns úr Vör í þorpinu. Sögu-
maður stendur einhversstaðar
utan við þann heim sem hann
er að lýsa, fær um að meta
hann og leggja á hann dóm;
þetta kemur hvarvetna fram
í sögunni, bæði elnstökum at-
hugunum og öllum hugblæ
hennar. Þorpið er „snautt að
list en ríkt að náttúru. . . tek-
ur illa við listinni, skáld á
þar ekki heima, skáld sem þar
vex upp fer burt við fyrsta
tækjfæri“, segir hér á einum
stað; á öðrum að þorpið hafi
verið fallegt, en nú sé það
ekki lengur til — „þar sem
það stóð ar nú ljótur smábær
á nútímavísu, risinn upp úr
rótleysi og glundroða, vígður
tildurhyggju og peningagræðgi
nútímamannsins“. Þessar og
þvílj'kar athuganír kunna að
vísu að koma til af hneigð höf-
undar til að ofsegja það sem
fyrir honum vakir sem víðar
gætir £ sögunni; af hverju
þarf drengurinn t.a.m. að hafa
„spurn í augu.m“ þegar hann
íf<r n.b 1111 v í, ! 1~, V' ‘t ð>
22. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7
hverfur burt úr þorpinu í
sögulokin? En þær veita
nokkra vísbending um þann
sjónarhól þaðan sem þorpið
er séð, stöðu sögumanns ut-
an sögunnar sem að öðru leyti
er öldungis ótiltekin. Og þær
eru til marks um aðferð höf-
undar: atvik sögunnar eru
ekki látin ein um að tala sínu
máli, heldur lögð í þau síða-ri
skilningur, reynsla fullorðins
ára.
Fjarvídd endurminningar-
innar mótar hugblæ sögunn-
ar, ljóðrænan, angurværan,
einkennilega andstæðan hinu
grófgerða frumstæða lífi sem
hún lýsir. Sagan fjallar um
uppvöxt, mótun mannshuga
sem gæðir atvik hennar sam-
hengi og merkingu sinni, hjll-
ir uppi að baki þeirra.
Jón Óskar skrifar útsmog-
inn stíl. Málfar hans er eink-
ar einfalt, næstum hversdags-
legt, og orðfæri ekki allténd
lýtalaust þó litlu varði. En
sjálfur einfaldleiki stílsins og
frásagnar hans gerir myndir
hans úr þorpinu við sjóinn
bráðlifandi ' og trúverðugar,
raunsæjar hversdagsmyndir
sem jafnharðan búa yfir skáld
legri fjarvídd. Sagan lýsir með
raunsæilegum hætti fólki og
atvikum í þorpinu. En jafn-
harðan skipa atvik sögunnar
sér saman um tvö mégin-
minni, ástina og dauðann, sem
verða drengnum hugleikjp frá
fyrsta fari, — ástina og dauð-
ann við hafið, og tónlistina
þar sem allt þetta mætist.
Lífið í þorpinu er ekki ýkja
frábreytt öðrum þorpum og.
[þorpssögum: iþar er fátækt,
erfiði, verkföll, stéttabarátta
og hillir undir hugsjón bylt-
ingarinnar að lokum undir
rauðum fána. Sagan gerist á
kreppuárunum, og það er þjóð-
félag kreppunnar sem hún lýs-
ir. En þetta Þjóðfélag, átök
þess og umþrot, er umliðið í
sögunni, litið úr fjarska eins
og bernskuleikirnir í fjörunni;
ávöxtur lífsins í þorpinu, sem
svo næmlega er skynjað og
lýst í sögunn', verður fyrst og
frsmst vitund sögumanns og
sögunnar um hin „klassísku“
mannlegu minni ástarinnar og
dauðans.
Leikir í fjörunni er mynda-
safn úr uppvexti drengs, lífi
þorps í blíðu og stríðu þar sem
fremur er tæpt á mannlýsing-
um og söguefnum en nokk-
uð sé sagt til hlítar; þessi
óráðni bragur hæfir sögunni
mætavel og sögumanninum
sem skilst við þorpið og
bsrnsku sína í sögulokin, á
leið til móts við nýjan tíma,
nýtt ske'ð ævinnar. Það má
líklega einu gilda hvort eða
hversu nákvæmlega hugblær,
viðhorf sögunnar samsvari
hug og skoðunum Jóns Óskars
sjálfs. En bernskulýsing sög-
unnar, hin ljóðræna andlæga
tilfinning sem htkar þorpslýs
ingu hennar þrátt fyrir yfii’-
varp „félagslegs raunsæis“, er
augljóslega sömu ættar og ljóð
stíll Jóns. Hún er nýjung í
sögu af þessu tagi, á borð við
það nýnæmi sem á sínum
tíma var að ljóðum hans.
- ÓJ.
bætt úr slíku. Það er trú mín,
að þegar slíkir menn fást og
þegar skjlningur er fenginn á
nauðsyn þess að hafa þá með,
þá fyrst muni sjónvararpsefni
í flutningi sínum öðlast eðlilega
dýpt sína, svona eitthvað í átt-
ina,við önnur andans verk, Von
and; er að íslenzkir rithöfundar
nú og í framtíðinni líti ekki á
sig sem of mikla „snillinga“ til
þess að fá'st við slíkan „hégóma“
og „lágkúru“ sem sjónvarpsefni
er e.t.v. í þeirra augum ennþá.
Reynsla margra starfsbræðra
þeirra erlendis hefur orðið sú,
að þeir hafa haft liina mestu
ánægju af samstarfi við sjón-
varpsstarfsfólk, sem flest er
ungt og skemmtilegt fólk —
þótt þeir hafi aldrei nálægt
sjónvarpsstarfsemi komið áður.
Heimildahandrita-verk eru að
mörgum álitin hið merkasta
form sjónvarps og útvarps-„list-
ar“, sem bindur saman fréttir,
sjónleik og músik, og túlkar
þessi atriði þegar bezt lætur á
fullkominn, skipulagðan hátt,
sem orkar örvandi bæði á hugs
un og geð. Heimildaatburöir
geta meira að segja staðið ein-
ir og sér án sérstaks söguþráðar
eða efniviðar annarra en t. d.
frétta. Einhver Robert Flaherty,
sem ég veit ekki nánari deili á
en að nafni til, er af mörgum
talinn vera faðir nútíma heim-
ildalegrar aðferðar í handrita-
gerð. Tæknilega séð er heim-
ildameðferð efnis sönn saga. í
reyndinni getur heimildaleg
sköpun og þannig samsetning
efniviðar stundum virzt afleið-
ing slysni (eða tilviljunar) eða
viljandj rangfærsla staðreynda.
Sumar tegundir heimildaverka
sameina staðreyndir og skáld-
skap, það er, nota staðreyndir
sem undirstöðu þess sem er í
rauninni sjónleikshandrit; þetta
er kallað hálf-beimildir eða
skáldskapar-heimildir.
Ég hefi hér drepið á heimilda
lega meðferð efnis fyrir sjón-
varp fremur en annað sjónvarps
•efni, vegna iþess eins og fyrr
segir, að ég álft að sú grein
sjónvarpsstarfsemi eigi hér
framtið fyrir sér fremur en al-
menn sjónvarpsleikritun og
flutningur þeirra. Sumum ágæt
is rithöfundum finnst þó þetta
túlkunarform helzt til of ein-
skorðað. Aðrir geta ekki agað
sig nægjanlega til þess þolgæð-
is sem rannsókn og gagnasöfnun
gerir kröfur til.
Óbreytt sviðsleikrit
óhæf fyrjr
útvarP og sjónvarp
Aðeins örfá eiginleg útvarps-
leikrit munu liafa verið skrifuð
á íslandi enn sem komið er, og
nð sjálfsögðu nálega ekkert
slíkt átt sér stað fyrir sjónvarp
ið, eða verk þannig úr garðl
gert að það megi heita raun-
verulegt sjónvarpsleikrit. Hvað
sjónvarpinu viðkemur, mætti
fremur kalla það leikmyndir
eðn leiknar sviðsmynd|r, sem
fram hefur komið þar. Ekkj er
það ætlun mín að móðga Matthí
as Jóhannessen ljóðskáld og
ritstjóra Morgunblaðsins, stór-
ikunningja minn, en það er i
sjálfu sér villandj að kalhi leik-
rit hans „Jón gamli“ fyrsta
sjónvarpsleikrit sjónvarpsins.
Hinsvegar er það fyi-sta sviðs-
leikrjt, sem sýnt var í sjónvarp
inu. Hið sama má að vissu leyti
segja um leikrit Jökuls Jakobs-
sonar — það bar sterkan svip
af leiksviði, þótt samið væri
fyrir sjónvarp.
Það er fátt sem sýnir betur,
hvar við erum stödd í gerð og
úlisotningu úitivarpsleijkrita, en
sífellt sama klassíska klásúlan;
ileiksviðið er setustofa með
frönskum gluggum, er snúa út
í trjágarð, þar er bekkur og
gosbrunnur; þegar leikurinn
hefst, og svo frv. . . Það hefur
ekki einu sinni verið fyrir því
ihaft að útstrika það, sem ekki
á við eyrað, hvað þá annað,
sízt að lögð sé vinna í útsetn-
ingar og breytjngar á handriti
til samræmis við flutning í
hljóðvarpi. Enn á ný er hér
verkefni fyrir rithöfunda og
bókmenntasinnað fólk, en ekki
leikara.
Raunverulcg
útvarpsleikrit
Ég vildi í því sambandi vilja
benda á, þótt það sé kannski
úþjóðlegt, að t.d, í ameríska út-
varpjnu er að finna hin réttu
og eiginlegu útvarpsleikrit. Þar
er spennandi upphaf, miðj;i þar
sem eitthvað er að gerast. há-
punktar, og hádramatísk enda-
lok, allt með ótal effektum og
tiiheyrandi áhrjfsmúsik. Það
hefur sýnt sig að það er engin
nuuðsyn að vera málagarpur til
þess að geta notið slíkra verka;
það dugir að vera rétt í meðal-
lagi, því að allt skýrir sig sjálft.
Það myndi hressa mikjð uppá
útvarpið ef áheyrendur þess
fengju raunveruleg leikrit flutt
af og til, á sama hátt og sjón-
varpið flytur efni við sitt hæfi
og sem við á. Sjónvarpið og þá
heldur ekki útvarpið, geta ekki
látið stjórnast eingöngu af við-
•horfi leiklistarfólks fyrir leik-
svið, og eingöngu með tilliti til
þess að veita því atvinnu við
sitt sérstaka hæfi. Þetta fólk
hefur sinn sér vettvang, þar
sem leikhúsin eru, en það er
•ekki hægt að ætlast til að 'hinu
rétta útvarps- og sjónvarps
formi verði fórnað, aðeins
vegna þess að það skapar sviðs
leikurunum nokkrar vinnustund
ir í viku hverri, aukalega.
Vissulega er sviðsmenntað leik-
fólk ómissandi í sannkölluðum
útvarps- og sjónvarpsleikritum,
en þar í spila einnig hljóðáhrifa
menn og músíksmiðir og aðrir
tæknimenn, en ekki svo að segja
eingöingu leikstóttarfólk, eins
og verið hefur að mestu undan-
farin ár, eða raunar kannski alit
frá byrjun útvarpsins.
BLÓM
Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið.
Við sendum.
GROÐRARSTOÐIN
v/MIKLATORG
SÍMAR 22-8-22 og 1-97-75.