Alþýðublaðið - 22.11.1968, Qupperneq 9
22. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9
!*MMWWWM»tWmHWWWMWWWVWMWMmwWWWWWWWWWWMMWWWMMiV
Eins og raenn muna eflaust,
var það ákveðið á Alþingi í
fyrra, að sami fími skyldi gMda
allf árið. Klukkunni var þá
seinkað í síðasta skipt; fyrsta
sunnudag í vetri í fyrra og í
vetur gild;r .sumarííminn, þar
sem klukki-nni var ekki seinkað
fyrsta sunnudag í vetri: sem
var 27. október. Það þýðir. að
fólk þarf í rauninni að vakna
kiukkutíma f'yrr til vinnu sinn-
ar, en hingað tjl á veturna, en
þá er ennþá myrkur í svartasta
skammdegfnu. Einkum hlýtur
þetta að hafa áhrif á börnin,
senj- þurfa að vakna fyrir klukk
an átía á morgnana til að fara
í skólann, en fullorðið fólk á
líka erfiðara með að vakna á
meðan enn er svarta myrkur.
Við hringdum í nokkra aðila,
scm gætu sagt okkur um við-
brögð m:\nna við þessum um-
skiptum og hringdum fyrst í
Gunnar Guðmundsson, skóla-
stjóra í Laugarnesskólanum.
— Gunnar, finnst þér það
hafa áhrif á mætingu harnanna
í skólanum, að klukkunni var
ekki seinkað nú eins og veriö
hefur?
— Nei, ekki ge,t ég sagt það.
En tíðin hefur verið svo ágæt-
lega þægileg og mild, þótt
dimmt sé, að það er ekki kom-
in reynsla á þetta ennþá, enda
ekki liðnar nema þrjár vikur
síðan klukkunni hefði átt að
vera breytt.
Þorvaldur Brynjólfsson, yfir-
verksstjóri hjá Landssmiðjunni:
— Ég verð að segja eins og
er, að ég finn það hvorki á
sjálfum mér né öðrum, að það
hafi nokkur áhrif. Ég tek bara
við mér, þegar þú minnist á
Iþetta það hafði alveg farið
framhjá mér. Hér mætá allir
ljómandi vel, sagði Þorvaldur
að lokum.
Að lokum höfum við sam-
band við Jóhannes Pétursson,
kennara. Hann svnraði á þessa
leið:
— Mér hefur alltaf fundizt
heldur til hins verra, að breyta
klukkunni á haustin, og ég kann
betur við þetta. Mér finnst alls
ekki erfiðara að vakna á morgn-
ana.
— Finnst þér, að krakkarnir
séu syfjaðri á morgnana í skól-
anum, eða verr upp lögð nú
en áður?
— Ekki tek ég eftir því. Það
er nú ekki nein reynsla komin
á það, það er svo skammt liðið
á veturinn. Ég hef heldur eng-
an heyrt tala um það, að sér
finnist erfiðara að vakna á
morgnana nú en áður.
Að lokum hringdum-við í Sig-
urð Guðmundsson, skrifstofu-
mann hjá Samvinnutryggingum.
Hann svaraði því til, að sér
hefði ekki fundizt hann eiga
erfiðara með að vakna, þótt
klukkunni hafi ekki verið seink
að. Reyndar sagði hann, að mað
ur yrði ekki svo mikið var við
myrkrið, þegar maður setzt upp
í bíl og ekur af stað, fer síðan
inn á skrifstofu, sem er vel
upplýst. Þar að auki væri erfitt
’að segja um þetta strax, þar
sem skammt væri liðið á vetur-
inn.
Af iþessu má sjá, að það mun-
ar ósköp litlu, hvort farið er á
fætur klukkutímanum fyrr eða
seinna í skammdeginu. Ef 'ein-
hver hefur aðra sögu að segja
um þetta mál, þætti okkur vænt
um, að þeir hefðu samband við
okkur.
KLUKKUNNI VAR EKKI
FLÝTT OG ÞAÐ ER SVARTA
MYRKUR FRAM EFTIR DEGI,
EN SAMT SEGJA MENN:
EKKERT
ERFIÐARA
ÁÐ VAKNA A
MORGNANA
Brefa
KASSINN
Enn um þegn-
skylduvinnuna
Heiðraði bréfakassi!
Mig langar til áð leggja orð
í belg varðandi þegnskyldu-
vinnu unglinga. Ég er sammála
GG að því leyti að ekki á að
taka upp „nýtízku þræfahald“
eins og mig minnir að hann
orði það, og einnig er ég sam-
mála Sigurjóni Ara Sigurjóns-
syni um það að nauðsynlegt sé
að útvega unglingum vinnu,
hvort sem vjð köllum það þegn-
skylduvinnu eða eitt'hvað annað,
En það er eitt sem ég hef
alltaf undrazt í þessu máli og
það er augsýnilegt vilja — eða
hugmyndaleysi hvað viðkemur
vinnu unglinga hér í borginni.
Vinnuflokkarnir eru ágætir, en
við gætum vel hugsað okkur að
stofnaðir yrðu vinnufloklcar
unglinga, sem sæu um gatna-
og lóðahreinsun eða lóðafrá-
gang. Ég á heima í stórri blokk,
þar sem á eftir að ganga frá
lóð í kringum húsið, og ég segi
fyrir mig, að ég hefði mun meiri
ánægju af Iþví að sjá flokk
unglinga gera lóðjna í stand
undir góðri verkstjórn, heldur
en láta einhvern verktaka með
tvær, þrjár vélar hirða hundruð
þúsunda króna í vélaleígu. Vél-
ar eru vissulega góðar til síns
brúks, en fyrst og fremst eig-
um við að hugsa um heill unga
fólksins og sjá svo um að það
hiafi eitthvað fyrir stafni. Ég
legg því til að borgaryfirvöldin
stórauki vinnumöguleika ung-
Frh. á bls. 14.
HMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWMMMMMtMMMMMMMMMMMMMMI
TELKYNNING
frá Seölabankanum
Þar sem opinber skráning og gjaldeyrisvið-
skipti.hafa verið felld niður í nágrennalönd-
um vorum falla gjaldeyrisviðskipti niður hér
á landi frá og með deginum í dag og þar til
annað verður ákveðið.
20. nóvember 1968.
Seðlabanki íslands.
Á næstunni munum vér kaupa
tómar flöskur merktar ÁTVR
í glerið, á kr. 5 00 pr, sík. Mótaka alla virka 'daga nema iaugar
daga í Nýborg v.Skúlagötu klt 9 — 17-
ÁFENGIS- 0G TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS.
Auglýsing
um umferö og hifreiða-
stöður / Hafnarfirði
Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samkvæmt
heimild í 65- gr. umferðarlaga nr. 26/1958 hafa verið settar
eftirfarandi reglur um umferð og stöðu bifreiða í Hafnarfirði:
1- Einstefnuakstur verður um Austurgötu til austurs frá Reykja
víkurvegi að Lækjargötu. — Bifreiðastöður eru leyfðar á syðri
götubrun, en bannaðar á nyrðri helmingi götunnar-
2. Bannað er að leggja vörubifreiðum og fólkssbifreiðum yfir
12 farþega á Austurgötu, Hverfisgötu, Kirkjuvegi og Merkur-
götu.
3- Bifreiðastöður eru þannaðar við Reykjavíkurveg, neðan
(sunnan) gatnamóta Austurgötu og Kirkjuvegar.
Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi frá og með 1- des. 1968.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Einar Ingimnndarson.
Tilboð óskast
í vélskóflu (Payloader 2V2 r.y.) er verður til
sýnis næstu daga að Grensásvegi 9.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri í dag
föstudaginn 22. nóvember kl. 11 árdegis,
. ... ...41*:'
Sölunefnd varnarliðseigna.