Alþýðublaðið - 22.11.1968, Síða 10

Alþýðublaðið - 22.11.1968, Síða 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 22. nóvember 1968 Faye Dunaway Ný Greta Garbo, segja sérfræðingarnir sem lofa hæfileika hennar óspart Hún er kölluð nýja Garbo og varð heimsfræg eftir leik sinn í kvikmyndinni „Bonny og Clyde“. Hún er tilfinningarík, en dul og torráðin. Hún er sannkölluð stjarna. Fyrir aðeins tve'm árum var Faye Dunaway óþekkt nafn í kvikmyndaheiminum. í dag vita flestir að hún lék Bonny Parker í myndinni „Bonny og Clyde“. Nú getur hún valið úr kvikmyndatilboð um. vöggu Faye Dunaway að hún myndi öðlast frægð og frama. Það var þvert á móti langur vegur frá fæðingarstað henn- ar í Bascom í Florida til glitr- andi stjörnuhimins Hollywood. Faðir hennar var yfirmaður í hernum og hafði eng n sér stök sambönd er dygðu til að hjálpa dóttur hans á kvik- myndabrautinni. Stríðsbarnið Faye — hún er fædd 1943, varð sjálf að brjót ast áfram af eigin rammleik. Hún átti enga ósk heitari en að komast sem fyrst að beim an. „Bacom er ekta amerísk- ur járnbrautarbær“, segir hún, „ég þráði dag og nótt að kom ast burt“. Faye Dunaway gekk í skóla hjá sjálfum Elia Kazan, leik- stjóra í „Baby Doll“ og „Aust an Eden“. Þar fékk hún not fyrir þann sjálfsaga, sem hún hafði tamið sér he.ma í Flor- ida. Hjá Elia Kazan var hún áhugasamur nemandi og beið í eftirvæntingu eftir hlutverki á hvíta tjaldinu. Loks fékk hún lít.ð hlutverk í myndinni „Ákveðin æska“, þar sem Ant hony Quinn lék aðalhlutverk- ið. Þá bauð Otto Preminger henni að leika í mynd sinni „Eftir nótt kemur dagur“. Faye langaði til að leika ann- að aðalhlutverkið á móti Mic hael Caine í þessari mynd, en það var Jane Fonda sem hlaut hnossið. Michael Caine spáði því að eftir tvö ár yrði hún orðin stærri stjarna en hann, og það reyndist rétt, En hvers vegna var svo Faye valin til að leika Bonny-hlutverkið? Það var sannarlegt happ- Það stóð ekki skrifað á Kalll, af öllum strákum í heiminum eru þið Snati þeir beztu. drætti fyrir leikstjórann, því ekki vlssi hann að þessi hressi lega byssustúlka, sem dansaði um á öklasíðum pilsum með alpahúfuna á flögrandi engla hárinu, myndi vekja aðra eins aðdáun og síðar varð ljóst. Faye var frá sér numin er henni var veitt hlutverkið, og hún las allt sem hún náði í um hina raunverulegu Bonny Parker og beið eftir að hefj- ast handa. Faye rifti samning sínum við Otto Preminger til að leika Bonny, og Preminger varð öskure ður. Þegar „Bonny og Clyde“ kom á markaðinn vakti hún svo mikla hrifningu, að það yfirgnæfði björtustu vonir leikstjórans Warren Beatty. Og Faye Dunaway gat allt í einu valið úr kv kmyndatil- boðum víða um heim. Faye hafði ofþreytt sig síð ustu mánuðina og hvíldist nokkrar vikur um borð í skemmtisnekkju Sam Spiegels á MiðjarðarhafSíðan lá leið- in til Mexico, þar sem hún lék í kvikmynd á móti David Niv en. í þeirri ferð trúlofaðist hún ljósmyndara er áður fyrr hafð; tekið myndir af henni sem fyrirsætu. Sl. sumar, lék Faye sitt stærsta hlutverk h ngað til. Myndin er byggð á sögu Brun ello Rondis „Elskendufnir“, en það nafn mun ekki verða notað á myndlna, því fransk- maðurinn Louis Malle hefur þegar gert kvikmynd með því nafni. Framle ðandi myndar- innar er Carlo Ponti, en leik stjóri Vittorio de Sica. Sagan fjallar um dvöl ungra elskenda, <Faye Dunaway og Marcello Mastrolanni), í fjalla kofa í ítölsku Ölpunum. Hún er með ólæknandi sjúkdóm og veit að brátt mun hún deyja. Þau eyða þarna síðustu vikun um af ævi hennar. Það eru fáir leikendur í myndinni og þriðja stærsta hlutverkið, dóttur fjallabónd- ans, leikur norsk stúlka, Kar- in Engh. Það var tilviljun ein að þessi mynd 'vjar gerð. De Sica sá leikrit um þetta efni, er sýnt var í Róm í fyrra og fékk áhuga á að gera kvik- mynd eftir sögunni. Hann sá að mikils yrði krafizt af að- alleikurunum tve m, og mynd in kæmi til með að kosta skildinginn, þrátt fyrir að það væri aðeins not fyrir sex leik endur. De S_ca talaði við sinn gamla vin Carlo Ponti sem hét þegar liðveizlu sinni, Hvorki de Sica eða Ponti voru í vafa um hver ætti að leika karlhlutverkið í mynd- inni. Marcello Mastroianni var sjálfkjörinn. En hver átti að leika kvenhlutverkið? Ponti stakk upp á Vanessu Redgrave, en þá gerðist það að de S„ca sá „Bonny og Clyde“ og þar með var málið afgreitt frá hans hendi. Hann flýtti sér til New York og bauð Faye Dunaway hlutverkið. Hún hugsaði sig ekki tvisvar um, hafði lengi verið aðdáandi Marcello Mastroianni. Sagt var að eiginkona Pont- is, Sophia Loren, hefði orðið móðguð yfir að Faye fékk þetta hlutverk, en Ponti og de Sica hlæja að þessum orðrómi og segja að Sophia hafi aldrei komið til greina í þessari mynd. „Hún passar alls ekki í hlutverk.ð, segir de Sica al- varlegur, en að við myndum finna nýja Garbo, því reikn- aði ég ekki með“. Á því tímabili sem Faye tók tilboðinu var Mastroianni staddur í London. Hann vissi að hann átti að leika í mynd- inni, en vissj ekki um hvað hún fjallaði eða hver yrði mót leikari. Kvöld eitt fór hann með vinum sínum að sjá „Bonny og Cyde“. Mareello var mjög hriLnn af myndinni og ejnkanlega af Faye. „Dá- samleg leikkona“, sagði hann, „og svo hefur hún minnst fimmtán mismunandi andlit“. De Sica v.ssi ekki að Mastro ianni þekkti til Faye Duna-. way þegar hann tilkynnti honum um mótleikara hans. „Stórkostlegt, þúsund þakk- ir“ sagði Marcello. Þegar Faye og Mareello hittust í fyrsta sinn á heimili Pontis, stóðu þau fyrst góða stund og horfðu. hvert á annað. Síðan féllust þau í faðma, af ein- skærri gleði, sagði Marcello. A næstu mánuðum var unn ið að kvikmyndahandritinu og tengdasonur Pontis, Peter Baldwin, tókst á hendur að sjá um að samvinna Faye og hmna ítölskumælandi leikara gengi snurðulaust fyrir sig. Norska stúlkan Karin var vai in úr stórum hópi umsækj- enda til að leika dóttur fjalla bóndalns, og hefur gert því hlutverki góð skil, segir de Sica. Það var mikið leitað að góð um stað fyrir „elskendahreiðr ið“ í Ölpunum og að síðustu ‘ féllst gömul vinkona Pontis, furstafrú Ruspoli, á að lána fjallabústað sinna Villa Mas- er, sem reyndar minnir meir á höll en kofa. Helmingur myndaúnnar er tekin við Villa Maser, en seinni hlut- inn hátt uppi í fjöUunum þar sem Faye og Marcello eyða síð Frh. á 14. síðu. HEYRT& * SÉÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.