Alþýðublaðið - 22.11.1968, Síða 16

Alþýðublaðið - 22.11.1968, Síða 16
SfOflH Móðir hennar, frú Wanda Plummer, ætlar að fai'a á und an til að hughreysta ungfrú heim, sem er ákaflega þjáð af heimþrá. VÍSIR. Hcr í eina tíð stóð jólamánuð- urjnn einungis í 31 dag. Kellingin var með barlóm í gær og sagði við karlinn að hún þyrfti að fá húshjálp. Karlinn var ekki lengi að mala hana niður og sagði: — Ef þú vilt hiishjálp skaltu fara að vinna úti til að þú getir borgað hana sjálf. — Mikið vill meira. Sumir hafa bæði nælt sér í streitu og maga sár. Það er raunverulega enginn sem getur vitnað í gömlu og góðu dagana. Þá var nefnjlega engin manneskja til á jörðinni. Ó mín pípan pena... Pípureykingamenn halda því fram að það sé eitthvað sér- stakt við það að vera pípureyk ingamaður og slíkir menn líta alltaf með örlítilli lítilsvirðingu á 'þá sem reykja eitthvað ann að en pípu, t.d. sígarettur, kjöt eða vindla. Það var hins vegar ekki fyrr en ég las bækling með nafninu „Staðreyndir um pípu- reykingar”, að ég gerði mér fyrst grein fyrir því, að það ier raun\<erulega eitthvað sér stakt við það að reykja pípu. Þetta sérstaka kemur nefnilega alveg sérstaklega fram í ,þess- um sérstæða bæklingi og stóð umst við ekki freistinguna að ibirta hér nokkur gullkorn úr 'þessu öndvegis riti. í „Inngangi” segir m.a.: „Það er ekki sama hvernig pípan er meðhöndluð, hún þarnast • tíma, fyrirhafnar og faglegrar þekkingar. Og það ,er lekkert skrítið: Það getur enginn ekjð 'bíl, án þess að vita hvernig á að nota hin ýmsu áhöld og takka; engin getur orðið futl- fær til ásta, án þess að þekkja eitthvað til hinna margslungnu og töfrandj leikja samlífsins. Og iþað sama gildir með pípuna, enginn ætti að reykja pípu, án Iþess að vita hvernig á að fara með 'hana, til að 'hún gefi sem allra mesta ánægju”. Nú, ef við höldum áfram lestri bæklingsins, þá er í næsta kafla fjallað um sögu pípunnar og tóbaksins. Á einum stað í kaflanum er þessi ágæta setn- ing: „Það var fyrst og fremst Englendingurinn Sir Walter Ral eigh, sem innleiddi rétta notkun tóbaksins. Hann kynntist tóbaks notkun Indíána á landkönnunar ferðum sínum, og þegar heim 'kom, reykti ihann mikið, bæðj vísindalega og nautnalega”. Tilreykingin er mikilvægt atriði þegar ný pípa er tekin í notkun, í kaflanum „Tilreyk ingin“ segir: „Byrjað er á að troða í pípuna Vz — % fulla og síðan kveikt í með eldspýtu og þess gætt, að eldur komist í allt yfirborð tóbaksins. Þá er þess gætt, að eldur komist i allt yfirborð tóhaksins. Þá er að gera sér grein fyrir því, að verið er nð reykja PÍPU, en ékki sígarettu eða vindil.” Næsti kafli héitir „Pípureylc ingar“. Þar segir: „Pípureykinga maður, sem náð hefur langt í list sinni, 'liættir smátt og smátt að líta á pípur sínar sem dauða 'hluti. Þær verða vinir hans og hluli af þorium sjálfum og verða honum hjálpartæki í lífsbar- áttunni. Gott dæmi er Sherloek Holmes". Og síðar í kaflanum erú þess lar gullvægu málsgreinar: „Píp unni á ekki að slá í harða 'hluti til að losa úr henni. Hún er íekki hamar, heldur vinur þinn og viðkvæm fyrir höggum. Bezt ier að slá hcnni í þumalfingur eða handabak, þá fær hún ekki þyngri högg en þú þolir og það er sanngjarnt". „Súr pípa” er næsti kafli, en í honum segir m.a.: „Mesta vandamál, sem óvanur pípureyk ingamaður á við, og sem vanir ráða ekki nærri alltaf við, er súr pípa. Sem eðlilegt er get- ur aldrei orðið mikið varið í að reykja pípu, sem drynur í og spýtir sósu upp í munn reykinga mannsins, og hefur iþar að auki súra og fráhrindandi lykt“. Og síðar í kaflanum: „Mikil vægt atriði er, að venja sig af því að slefa niður í munnstykk ið, en það hendir marga byrj endur. Pípureykurjnn hefur meiri áhrif á munnvatnskirtlana en flestar aðrar tegundir neyks. Ef það nú gleymist, að pípan á að reykjast hægt og rólega og reykjarbólstrarnir verða blá- hvítir og þéttir, gera munnvatns kirtlarnir uppreisn. Þeir setja sig í varnarstöðu og gefa frá sér mikið meira af munnvatni en venjulega, svo ekki ier pláss fyrir það allt í munninum. En iburt skal það. Og þannig skeð ur það, að sá óvani lætur það renna gegnum munnstykkið, og niður í botninn á eldhólfinu”. Pípureykingamenn eiga, sam kvæmt bæklingnum, sín eigin 10 boðorð ekkei't síður en krista ir menn. 9. boðorð pípureykinga rnanna hljóðar svo: „Aldrei láta pípu liggja í öskubakka, eða annars staðar, þar sem fólk gjör sneitt tilfinningu fyrir pípu- menningu gæti skaðað 'hana". Pésinn endar, svo sem allir góðir og siðmenntaðir pésar, á „Heilsufarsleg og siðferðileg ihugleiðing”. Lýkur hugleiðing unni svo: „Róm var ekki byggð á einum degi, og enginn verður óbarinn biskup. En þolinmæðin þrautir vinnur allar. Pípureyk- ingamaðurinn þarf að temja sér rólyndi, sjálfsstjórn og þolin- mæði, til að ná fullkomnun. X því liggur hinn siðferðilegi kraft ur pípunnar. Pípureykjngamað urinn verður að vísu háður Nikó tíninu og reykingavananum, en hann vinnur þessa þrjá ágætu eiginleika, sem því miður er allt Df fátíðir hjá öðrum pípureyk- ingamönnum. Þessum bæklingi ier fyrst og fremst ætlað það ihlutverk að hjálpþ mönnum til að komast yfir hina tæknilegu 'byrjunarörðuleika, sem óhjá- kvæmilega fylgja pípureyking um. Hjnar 3 ágætu eiginleikar þróast svo jafnhliða tæknilegu hliðinni, sé maðurinn á annað borð ákveðinn í því að verð.i pípureykingamaður; bæði sjálfs sín vegna og til að hjálpa þeim heimi sem við lifum í, til að stíga enn eitt spor fram á við, í áttina til betra lífs“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.