Alþýðublaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1968, Blaðsíða 1
UTVARPSVIKAN 24.-30. nóvember 1968 NÝTT FRAMHALDSLEIKRIT í SJÓNVARPINU: .IFGLAPINN NÆSTKOMANDI sunnu- dagskvöld klukkan 21.50 byrj- ar íslenzka sjónvarpið flutn- jng ,,Afglapans“, framhalds- leikrits fyrir sjónvarp, sem 'byggt er á sanmefndri sögu rússneska stóirskáldsins Fyo- dors Dostoévskys. Þetta er fyrsti þátturinn af fimm og nefnist á íslenzku „Prjnsinn snýr aftur“. Myshkin prins snýr aftur tii St. Pétursborgar eftir að hafa verið til lækn- inga í Sviss um skeið, vegna flogaveigi. Hann kemst í kynni við Epanchin hershöfðingja, en koná liershöfðingjans er í ætt við hann. Meðfæddur skortur Myshkins á fágun í framkomu, hreinskilni hans og Fyodor Dostoévsky persónutöfrar vekja kátínu og fjölskyldan fer að kalla hann „afglapann". En þegar hin fagra en alræmda Nastasia verður á vegi prinsins skipast skjótt veður í lofti; villtar ástríður taka að herja sál hans og leiða til mikilla og örlaga- ríkra átaka. „Afglapinn" er meðal kunn- ustu skáldverka Dostoévskys, en Dostoévsky er löngu viður- kenndur í hópi klassiskra skáldsagnaliöfunda. Hann fæddist 11. dag nóvembermán aðar árið 1821 og lézt 9. febrúar 1881, átti viöburðarika en talsvert raunalega ævi og var lengi bagaður af sjúkdóm- um og ytra mótlæti. Samt sem áður var Dostoévsky af- kastamikill rithöfundur, „einn hinna stóru“ sem kallað er, og bækur hans hafa verið þýddar Framhald á sunnudegi. Adrienne Corri í lilutverki N astasiu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.