Alþýðublaðið - 13.12.1968, Síða 5

Alþýðublaðið - 13.12.1968, Síða 5
13- desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bækur IVIáls og menningar Kristján Þorgeirsson og Gísli Gunnarsson. Stofnun fleiri matsnefnda i undirbúningi Neytendasamtökin á íslandi hafa nú staríað um nærfellt sextán ár'a skeiff. Neytenda- samtök starfa núna í flestum löndum Evrópu og Norffur- Ameríku og einnig í mörgum löndum í öffrum heimshlutum. íslenzku samtökin eru þ'au þriffju elztu. 1960 voru stofn uff Alþjóffasamtök neytenda og hafa Neytendasamtökin á íslandi frá upphafi veriff affili aff þeim. Þá er ísland affili að norrænu samstarfsnefndinni um neytend'amálefni. Markniið Neytendasamtak- arnia- er að gæta hagsmuna neytenda í hvívetna varðandi kaup á vörum og þjónustu. Starfsemi þeirra fer nú að mestu leyti þann.g fram, að rekin er skrifstofa, sem veitir neytendum almenna þjón- ustu, til dæmis vegna kv^rt- ana um viðskipti, gefur upp- lýs ngar um rétt neytenda, vörugæði og fleira. Neytenda samtökm opnuðu 1. desember sl. nýja skrifstofu að Austur- stræti 9, og er hún opin alla Virka daga nema laugardaga frá 1—6, símar 19722 og 21666. Framkvæmdastjóri samtak- anna sér um daglegan rekstur þeirra og starfar í samráði Við lögfræðinga samtakanna að þeim málum, sem krefjast lögfræðilegrar úrvinnslu. Annar veigam kill þáttur í starfi Neytendasamtakanna er útgáfustarfsemi og ber í því sambandi fyrst að nefna Neytendablaðið, sem mun koma út um miðjan þennan mánuð, en sem stendur er út- gáfa blaðsins öll í endurskoð un, og mun blaðið koma út h nýstárlegu formi þegar í byrj un næsta árs. Þar verða birt- ar gre nar almenns eðlis til leiðbein.ngar á réttarstöðu neytendá, leiðbeiningar um vörukaup og vöruval og með ferð ýmissa vöruflokka auk þess sem greint verður frá starfsemi samtakanna. Meðal an'narra verkefni í framtíð nni má nefna stofnun fleiri matsneínda, en ein slík stafar nú til að athuga um- kvartanir vegna þjónustu efnalauga. E.nnig er ætlunin að hefja, e ns mikið og fjár- hagur og aðrar aðstæður leyfa, gæðamat á vörum, en slíkt er mjög mikill þáttur í starfi neytendasamtaka er- lendis. Öflugt kynningarstarf verður hafið í Neytendasam- tökunum og í því sambandi leitast við að stórfjölga með- limum þe.rra, og almennur fé- lagsfundur verður haldinn núna eftir áramótin. Fyrir aðalfund er ætlunin að hafa komið upp umboðsmannakerfi um allt land, þannig að neyt- endur fjarri Beykjavík geti fyrst snú ð sér til slíkra um- boðsmanna. sem starfa síðan eftir því sem ástæður þykja í samvinnu við skrifstofu samtakanna í Reykjavík. Gæti þetta auðveldað endur- skipulagningu samtakanna, þannig að þau byggist á deild um, sem síðan hafi með sér landssamband. 29. júlf sl. sumar var kjörin ný stjórn fyrir Neytendasam- tökin, og er formaður ’nenn- ar núna Hjalti Þórðarson, skrifstofustjóri, Selfossi. Aðr ir í stjórn eru Kristján Þor- ge rsson, framkvæmdastjóri samtakanna, varaformaður. Gísli Gunnarsson, kennari, r tari, Jón Oddsson, lögfræð- ingur, gjaldkeri. Msðstjórn- endur eru Gísli Ásmundsson, Prh. á 2. síðu. Reykjavík. — VGK. Bókaútgáfa Máls og menning- ar og Heimskringla hafa sent frá sér nokkrar bækur. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipu- lagi félagsútgáfu Máls og menn- ingar og mega félagsmenn nú velja um sex bækur. Fer félags- gjald eftir því hve margar bæk- ur menn velja sér, en tímarit fé- lagsjns er fast. Tímaritið auk tveggja bóka kosta 650 krónur, tímaritið auk fjögurra bóka 1000 og tímaritið auk sex bóka 1280. Bækur Máls og menningar og Hejmskringlu eru þessar: UM ÍSLENZKAR FORN- SÖGUR eftir Sigurð Nordal. Árni Björnsson þýddi. 178 bls. Verð í b. kr. 350 + sölusk Bók þessi er býðing á' Sagalitt- eraturen, sem kom út á dönsku í safnritjnu NORDISK KULTUR árið 1953. í bókinni er gerð til- raun til þess að raða íslenzkum fornsögum sem næst því er senni legur ritunartími segir til. — „Þetta fannst mér,” segir Sig- urður Nordal í formála, „einna helzt geta orðið að gagni af því sem unnt var að gera nokkur skil í svo stuttu máli.” SJÖDÆGRA, önnur prentun, eftir Jóhannes úr Kötlum. 162 bls. Verð í b. kr. 330 + sölusk. : Þessi bók er í flokki úrvalsrita íslenzkra bókmennta, sem Mál og menning gefur út. Bókin kom fyrst út 1955 og er löngu upp- seld. Margir telja SJÖDÆGRU ágætustu ljóffabók Jóhannesar, og mönnum er nú æ betur aff verða ljóst, að í henni hefur ís- lenzk nútímaljóðlist risið einna hæst. PAPPÍRSKILJUR | MÁLS OG MENNINGAR BANDARÍKIN OG ÞRIÐJI HEIMURINN eftir David Horowitz. Hannes Sigfússon þýddi. 174 bls. : INNGANGUR AÐ FÉLAGS- FRÆÐI j eftir Peter L. Berger. Hörður Bergmann og Loftur Guttormsson þýddu. 216 bls. Verð hvorrar bókar kr. 180,00 + sölusk. Þetta eru tvær fyrstu bækurn. ar í nýjum flokki fræffibóka um ýmis efni, sem Mál og menning gefur út og nefndar eru „papp- írskiljur”. Er þetta tilraun til aff gefa út ódýrar og handliægar bækur um efni, sem efst eru á baugj í heiminum, viðleitni til aff gera íslenzka bókaútgáfu fjöl- breyttari en verið hefur. r i SKÚLI THORODDSEN, , fyrra bindi, eftir Jón Guðnason 461 bls. + 13 myndasiður. Verð í b. kr. 640,00 + sölusk. Þessi liluti verksins fjallar um æskuár Skúla og námsár, dvöl hans sem sýslumanns á ísafirði, en langmestur hluti bindisins er helgaður „Skúlamálinu” fræga, sem nú er loks skoðað ofan í kjölinn, svo aff úr verður hin merkasta aldarfars- og réttarfars lýsing. i síðara bindinu, sem væntanlegt er innan skamms, verður stjómmálasaga Skúla Thoroddsens aff öðru leyti rakia allt til æviloka. VÍETNAM eftir Magnús Kjartansson. 218 bls. + 32 myndasíður. Verð í b. kr. 400,00 + sölusk, Magnús Kjartansson ferðaðist um Norður-Vietnam i sumar, og segir frá því ferðalagi í þessari bók. Þetta er þó ekki aðeins ferffabók, heldur eru hér einnig raktir meginþættir víetnamski-- ar sögu og sjálfstæðisbaráttu, en bókinni lýkur með bollalegging- um um alþjóðlega refskák stjóra málanna og þróun sósíalismans á síðustu árum. Fra-niiald á 14. síðu. Þessi læknasaga Kerry Mitch- ell, er spennandi og hrífandi ást- arsaga um líf og starf á sjúkra- thúsi, sorgir og gleði, ástir og af- brýði. Verð kr. 279,50 m/sölusk. Bókaútgáfan Snæfell.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.