Alþýðublaðið - 15.12.1968, Síða 5

Alþýðublaðið - 15.12.1968, Síða 5
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 1968 5 HUSMÆÐURNAR - HEIMILIN Bráðum kpma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Þessj þjóðkunna vísa hefur verið rauluð við margt barnið, þegar jólin hafa tekið að náig- ast. Hún felur í einföldum orð- um sínum þá tilhlökkun sem ávallt kemur fram í hugann fyrir liver jól. Orðjn kerti og spil, eru að vísu sérstaklega tengd þeim tíma er fátt var um gjafirnar, en jólatilhlökkunín byggðist mest á því að fá kertið sitt í hendur tii að geta kveikt á því í svart- asta skammdeginu. Og sú dýrð að vakna á jóladagsmorgun við kertaljós, er mörgum af eldri kynslóðinni ógieymanleg. En nú er öldin önnur og meira borið í jólahald en áður var. En samt, þrátt fyrir rafmagnsljósið góða eru kertaljósin enn ómiss- andi og hver hefur ekki séð barnsaugu skína í kapp við kerta Ijós á jólunum. Það er höfundi þessara lina enn í fersku minni, er hún lítil telpuhnáta í sveit, fyrir röskum tuttugu árum, var að basla við að festa marglitum smákertum á jólatréð, sem var skreytt grænu lyngi sótt upp í fjalishlíðina og heimatilbúnu skrauti, sem núna þætti ef til vill ekki sem boð- legast. En í hennar augum var það hámark jólagleðinnar, þegar kveikt var á litla trénu á að- fangadagskvöld. En snúum okkur aftur til nútímans. Það er öllum hús- mæðrum kunnugt að dagarnir fyrir jólin eru mestu annadagar ársins og oft er það svo á sjálft jólakvöldið að húsmóðirin er orð in svo uppgefin að hún getur vart notið hátíðarinnar með f jölskyldu sinni fyrir þreytu. Á hverju ári lofum við sjálf um okkur hátt og í hljóði að byrja nú fyrr á jólaundirbúningn um á næsta árí. En einhvern veginn vill það nú fara svo að alltaf er eitthvað ógert á síð- ustu stundu. Margar konur eru svo mynd- arlegar að útbúa jólagjafir sjálf- ar. Til þess þarf auðvitað bæði tínia og hugmyndafiug og hand- lagni, en það þarf ekki annað en líta á bazarana þessa dagana til að sjá marga bráðfallega heimaunna muni. Það þarf ekki að taka það fram, hvað slíkar gjafir eru skemmtOegri og pers- ónulegri en þær sem keyptar Framhald á 15. síðu. í JÓLABAKSTURINN RÚGBRAUÐSTERTA með hnet. um. 1/4 kg. sykur 4 eggjarauður 125 gr., rúgbrauðsrasp 1 matskeið hveiti 1 ” kartöflumjöl 1 ” kakó 3 teskeiðar lyftiduft 50—100 gr. saxaðar hnetur 4 þeyttar eggjahvítur Hindberjasulta, rjómi og rifið súkkulaði. Sykur og eggjarauður hrærð ar vel. Rúgbrauðsraspið sett í ásamt hveiti og kartöflumjöli, kakói og lyftidufti. Síðast eru hvíturnar og hnetukjarnarnir látnir í. Degjð bakað í 3 vel- smurðum tertumótum í 15 mín. við 200 gráðu hita. Botnarnir lagðir saman með sultunni og skreyttir með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. KLEINUR. 200 gr. hveiti 1/4 tsk. lyftiduft 75 gr., smjörlíki 1 egg 75 gr. sykur 2 msk. koníak Smjörið mulið í hveitinu og lyftiduftjnu. Eggið slegið sam- an og hrært vel í ásamt sykri og koníaki. Hnoðað. Flatt út og skorið með kleinujárni. Brún aðar ljósbrúnar í palrhínfeiti. JÓLAHJÖRTU 200 gr. hveiti 100 gr. sykur 3 harðsoðnar eggjarauður sem eru muldar gegnum sigti. 225 gr. smjörl. 3 stk., rifinn appelsínubörkur. Öllu fclandað saman, degið hnoðað vel og látið bíða á köld um stpð til næsta dags. Flatt út og stungið í hjörtu með þar tilgerðu móti. Bakað í 10 mín. við 20 gráðu hita. -Flórsykurbráð sem er lituð 'með ávaxtalit er borin á kök- urnar. ENGIFERKÖKUR NÓRU 1/2 kg. hveiti 250 gr. sýróp 250 gr. smjörl. 125 gr. sykur 20 gr engifer. Ailt hrært vel saman og linoð að. Rúllað í stengur sem eru skornar niður í þunnar sncið- ar. Bakaðar við hægan hita í 10—14 mínútur. Að lokum eru hér tvær upp- skriftir á ljúffengum „nætur- bita” sem eiginmaðurinn getur sem bezt útbúið meðan konan er í jólaönnum. FRANSKBRAUÐSNEIÐAR eru smurðar með smjöri. Á þær er látið harðsoðið niðursneitt egg, brúnuð skinkusneið og mayonnasse. Þá tómatsneið og síðan er önnur brauðsneið lögð yfir. I HEITT OSTBRAUÐ með karry. Rúgbrauð eða franskbrauð skor>ð niður oa sneiðarnar smurðar með smjöri og dálitlu sinnepj. Feitur, mildur ostur látinn á sneiðarnar og yfir þær stráð ögn af karry. Steikt á steikarpönnunni eða hitað í ofninum þar til osturinn er hráðinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.