Alþýðublaðið - 15.12.1968, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.12.1968, Qupperneq 7
„Jólin hafa veríð og eru enn einhver dýrlegasta hátíðin á ár- inu, og er ekki að uhdra, þó að margt sé ,þá á hreyfingu. — Einna merkilegastir eru jóla- sveinarnir. Flestir segja þeir séu 13; byrji ,þeir að koma 13 dögum fyrir jól, og bætist svo eihn við, þangað til 13 eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo fara þeir að tínast burt, þangað til þeir eru horfnir, 1 á dag og sá síðasti á þrettánda. Þeir eru krakkar Grýlu og Leppalúða og koma af fjöllum o'fan, bæði til að stela keipóttum börnurh og skælóttum, og svo til þess að ná sér í eitt. hvað af jólagæðunum, þó að ær- ið virðist þeir smálátir eftir nöfnunum að dæma. Þeir heita: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur — eða Pönnusleikir, Þvörusleikir, Pottasleikir — eða Pottaskefill, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur — og Kertasníkir — eða Kertasleikir. . -i- A Austurlandi var önnur sögn um jólasveinana: er þeim þar svo lýst, að þeir séu áð vísu í mannsmynd, nema þeir séu klofnir upp í háls, en því mið- Ur man ég ekki um uppruna þejrra og ekki heldur um hvað þeir eiga að gera. En allar líkur eru til, að það séu eldri sagnir en hinar. Annars er það margra manna mál, að þeir eigi ekkert skylt vig Grýlu eða hennar hyski. Sumir segja þeir séu ekki nema níu, og bendir til þess þula þessi: „Jólasyéinar einn og átta ofan koniu af fjöllunum” o. s. frv.” (Jónas frá Hrafnagili). „Sumir segja, að jólasvein- arnjr séu að koma alla jólaföst- una (aðrir segja, að þeir komi með jólaföstu), en annars mun það réttara, að þeir séu 13. Þeir koma utan af hafi og fara allir aftur á .aðfangadaginn. Eh hitt mun vera eldra, að þeir séu 13 og komi einn á dag til jóla og faiS SVO pinn á dag ng hinh stðast; á br«ttáhdn. Þn,v eru ofórv ng ]ín+'-r. luraleff'r, en pVV; kpmnr mnnnum saman |im hað, hve’rnig heir eru vaxnir. Al- mennt er álitíð evstra, að þeir séu klofnir upp í háls og fæt- urnir séu kringlóttir (Múlas., líka Húhavatnss.), en sumir hafá aftur sagt. að þeir væru tómur búkur niður úr gegn (eystra). Þeir eru í röndóttum fötum með stóra gráa húfu á höfði og hafa með sér gráan poka. Þeir lifa mest á því, sem talað er ljótt um jólaleytið, en annars benda nöfn þeirra á það, sem þeir girhast mest, og hvernig þeir haga sér. Svo hættir þeim við að vilja fara í jólamatinn fólksins, einkum barnanna, og éta hann eða spilla honum (að austan). Þeir eru mjög meinlausir og gera engum illt, nema helzt að þeir hrekki löt og óþæg börn.” (Jónas frá Hrafnagili). „Þótt mikil glaðværð sé um jólin og spil og ýmis konar leik- ir hafi þá mjög tíðkazt, hefur það ávallt þótt ósæmilegt að hafa mikinn gáska og glaðværð á sjálfa jólanóttina. Þá er sem einhver ólýsanleg og óendan- leg helgi hafi gagntekið allt. •— Jólanóttin er því kölluð nótt. i n h e 1 g a , svo sem hún ein sé heilög framar öllum öðrum helg- um nóttum. Um miðnætti er helgin mest, því þá ætluðu menn, að frelsarinn væri fæddur. Eft- ir almennrj trú verða ótal tákn og stórmerki í það mund, sem frelsari mannanna fæddist. Það er sem öll náttúran fái nýtt líf. Þá fá mállaus dýrin mál og jafn- vel hinjr dauðu rísa úr gröfun- um. Það er sem allt losiþ úr fjötrum og allt verði lifandi, fagni og gleðjist. Á einu augna- bliki breytist þá allt vatn í vín. í öðrum löndum er það víða al- menn trú, að ýmis dýr fáj mál á jólanóttina, en hér á landi er sú trú almennust um kýrnar, að þær taíi á Þrcttándanótt, — hina síðustu jólanótt. Á jólanótt- ina er þáð, að k i r k'j u g a r ð - ur rís, en það er í því falið, að aliir hinjr daíiðu í kirkjugarðin. um rísa úr gröfunum og koma saman í kirkjunni og halda þar guðsl: | mustu. Á jóljlinótt^na verða seljrnir að mönnum, svo sem þeir voru upphaflega, því þeíi- eru allir komnir af Faraó og hans liði, er varð að selum í Hafinu raúða.” (Sæmuhdur Eyjólfsson). „A aðfangadág jóla eða það kvöld var hafður grjónavelling- ur með kanel, rúsíhum og sykri, — þannig var einhig á fyrsta sumardag og daginn, sem tún- gjöldin vorú, en aldrei endra- iiær, —- og þá mátti enginn fara neitt frá bænum, enginn hreyfa spíl eða neitt það, er raskað gæti helgiró þeirri, ér rikja varð með öllum heimilismönnum. Þá mátti aðeihs lesa í góðum bókom. helzt guðsorðabókum, skrifa bréf bg annað þess hátt- ar, þa‘r til lésínn var jólakvöld- lesturinn eða farjð var til kirkju til kvöldsöngva og komið þaðan, en kvöldsöngvarnir þar evstra komust fyrst á árið 1874 á St.okkseyri bæð; á aðfangadags kvöid og á gamlaárskvöld. Man ég enn, hve hrifinn ég var, þá á 9. ári, er ég heyrðí lögin: Við sérhver takmörk tíða eftír J. A. Þ. Sehultz — og nú sefur grund og bjarkablómi éftir N. W. Gade, sem ávallt voru sungnir á gamla árskvöld. Á aðfahgadagskvöld jóla að ies(r; loknum eða heimkomu frá ki’rkiu tók faðir minn upp úr dragkistu sinni öíl þau sendi- bréf, er honum höfðu borizt á árinu, og þau voru mörg. Las hann þaú öll yfir og reif það frá. sem óskrífað var, og skipti því rnilli' okkar. Sat ‘ þá hver drengur á ’sínú rúmi með .kjst- ilinn sinn eða púltið á kné sér, hver með sína forskrift, sem hann hafði sjálfur skrifað, og skrifaði nú hvér okkar eftir henni. Þeir, sem lengra voru komnir. skrifuðu bréf eða þá kvæði úr bókum, sögubrot eða annað, og var alger kyrrð og bögn þetta kvöld, unz gengið var til hvílu klukkan 10 og hverium heimilismanni boðin Gleðiieg jól í Jesú nafni með, kossi og handabandi. Var þessi siður endurtekinn aftur jnæsta morgun, jóladagsmorguninn mti:. ieið og kaffið m.eð liinum lost- ætu, svkruðu lummum var fært hverjum og einum í rúmið, væri. hann þá eigj kominn á fætur og farinn til morgunverka. Væri hann það, þá var kallað á hann inn, svo að allir gætu sýnt þenn- an gamla sið og fagnað- jóla- deginum í sameiningu.” (Jón Pálsson, bankaféhirðir). „Auk þessára kaupstaðarferða (vor og haust) var sjálfsögð jólaferð méð þunga smábands. böggla, og eigi léttarj jólavarn- ingsbagga heim. Ejna slíka för man Páll glöggt. Með honum fór Súeinn Kristjánsson á Bjarnastöðum (bóndi þar 1867 — 1883). Páll var þá innan við tvítugt. Ekkert gerðist sögulegt á leíð til Akureyrar, en þungir voru smábandsbaggamir og brekkur erfiðar. Mörgu var safn- að í malinn til heimferðar. — Kaffi, sykur og vín var sjálfsagt í jóiabaggana, og svo jólakak. an, sem jafnan var bökuð í Möllerhúsi fyrir Stóruvalla- heimilið. í mal sínum átti Sveinn tveggja pottá rommkút. Með full- búinn malpoka leita þeir gisting. ar hjá Ólafi „vert”. En að morgni þykir Sveinj léttur mal- ur sinn. Er þá tæmdur kútur- inn og gutlar enginn dropi í lögg. Þeii- félagar hitta Ólaf og krefjast bóta. Hann bregzt vel við og segist þá hafa gátu leysta. í gærkveldi hafi hann heyrt drykkjulæti pilta sinna og ekki skilið, hvar þeir hefðu vín fengið. Pilta þessa lætur Ólafur síðan kaup.a af sér romm í staupatali og liella í kútinn, unz fullur varð. Enga refsingu hlutú þeir aðra. Þennan dag féngu þeir öskr- andi stórhríð á Vaðlaheiði, en þeir fóru Bíldsárskarð. Fauk þá höfuðfatið af Páli. Sveinn er þá fljótur til ráða, leysir upp fögg- ur sínár og losar skjóðu litla og færir á höfuð Páli. Þann veg búinn kom hann að Fjósa- tungu”. (Jón Sigurðsson í Yztafelli eftir sögn Páís H. Jpnssón. ar á StóruVöllum í Bárðar- dal). ' '' ' „Það er nú svo. sem sjálfsagt að allir halda tíl jólanna sem er móðir allra hátíða annarra; þá er ekki lítið um dýrðir fyrir börnunum sem hlakka til að sjá svo mörg ljós sem kostur er á að sjá bæði í kirkjum og lieima- húsum. Þessi ljósahátíð er þó ekki aðeins hjá mennskum mönnum, heldur einnig hjá álf- um, því þá' voru híbýli þeirra öll ljósum prýdd og allt lék þá hjá þeim á alsoddi af dansi og hljóðfæraslætti. Hvort sem nú mennskir menn hafa tekið það upp eftir dans- ferð álfa að hafa vikivafeana helzt um jóialeytið sem síðar mun sagt, þá er það þó víst, áð jólin voru og eru sannkölluð ijóshátíð einnig hjá mönnum, því til forna var það siður að húsmæður sópuðu allan bæinrt horna og enda milli bæði á að- fangadagskvöld og gamlaárs- kvöld, síðan settu þær ljós í hvern krók og kima svo hvergi bær; skugga á, og fögnuðu með því áifum þeim sem á ferð kynnu að vera eða flyttu sig bú- ferium á nýjársnótt. Þegar þær böfðu sópað bæinn og sett ljós í hann gengu þær út og í kring um hann. sumir segja þrisvar, og „buðu álfum heima,” svo mælandi: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, og farj þeir sem farn vilja, mér og mínum að meinalausu.” — Þessum formála fylgdi það og að konur báru stundum vist og vín á borð í bæjum fyrir álfa, og segir sagan að vistin væri jafnan horfin að morgni. Vera má að meir hafi það tíðkazt að bjóða álfum heima á gamlárs- kvöid og að bera mat á borð fyrir þá en á aðfangadagskvöld- ið, en ljósagangurinn var engu minní á jólanóttina en nýjárs- nótt og begar fólkið fór að hátta þessi kvöld lvafði húsfreyja jafn- an gát á því að ekkcrt ljós væri slökkt og setti þá upp ný ljós í hverju horni þegar hin voru farin að loga út eða lét á lamp- ann aftur svo ljósin skyldu end- ast alla nóttina þangað til kom- inn var bjartur dagur daginn eftir. Það er enn sums staðar siður hér á landi að láta Ijós loga í baðstofum yfir fólkinu þó það sé sofandi, báðar þessar nætur, og þó ekki sé iengui- kveikt ljós í hver.iu horni eldir það enn eftír af ljósaganginum foma að víða er hverju manns- barni á heimilinu gefið kerti bæði þessi kvöld, en einkum á aðfangadagskvöldið, og kallað jólakerti og nýjárskerti. Þó gátu menn ekki notið jóla- gleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna sem fyrr eru nefndir var það trú að sú óvættur væri þá á ferð sem kall- aður var jólaköttur. Hann gerði reyndar engum mein, sem eignuðust einhverja nýia flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jólaköttinn,” svo hann tók (át?) þá eðá’' :að minnsta. kosti jólaref- inn beirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig á- nægðan með hann. En j ó 1 a - r e f u r hét það sem hvepjum heimilismanni var skammtai(5 tíl jólanna (ket og flot o.s.frv.) á aðfangadagskvöldið. Af þessu kepptust allir við, bæði börh og hjú, að vinna til þess af.hús. ■ i Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.