Alþýðublaðið - 15.12.1968, Side 8

Alþýðublaðið - 15.12.1968, Side 8
8 JÖLA6LAÐ ALÞÝÐUÐLAÐSINS 1968 Alfreð Flóki. Hlýtur ekki maður, sem heitir það, að vera „furðufugla? Sjálfur telur hann sig séní. — Flókj, einu sinni sá ég vjðtal við þig. Ég man ekkert úr því, nema það að þú k'vaðst búa með tveimur kon um; önnur var eiginkona. hin hjákona. Varstu ekki bara að ljúga? — Það var assgoti góð saga, sem ég spann þarna upp. Ég fékk stóreflis bunka af nafn lausum bréfum út á hana. Þau voru verulega illyrmis- leg. Géngu flest út á það, hvern'g svona ljótt kvjkindi eins og ég gæti haft tvær í takinu, þegar bréfritarar hefðu aðeins eina — þegar bezt léti. — Fannst þér þau bera vitni um borgaraskap? — Ne;, bara vöntun á kímnigáfu. — Segðu mér eitthvað um erótík. — Hún er svo einstaklings- bundin. Það er ekkert hægt að alhæfa um hana. Og ég hef enga sérstaka teóríu þar um. Annars er ég heldur aft- urhaldssamur; aðhyllist sýn miðalda á erótík og vjl strangt einkværi';. Ég vil samfélag, sem er terroriserað af mönnum. Ég er á móti öllu frjálslyndi í kvenrétt- indamálum. Ég virði afstöðu Múhammeðstrúarmanna til ástamála. — Finnurðu þjg fullkom- lega í að vera myndlistar- maður? — Frá því ég var lítill drengur hef ég átt þá ósk heitasta að vera trúður; þú veizt, með dárabjöllur í húf- unni, en örlögin meinuðu mér það. Hefði ég verið uppi á réttum tímum, hefði ég án efa orðið hirðfífl hjá Rúdolfi öðrum í Prag. — Hvers vegna vjldirðu vera trúður? — I’annig firinst mér ég gæti bezt dregið fram þær myndir af mannlífinu, sem ég helzt kýs. — Hefurðu fengizt vjð önm ur tján'ngarform en mynd- listina? —■ Ja, ég hef dundað við það síðustu fimm árin að skrifa ævisögu mína. — Og hvert ertu komimi? — Ég stend fastur í gelgju ske-ðinu. Bara það, sem er komið væri nægjanlegt í tvö bindi — og þó er ég aðeins hálfnaður með gelgjuskeiðið. —' Hvað á ritið að he.ta? — Ætli ég láti það ekki heita „S.nnepskor'nið“. — Ha? — Já, það er um lltla korn ið, sem spratt upp og upp í himininn. — Hyggur þú á að gefa þetta út, Flóki? — Já, ég hef fullan áhuga á því. Annars í sambandi við gelgjuskeiðjð, þá býst ég ekki við að komast af því. Aldrei komst Knut Hamsun af því og varð hann þó níræð ur. Það bezta sem til er í bókmenntum og listum er eí't ir menn, sem aldrei komust af gelgjuskejðinu. Þetta er frjóasta og bezta tímabíl ævinnar og ákjósanlegt að halda því eins lengi og mögu legt er. — Jæja, Flóki, svo vjð vendum okkar kvæði í kross. Af hverju kallarðu þig Flóka?. — Ég er nú skírður það, Það atvikaðist þannig, að foreldrar mínir heyrðu, þeg- ar verið var að lesa Land- námu í útvarpinu og fengu þá þessa hugdettu, sem ég fæ aldrei nógsamlega þakk- að þeim. Ég hefði aldrei orð^ð lista maður, ef ég hefði til dæmis heitað Jón Jónsson. Þ=tta máttu samt helzt ekki skrjfa, þvj að ég vil síður ejga það á hættu, að allir Jónar Jóns- synir bæjarins komi storm- andi til að taka í lurginm á mér, eftir að skyggja tekur. Það væri hart að þurfa að spýta út úr sér tönnunum eins og postulíni fyrjr eitt blaðaviðtal. — Hvað ertu gamall? — Ég verð þrítugur nítjánda desember. Að líkind- um. — Eiga einhverjir frægir menn afmæli sama dag og þú? — Já, Jan Heiberg, Evrópu meistari í boxi í eina tíð. Hann er þekktur listmálari og prófessor við Akademíuna í Osló. Nú, og Paul Klee var fæddur 18. des. Ég hef geysilega trú á stjörnuspádómum. Þegar ég var 18 ára skrifaðjst ég á við sjö þeikkta stjör'nuspá- menn. — Og trúðir auðvltað öllu, sem þeir sögðu? — Já, eins og nýju neti. Nú er samt farið að falla efasemdarryk á stjörnuspá- dóma í mínum augum. Þó þori ég ekki að sverja fyrir neitt. — Hvað heldurðu um frú D.xon? — Ég hugsa hún sé svindl- ari. Það er ekki hægt að spá neinu fyrir fólki, nema mað- ur viti um fæðingardag, ár og bre.ddargráðu, og upp á hár, hvenær maðurinn fædd- ist. — Veiztu þú nákvæmlega hvenær þú fæddist, — Ég er að sjálfsögðu fæddur á miðnætti. Klukkan sló, um leið og ég skrapp úr móðurkviði. • Já, og svo máttu gjarna taka fram, að v.ð Játvarður sjöundi Breta- konungur höfum mjög svip- aða stjörnuafstöðu. Enda er- um við um margt líkir. — Og þá ertu eðlilega mjög hrifinn af honum? — Já. Neptúnus virkar mjög sterkt á mig. Ha'nn hef ur með allt fljótandi efni að gera. Svo við höldum áfram með hann Játvarð okkar, þá áttu etirfarandi samræður sér ■eitt sinn stað milli mín og Örlygs Sigurðssonar. Örlyg- ur spurði mig; „Hvers vegna reykir þú King Edward- vindla?“ Ég sagðj.; „Hann var erótískasti maður sinnar samtíðar.“ Þá spurði Örlyg- ur: „Hvers vegna reykirðu þá ékki K ng size?“ Og ég svaraði: „Það er ekki undir Steinunn Sigurðardóttir spjallar v

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.