Alþýðublaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 18. desember 1963 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símars 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Sími 14905. — Áskriftargjald kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, Nauðsyn brýtur lög Það er grundvallaratriði í stefnu og bugsun jafnaðarmanna að styðja verkalýðssamtökin og hæta hag þeirra, sem minnst bera úrbýtum í þjóðfélaginu. í þessu sambandi er jafnaðarmönnum full ljóst, að verkalýðssamtökin taka því ávallt mjög illa, ef hróflað er v-lð kjarasamningum eða gnmd velli þeirra með löggjöf af hálfu hins opinbera. Því miður hefur farið svo, að jafnaðarmenn hafa, þar sem þeir hafa komizt til valda í velferðar þjóðfélögum síðustu áratuga, oft nrðið að brjóta þessar lífsreglur. Þetta hefur komið fyrir á Norður- iönldlunum og í Bretlandi, svo dæmi séu nefnd, og þetta hefur fcomið fyrir á íslandi. Þær að (stæður hafa skapazt 1 öllum þess um löndum, að hagsmunir þjóð tarheilldarinnar hafa krafizt slíkra aðgerða, og þá hefur verið til þeirra gripið. Alþýðuflokksmenn eru ekki ein ir um þetta. Þegar kommúnistar hafa komizt til valda á ísiandi, hafa þeir fljótlega rekið sig á hið eama. Nokkrum vikum eftir að v-lnstristjórnin kom til valda, sam þyfckti hún með atkvæðum fcomm únista að taka af launþegum all- mörg ivásitölustig — og var það að sjálfsögðu gróft brot gegn rétt indum og kjarasamningum. En nauðsyn braut lög. Síðar mun- aði ekki nema hársbreidd að ann ar ráðherra bommúnista gæfi út bráðabirgðalög um opinber af- sk.'ipti af sjómannadeilu. Ríkisstjórnin hefur nú neyðzt til þess að raska þeim grundvelli sem hlutaskipti sjómanna byggj ast á, til að tryggja að gengislæfkk unin komi flotanum að gagni. Þetta er ekki nýtt. í tíð vinstri stjórnarinnar var Lúðvík Jósefs son sjávarútvegsmálaráðherra og hélt ’hann við lýði tvöföldu fiisk verði, einu fyrir útvegsmenn og öðru lægra sem skiptaverði fyrir sjómenn. Á árinu 1957 fengu útgerðar menn t:ll skiptanna 1,62 kr. fyrir kíló, en skiptaverð sjómanna var 1,38 eða 21% lægra. Á árinu 1958 var verð til út- vegsmanna 1,73 kr. en skipta- verð sjómanna aðeins 1,48 — eða 20% lægra. Rétt er að minna á, að á þess um árum var hagstæð þróun í afla og markaðsmálum og síðara áriíð eitt bezta, sem þjóðin hafði þá lifað. Nú er hins vegar alvar- legt kreppuástand. Vegna minnk andiafla, aðalLega á síldveiðum, og lækkaudli verðlags erlendis, hef- ur þjóðin tapað tæplega helming af heildarverðmæti alls útflutn ings. Er því ekki að undra, þótt grípa þurfi til ráðstafana, sem snerta allar stéttir þjóðfélagsins. Hið sama gi'ldir urn sjómenn og aðra: Þegar afli glæðist og verð lag afurða hækkar munu kjör •íslendinga aftur taka. að batna. I■■iB—l—HHHII'li i III 111.tt I i II I IHI I llllll Mjófkurstrí9 Framhald af 1 síðu. a.m.k. seld á sunnudögum í einní verzlun í hverju sveitarfélagi. Þó væri eðlilegast, að um sölu mjólkur giltu sömu reglur í nverju sveitarfélagi og gilda um sölu annarrar matvöru. Okkur finnst afstaða Mjólkur- samsölunnar í þessu máli fjar. stæðukennd, þar sem vitað er, að allmargar verzlanir á Reykja nessvæðinu eru opnar á sunnu- dögum og getur dreifing mjólk- urinnar til þeirra auðveldlega í'arið fram á föstudögum og laug- ardögum. Hoskuldur kvað íbúa í Garða. hreppí mundu efna til almenns íoorgarafundar um málið, ef Mjólk ursamsalan drægi ekkf sölubann- ið á sunnudögum til baka. Ef af fundinum yrði, myndu þing menn kjördæmisins verða boðað. ir á hann. Ef landslög nægðu ekk; til þess að koma þessu máli í lag, myndu íbúar Garðahrepps beita sér fyrir því, að þingmenn kjördæmisins tækju einkasölu- lögin til endurskoðunar. Að lokum sagði Höskuldur: „Ég tel, að hér sé Mjólkursamsal an að taka sér vald, sem hún a.m.k, siðferðislega ekki hefur”. Alþýðublaðið hafði samband við Kristján Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóra Neytendasamtak- anna, í gær og inntj hann eftir því, hvort samtökunum hefðu borizt kvartanir vegna lokunar- tírna mjólkurbúða og lokunar þeirra á sunnudögum. Allar mjólkurbúðir í Reykjavík — nema mjólkurbúðin í húsi Mjólk ursamsölunnar — eru lokaðar á sunnudögum. Upplýsti Kristján, að Neyt- endasamtökunum hefðu borizt miklar kvartanir frá neytendum almennt í Reykjavík og nágrenni vegna lokunartíma mjólkurbúða og sömuleiðis vegna nýja skyrs- ins, sem sent var á markaðinn fyrir skömmu. Kvaðst Kristján hafa rætt um þetta mál við sölustjóra Mjólk- ursamsölunnar og hefði hann lofað að hafa málið til atliugun- ar um áramótin. Kristján sagði ennfremur: „Það er skoðun mín og auðvitað þeirra neytentía, sem kvartað hafa yfir lokunartíma mjólkur. búðanna, að ófært sé, að , allar Innrðmmun MraBJÖRNS BSNEDIKTSSOIUAR ingólíssiræti 7 mjólkurbúðir skuli vera lokaðar allt frá því kl. 13 á Iaugardög- um og fram á mánudagsmorgun. Þetta hefur ónejtanlega í för með sér mikil óþægindi fyrir fjölda fólks, þar sem t.d. fjöldi vinnandi fólks hefur ekki lokið vinnu sinni fyrir hádegi á laug- ardögum. Hinn almenni neytandi ætti* raunverulega að segja sjálfur til um það, hvenær mjólkurbúðir skuli vera opnar en ekki for. stjóri Mjólkursamsölunnar. Mjólkursamsalan er þjónustu- tæki við allan almenning og lilýtur að haga þjónustu sinni eftir þörfum neytenda. Almennur fundur húsmæðra ætti miklu fremur að ákveða livenær mjólkui-búðir skulj vera opnar en forstjóri Mjólkursamsöl unnar”. Alþýðublaðið hefur fregnað, að Mjólkursamsalan hefði á sín- um tíma veitt útibúi Kaupfélags Hafnfirðinga í Garðahreppi leyfi til að selja mjólk að því tilskildu, að Mjóikursamsalan fengi aðstöðu síðar til þess að koma upp sérstakri mjólkurbúð í nýbyggðu húsnæði kaupfélags ins. Ef af þessu yrði, myndi Mjólk ursamsalan þurfa að ráða a.m.k. tvær starfsstúlkur í þessa mjólk- urbúð — og er erfitt að eygja sparnað í því. Þá yrði loku fyrir það skotið, að viðskiptavinir kaupfélagsins gætu fengið mjólk ina senda heim eins og áður. • Er því ástæða til að ætla, að sérstök mjólkurbúð, sem Mjólk ursamsalan ræki við hlið kaup- félagsins, yrði þess valdandi, að neytendur í Garðalireppi yrðu af sjálfsagðri þjónustu, sem þejr hafa búið við til þessa, en dreif ingarkostnaður Mjólkursamsöl- unnar myndi hækka. -wwnwis Bergþórugötu 3. Simar 19032 og 20Ö70L A-h Veljum Wislenzkt til jötagjaSa Erlendar fréttir í PARÍS 17. 12. (ntb-reutcr;) Framhaldandi friðarvið- ræður um Vietnam, sem hefjast áítu í París hinn 6. nóvember síðastliðinn, dragast stöðugt á langinn, _ þar sem deiluaðiljar hafa ' I enn eklti komizt að sam- 'J komulagi um tilhögun við ' i ræðnanna. Ejns og kunn- ugt er af fréttum er nú deilt um lögun samninga- borðsins og hafa komið þar fram ýmsar tillögur allt frá lir'ngborði til fer hyrnings. Ilorfir óvænleg'a um samkomulag eins og sakir standa og er ekkert útlit fyrir að viðræður' 5 hefjist fyrir jól. ] j ACCRA 17. 12. (ntb-reut- er): Því var hald ð fram í li Accra í Afríkuríkinu Gha- 1J na í dag, að yfirmaöur ® landvarnanna, Michael m Otu hershöfðingi, sem nú <5 er haldið föngnum, hafi haft í hyggju að steypa i stjórn landsins af stóli og f koma h num afsetta for- seta þess, Kwame Nkru, s mah, aftur til valda fyrir |( jól. IASSABON 17. 12. (ntb- reuter): Meira en 200 and- stæðjngar portúgölsku rík isstjórnarinnar skoruðu í dag á Marcello Caetano, forsætisfáðherra, að fram kvæma frjálslynd'ari stjórnai’stefnu í landinu gegn Ioforð’: um að virða þá lög og reglur. Meðal „tvöhundruð menning- anva“ var sósíalistaleið- toginn Mario Soares, sem látinn var laus úr fanga- x v'st á eynni sao Tome í ( nóvenibermánuði síðast- l'ðnum. KENNEDY HÖFÐA 17. 12. (ntb-reuter): Bandarísku geimfararnir þrír, sem hinn 21. desember næst- komandi leggja af stað í ferðalag umhverfis t.ungl- ið, voru í dag æfðjr af kappi undir ge .mförina, en í gær gengust þeir und ir allsherjar læknisskoð- un. Ferð þeirra þremenn inganna verður væntan- lega síðasti liður Apollo á- ætlunar nnar, sem miðar aö því að lenda mönnuðu geimfari á tunglinu árið 1970.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.