Alþýðublaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 3
18. desember 1968 ALÞYÐUBLAÖK) 3 Afríkönsk kona setur heimsmet Ól fimmbura 1964, en nú fjórbura! Hfn 32 ára g'amla Clara Fel isberto Mutangue, sem fvrir fjórum árum eignaðist fjium bura. ól á laugardaginn fjór bura á sjúkrahúsinu í Laur- enco Merques í Mósambík. MóSur og börnum líður vel, og læknar álíta a‘ð öll liörn in muni 1 fa —þrjár stúlk- ur og drengur. Börnin fædd- ust mánuði fyrir tím'ann. Þrír læknar voru viðstadd ir fæðinKuna, því að frúnni hafði veríð tjáð að svo kynni að fara að hún fæddi fleira en eitt barn. Nú er frú Mutangue hejms methafi á þessu sviði, því að frá því að sögur hófust er ekki vit'yð til að kona æli bæði fimmbura og f jórbura. Frú Muntangue átti fimm- burana 14. nóvember 19fi4. Að auki hefur hún eigna’/t fjögur önnur börn <alls 13), en af þeim lifa tvær stúlkur, tíu og tólf ára gamlar. Tví- burar, sem hún ól tveim ár- um áður en fimmburafæðing in átti sér st'að, létust. Læknarnir á sjúkrahúsinu halda því fram að vissir afrí kanskir ættbálkar séu að þessu leyti frjósamari en aðrir, og það er eina skýr'ng in sem lækn'arnir hafa á reið um höndum gafínvart frú Mutangue. Læknir segir sögu Nýtt nafn á Lúkasarguðspjalli Reykjavík — St. S. Hið íslenzka Biblíufélag, elzta starfandi félag landsins, hefur gefið út endurþýð'ngu á Lúkasarguðspjalli og ber bókin titilinn LÆKNIR SEGIR SÖGU. Að þýðingarstarfinu hefur imnið nefnd, sem B blíufélag ið kvaddi saman árið 1962 skipuð prófessorum guðfræði- dejldar Háskólans, sr. Guð- mundi Sveinss., skólastjóra Jón Sveinbjörnssyni. fil. cand.f cand theol., en biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson hefur vsrlð for- maður nefndarinnar. LÆKNIR SEGIR SÖGU er gef n út í vasabókarbroti; skreytt mörgum myndum eft Reykjavík — H P. Á fundi í neðri deild í gær urðu langar umræður um skólamál. Spunnust þær um ræður út af því að fram fór umræða um breytmgu á skólaknstnaðarlögum frá ár- inu 19G7. Breytingin er fólgiu í því, a® æílunin var, að fjár veitingar til nýrra skólamann virk.i'a í fjárlögum fyr:r árið 1969 væru miðaðar við 3ja ára greiðslutímabjl, en nú er ráðgert með tilliti til þess að það mund'* hafa í för með sér fækkun skólabygginga að stytta greiðslutímabilið í 4 ár. Samkvæmt þeim lögum. er gjltu áður en lögin 1967 tóku gildi, v'ar um 5 ára gre'ðslu- tímabil að ræða. Menntamálanefntí neðri deild- ar klofnaði um málið. Mejri liluti nefndarinnar mælti með samþykkt þess og gerði Benedikt Gröndal (A) grein fyrir áliti meiri hlutans. Sagði hann, að of mikið stökk væri að breyta þessu tímabili úr 5 árum í 3 og mundi hafa fólgna í sér mikla röskun í sambandi við gerð fjárlaga. Sigurvin Einarsson (F) gerði grein fyrir áliti minn hlutans. Sigurvin sagði, að hver skóli sem væri í byggingu myndi að- eins fá 1/4 af framlagj ríkis- sjóðs á næsta ári, í stað 1/3 hluta eins og gildandi lög á- kvæðu, ef frumvarp þetta yrði að lögum. Lét Sigurvin gamm- inn geysa um skólamálin og taldi að þessi breyting vær; að- eins gerð til þess að auðvelda fjárveitinganefnd að setja lægri upphæð til skólamála en annars hefði komið til. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason hrakti ýmis ummælj í ræðu Sigurvins, sem hann kvað hafa farið með ýmsar rangfærsl ur, sem e.t.v. stöfuðu af misskifn ingi. Ráðherra kvað þessa breyt fngu ekki hafa áhrif á gerð þeirra skóla, er byrjað væri á, heldur einungis þá', er byrjað yrði á á árinu 1969. Einnig hefðj þing- maðurinn sagt að framlög ættu að mjnnka, en sannleikurinn vær; sá, að í fjárlögunum hefði verið gert ráð fyrir 12 millj. kr. fjárveitingu til nýrra skóla eins og í fyrra, en nú værj ráðgert v:ð 3ju umræðu fjárlaga að leggja til að fjárveitingar yrðu ekkj 12 millj. heldur 33.1 millj. Eins hefðj þingm. talið, að færri skólar ' yrðu byggðir, en þvi mætti svara með því að vitna til þess, er hann hefði verið að segja um aukningu fjár á fjár- Frh. á 4. síðu ir listakonuna Annie Valljtt- on. Bó.kin er öll h n aðgengi legasta, en Hafsteinn Guð- mundsson, prentsmiðjustjóri, hefur ráðið gerð hennar. Á döffnni er að halda áfram kynningu á þýðingarstarfsemi Biblíufélagsins, og mun Post- ulasagan verða næst í flokk', en ætlunin mun að gefa út Nýja testamentið lið fyrir l.ð í endurskoðuðum þýðingum á næstu árum. Þýðingar á rúmönsku Fyrir nokkru birtust í bók- menntatímaritinu LASUEL LIT- ERAR, sem gefið er út af Rit- höfundasambandi Rúmeníu, þrjú ljóð eftir EINAR BRAGA ásamt kynningargrein um höfundin*. Ljóðin eru Dans, Regn og Snjómaðurinn. Skáldkonan Ver- oniea Porumbacu hefur þýtt Ijóð- in á rúmensku. Þá var nýlega gefið út sér- stakt hátíðarblað af málgagni rúmenska rithöfundasambands- ins, GAZETA LITERARA, helg- að myndhöggvaranum heims- kunna LUI BRANCUSI. Bírtust þar m.a. greinar og ljóð «m listamanninn og verk lians eftir rithöfunda og skáld í mörgum löndum. Eitt ljóðanna í Gazeta er eftir EINAR BRAGA og nefn- ist Andspænis Súlunni óendan- legu, Kippt stmx í iag Reykjavík — H. P.. I eær kvaddi Jónas Árnason (Ab) sér hljóðs utan dagskrár og beindi þeirri fyrirspurn til utanrík'sráðherra, hvort nokk uð hefði verið gert út af Því ástandi er orðið hefði á Kefla víkurflugvelli, er yfirmaður þar hefði bannað íslenzku starfsfólki að tala saman á móðurmál’ sínu. Emil Jónsson utanríkisráð herra kvaðst hafa kannað þetta, er h’a.nn hefði séð frétt um þetta í blöðunr. Þarna hefði verið um að ræða ókunn an mann, er ekki hefði þekkt til mála, en nú mundi vera bú ið að kjppa þessu í lag. &ÍONSTANTÍN PÁSTOVSKÍ ANNSÆVI I: Bernska og skólaár Konstantín Pástovskí hefur oft verið kallaður frémstar rússneski'a höfunda siðan Gorkí leið. 'Hann fæddist árið 1893 og lézt nú í sumar. Pástovskí ólst upp í Kíev. höfuðborg Úkraínu, þar sem faðir hans var járn- torautarstarfsmaður, en nióðir hans var af pólskum ætt- um. Árið 1913 hóf Pásitovískí nám við háskólann í Moskvu, gerðist síðan hlaðamaður og reyndi sitt af Ihverju á byltingarárunum, en 1927 sneri bann sér fyrir alvöru >að ritstörfum. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ritgerðir eru í miklum metum bæði í Sovétríkjun- nm og utan þeirra, en frægust er sjálfsævisagá hans, Mannsævi sem byrjaði að koma út 1947. Pástovskí hef- lur ekkií sízt verið hælt fyrir grandvarleik sinn og sann- leiksást; sjálfur segist hann hafasett sér þá reglu f riitiun sjálfsævisögunnar að segja frá engu öðru en því sem hann varð sjálfur vitni að. Eigi að síður, eða kannski vegna þess gefur bók hans óvenju skýra lýsingu á líf- inu í Rússaveldi og Sovétríkjunum fyrir bylt ngu, á byltingar- og borgarastríðsárunum og síðar. Annað bindi sjálfsævisögunnar fjallar um árin 1914—1917 og kemur út á íslenzku á næsta ári. — Verð ib. kr. 360.00 + sölusk. HE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.