Alþýðublaðið - 18.12.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.12.1968, Qupperneq 5
18. desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Péturs Ottesens minnzt í sameinuöu þingi í gær f Funchir var haldinn í Sameinuðu þingi í gær, [ og minntist forseti, Birgir Finnsson þar Péturs Ottesens fyrrum alþingismanns, sem lézt í / fyrradag. Fórust forseta orð á þessa Ieið: Pétur Ottesen var fæddur á Ytra-Hólmi á Akranesi 2. ágúst 1888. Foreldrar hans voru Odd- geir bóndi og kaupmaður þar Pétursson Ottesen dannebrogs. imanns á Ytra-Hólmi Lárusson- ar og kona hans, Sigurbjörg.Sig urðardóttir bónda á Efstabæ í Skorradal Vigíússonar. Hann átti heima á Ytra-Hólmi alla ®evi, ólst þar upp hjá foreldrum sínum, varð bóndi árið 1916, rak stórbú um áratugi, en lét búsforráð að miklu leyti í hend- ur syni sínum þegar aldur færð- ist yfir. Pétur Ottesen komst ekki hjá því, að honum væri jafnframt þúrekstri falin margvísleg trún aðarstörf í þágu sveitar sinnar og héraðs, stéttarsamtaka bænda Og þjóðarinnar allrar Haustið 1916 kusu sýslungar hans hann til setu á Alþingi, 28 ára að aldri, og var hann síðan fulltrúi á Alþingi, meðan hann gaf á því kost, en hann lét af þing- mennsku vorið 1959. Hann var því þingmaður i nær 43 ár sam- fleytt, lengur en nokkur maður annar, frá því er Alþingi var endurreist 1845, og sat á 52 þingum alls. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var hreppstjóri frá 1918 til dánar dags. Hann var í sýslunefnd 51 ár samfleytt og átti sæti í fast- eígnamatsnefnd. í stjórn Slátur félags Suðurlands var hann frá 1929, formaður þess frá 1948, í stjórn Búnaðarfélags íslands frá' 1942, átti um skeið sæti í framleiðsluráði landbúnaðarins og var í stjórn Fiskifélags ís. lands 1945—1966. Hann áttisæti í Landsbankanefnd 1928—1930 og 1938—1945 og var í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. Pétur Ottesen átti ættir að rekja til athnfnasamra búhölda og frábærra gáfnamanna í Borg arfjarðarsýslu. Hann stundaði á unglingsárum sjóróðra jafnframt landbúnaðarstörfum, kynntist gjörla atvinnuháttum þjóðar sinnar til lands og sjávar, vann alla ævi jöfnum höndum að bættum hag landbúnaðar og sjávarútvegs og naut þess trausts að verða kjörinn forustumaður í landssamtökum þessara tveggja höfuðatvinnuvega landsmanna um langt skeið. Ekki hefur hann þó látið hlut sinn eftir liggja, þegar unnið hefur verið að efl- ingu iðnaðar í landinu. Hann var til dæmis ötull hvatamaður að stofnun sementsverksmiðju, sem reist var í kjördæmi hans, og gegndi þar stjórnarstörfum. Pétur Ottesen naut mikilla persónulegra vinsælda og trausts í kjördæmi sínu. Hann áttj jafn- an vísan stuðning mikils meiri hlutn kjósenda í alþingiskosn- ingum, þótt við mæta og mikil hæfa andstæðjnga væri að etja, og fyrir kom, að hann værj sjálf kjörinn án mótframboðs til þingsetu. Hann brást ekki held- ur trausti kjósenda sinna, hafði náin kynni af sýslungum sínum öllum, þekktj vilja þeirra og óskir og vann ötullega að því, að hlutur þeirra yrði ekki fyrir borð borinn á sviði hvers konar verklegra framkvæmda. Pétur Ottesen hóf starf sitt á Alþingi á þeim árum, þegar náð var mikilvægum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og stefnt að algjöru sjálfstæði. Er landslýð i fersku minni, er hann fyrir rúmum tveimur víkum rifjaði upp í áheyrn al- þjóðar ýmsa viðburði frá loka stigi þess áfanga í tilefni af hálfrar aldar afmæli fullveldis- ins. Hann var jafnan í hópi þeirra, sem fylgdu fast fram kröfum um sjálfstæði þjóðar- innar, barðist fyrjr endurheimt íslenzkra handrita úr höndum Dana og vildi standa fast á rétti íslendinga t;l Grænlands. Friðun fiskimiðanna umhverfis ísland og réttur islenzku þjóð- ar'nnar til þeirra var honum mikið áhuga. og baráttumál. Hann unni þjóðlegum fróðleik og var einn af forustumönn- um Rímnafélagsins. Hann var bindmdismaður og ötull liðs- maður í félagi góðtemplara. Pétur Ottesen var mikill el.iumaður og ósérhlífinn, hvort sem hann vann heima á búi sínu, s:nnti félagsstörfum eða sat á Alþjngi. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum, skoraðist að sögn undan miklum virðing arstöðum, sem voru í boði af hálfu flokksbræðra hans, og sat lengi vel hér í þingsalnum að eigin ósk í sæti frammi við dyr. Hann var mælskumaður, talaði hátt og snjallt, sagði skoðanir sínar afdráttarlaust og einarðlega. Hann var hrein lundaður skapmaður, en naut , trausts og vinsælda vegna skap | festu, grandvarleika og vilja til að leggja góðum málum lið og leysa vandræði manna. Hann var e!nn af mestu þing skörungum íslendinga, svipmik ill og sjálfstæður. Sðfn til sögu Reykjavík — St.S. Kaupstaður í hálfa öld er ein þeirra bóka, sem auffveldar fróð* leiksúsu fólki lífiff. Hún hefur aff geyma frumheimildlr í máli og myndum um sögu íslenzku höfuðborgarinnar. Bókin er fyrsta bindiff af Safni til sögu Reykjavíkur (Acta Civitatis Reykiavicens^ is) og gcymir úrtak úr skjölum kaupstaffarins frá tímabilinu 1786t — 1836. A5 útgáfunni standa Sögufélagiff og Reykjavíkurborg, Lýöur Björnsson, sagnfræffingur, sá um útgáfu Kaupstaffar í hálfa öld. Kaupstaður í hálfa öld er ó- mjssandi þeim, sem láta sig sjálfstæðisbaráttuna varða og íslenzka verzlunar- og málsögu, en hún spannar yfir danska tíma. bilið í sögu Reykjavíkur. Hugmynd að verkinu á Lárus Sigurbjörnsson, fyrrv, skjala- vörður, en Páll Líndal, borgar- lögmaður, tók málið síðar upp við borgarstjórn. í fyrra var tekin upp fjárveiting til útgáf- unnar og samningar tókust milli borgarinnar og Sögufélagsins um samvínnu við útgáfuna. Nefnd, skipuð fulltrúum beggja aðila, hefur haft yfirumsjón með verkínu, en í lienni á' m.a. sæti Björn Þorsteinsson, sagnfræðing ur, forseti Sögufélagsins. í ráði er, að í kjölfar þessa fyrsta bindis Safns til sögu* Reykjavíkur siglj fundargerðir borgarstjórnarinnar a.m.k. fram til 1908, svo og mann-tölin og vaktarskjölin. Þessar heimildir munu fylla 4—5 bindi; í þeim kemur ýmislegur menningar- sögufróðleikur fram. Þar greinir frá lestrarkunnáttu manna, bóka eign og persónufræðum ýmsum. Á fundi, sem haldinn var með fréttamönnum, í tilefni af út- komu ritsins, náðum við tali af Lýð Björnssyni, sem bjó Kaup- stað í hálfa öld til prentunar, og inntum hann eftir vjnnu hans við ritið. — Ég hef unnið við þetta síðan í apríl ’67, en þá hafði Lárusi Sigurbjörnssyni verið fal- in skipulagning bókarinnar og vnr þegar byrjað afrit af skjöl- um. — Sérð þú um næsta bindi af Safni tjl sögu Reykjavíkur? — Já, og kannski fleiri Næsta bindi er talsvert á veg komið, afritun langt komin. Það kemur líkast til út fyrir næstu jól. — Þú grúskar við þetta á Skjalasafni Reykjavíkurborgar? — Já, það eru margir guln- aðir pakkar bak við þetta verk. Þess má geta, að hjá Sögu- félagínu er í undirbúningi rit. gerðasafn um reykvísk fræði og er með því vonazt til að það vekj menn til rannsókna á fjöl- þættum sviðum reykvískrar mennta, atvinnu- og hagsögu. Aðalumboð Sögufélagsins í Reykjavík er hjá Ragnari Jóns. syni hrl., Hverfisgötu 14. — sími 17752, en heildsölu á bók- um þess annast Bókaverzlun ísa- foldar. Matreiðslubók Náttúru- lækningafélagsins Matre'ffslubók Náttúrulækn ingafélags íslands. sem um skeiff hefir verjff uppseld, er komin út aftur í nýstárlegu formi, þ.e.a-s. sem lausblaffa bók. Eigendum bókarinnar ér geí'inn kostur á að fá send'ar ókeyp's viðbætur, sem ætlunin er að gefa út árlega og hægt er að skjóta inn í hana á við ejgandi stöðum. Bókinni fylgja ennfremur auð blöð; ef menn kynnu að vilja koma inn í hana skrif- uðum viðaukum. Hún hefst á ágripi af næringarfræffi og margvíslegum leiffbeiningum varffand' mataræði og með ferff matvæla og síðan koma um 200 uppskíriftir. í bókinni eru litmyndir af ýmsum rétt um, og m'appan er nægilega þykk til að rúma marga við auka. Góðar gjafa- bækur 1968 Bækur ! eftir Anitru — norski rithöfundurinn, sem vinsæll er orffinn hér á landi m.a. af útvarpssögunnj „Silfurbeltið.“ Olfur og Rannvelg jólabók 1968, kr. 295:65 CJlfur oé Helgi 1966. kr. 236,50 Gúró og Mogens 1965, kr. 204,55 Gúró 1963, kr. 204,25 Herra^arðslíf 1962, kr. 180,00 Sílkislæðan 1961, kr. 172,00 GARBAGRÓÐUR, 2. útg. eftir Ingólfur Davíffsson og Ingunar Óskarsson. í þessari bók eru hátt á fjórffa hundraff myndir, þar af fjölmargar litmyndir. Verff kr. 774,00. MATUR OG DRYKKUR, eftir Helgu S'gurffardóttur. Falleg- asta og nytsamasta bókin á mark affnum, sjálfsögff jólabók handa eiginkonunni og kærustunpi, Verff 994,40. , SVIPUR REYKJAVÍKUR, þætt- ir úr sögu Reykjavíkur, eftir Árna Óla. Sjötta Reykjavíknr- bók Árna Óla og sú síffasta. Verff kr. 473,00. HEKLUELDUR, eftir dr. Sigurð Þórarinsson. (S’gufélagsbók). Verff kr. 698,75. Heft verff kr. 537,50. UPPI VAR BREKI, þjóðlífs- þættir úr Eyjum, eftir Sigíús M. Johnsen. Skáldsaga byggff á sönnum þjófflífsmyndum. Breki er blindsker, hin mikla vá sjó- farenda við Eyjar. Verff kr. 446,15. JÓNS SAGA JÓNSSONAR, frá Vcgum Mývatnssveit, Harald ur Hannesson þýddí. Sérstæff ævisaga íslenzks bónda skrifuff á ensku off útgefjn í Englandi áriff 1877. , Sjálfsævisaga nú- tima íslendings". Verff kr. 295,65. ÍSAFOLD

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.