Alþýðublaðið - 18.12.1968, Síða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1968, Síða 10
5t a r 10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 18. desember 1968 DONOVAN LEYSIR FRA KJÓDUNNI „Ég er alltaf að búa til lög og IjóS. Ég fæ svo æSislega mikiS af hugmyndum, a3 það liggur við, að ég geti ekki sofið fyrir þeim-1 Áður en ég varð þekktur var ég einu sinni handtek- inn af lögreglunni í Man- ehester. Mér var kastað í Strangway-fangelsið, þar «em ég. var í tvær vikur. Þar samdi ég tvö mín beztu lög. Ég var sakaður um að hafa brotizt inn í kvikmynda hús og stolið um 5000 síga- rettum, en þegar málið var tekið fyrir, var ég sýknaður. Gallinn var sá, að þeir reiddu sig á vitnisburð minn, en það hefðu þeir ekki átt að gera. Ég sé foreldra mína s.iald- an, og ég hef líka lítinn áhuga á þeim. Við höfðum ekkert sameiginlegt —- töluð um varla sama málið, svo að ég fór að heiman. Ég varð oft að sofa við slæm skilyrði, eftir að ég fór að heiman. Stundum svaf ég í kjöllur- um gamalla húsa, í ónýtum bátkænum niður við strönd- ina, yfirgefnum bröggum eða eigendalausum húsastæð um. Mér fannst ekkert púð- ur í þessu, og ég myndi ekki mæla með því fyrir neinn. Satt að segja mæli ég ekkert með lífinu yfir- leitt. Það er ekkert varið í jþiað. Ef iþú reynir svona líferni, ertu annað hvort álitinn fífl eða séní.' Ég held, að það sé allt og mikið vesen að ejga jakka- föt. Ég myndi ekki nenna að standa í því. — Og þó — maður veit það aldrei. Kannskj skipti ég um skoðun; það hefur hver maður rétt á því að skipta um skoðun. Mér finnst að vísu margt af því, sem Bob Dylan fram leiðir, vera tóm þvæla. Og þó - kannski tala ég svona vegna þess að áheyrendur hans eru að reyna að drepa mig niður. Satt að segja er ég enginn Dylan-andstæðing ur. Mér finnst Bob vera ágæt is strákur. Við höfum oft tal- að saman, og» mér líkar bara ágætlega við hann. — Ifann hefur alveg sérstakt minni. Ég liejd fólk verði að finnast að það þekkji mig til að geta haft einhverja ánægju af söng mínum. Sennjlega kynni ég sjálf an mig bezt með kvæðunum mínum. Mörg af þeim þykja bara skrambi góð, þótt ég segi sjálfur frá. Ég samdi alveg hell- ing meðan ég var í skóla, en ég myndi ekki vilja láta gefa neitt út af því. Það er ekki nógu mikið fútt í þeim. Hugmyndir mínar eru í mörg um formum, en ég nenni bara ekki að stanla í því að skrifa það allt niður. Maður getur t.d. ekki unnið kvæði eftir formúl- um, sem byggjast á einhverju vélrænu. Það verður að koma frá sálinni. Ég hef ekki minnsta áhuga á peníngum. Þeir hafa enga þýð- ingu í mínum augum. Ef ég færi á hausinn, myndi mér að vísu þykja það leitt, en aðeins vegna þeirra, sem standa á bak við mig. Það gefur vel verið, að ég láti byggja stórt hús, svo að vinir mínir geti haft það gott, en það er mér líka alveg nóg. Það sem mér finnst um sjálf- an mig, er þetta: Ég er bara rólegur gæi — með engan æs- ing, og mig langar ekkert til að skyggja á frama nokkurs manns. Mig langar bara að sýna, hvað ég get.“ >f „Bretar kunna ekki að ssakja hljómEeika segir Ailan Ciarke .Brezkir aðdáendur kunna ekkí 'að saekja hljómleika. Þeir gera ekki annað en öskra og veina allan tímann meðan á þeim stendur“, segir Allan Clarke, einn félaga í liljórn sveitinni The Hollies. „Tökum sem dæmi hljóm- leikaferð okkar til Svíþjóðar nú í sumar. Á einum hljóm- leikum okkar þar voru tæp- lega fjórtón þúsund áheyrend ur, og maður gat heyrt títu- prjón falla, Við elskum bein- línis aðdáendur okkar þar, því að þeir s tja og hlusta. A hljómleikum í Bretlandi heyr ist hreint út sagt ekkert í hljómsveitinni. Unglingam'r öskra svo mikið, að þe r geta ómögulega gert sér grein fyrir því, hvort hljómsveitin sé góð eða ekki, og af því leiðir, að þeir meta hana ekki að verð- leikum. Það eina, sem þeim langar til, er að sjá átrúnaðar goð sín.“ Síðan Hollies komu hingað fyrlr um það bil þremur árum, hafa þeir bréytzt mikið, bæði í háttum og útliti. Þrír hafa næstum látið sér vaxa ai- skegg, og föt.n eru litskrúðug mjög. Fyrir skömmu sendu Hollies frá sér enn eina tveggja laga hljómplötu, og er hún nú á hraðri lelð upp brezka vin- sældalistann. Hér er um skemmtilega hljómplötu að ræða, en 11 lýta mætti teija, að lögin eru ke.mlík hinum fyrri. JOLAKAPAN - á telpuna. Fallegt úrval. — Gamla verðið. jjeddn t>Oiöír\ Laugavegi 31. UMSJÓNAMAÐUR: INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON Hafnarfjörbur í JÓLABAKSTURENN: Sykur — Hveiti — Krydd og aðrar bökunarvörur á gamia ver?Sinu. Ennfremur ýmsar aðrar vörur enn þá á gamla verðinu. Komið og gerið hagstæð innkaup. Næg bílastæði — Sendum heim. HRAUNVER Álfaskeiði 115 Sími 52690. SKEMMTISTAÐIR BORGARINNAR Lengst af hefur mikiil skortur verið á skemmtistöð- um fyrir ungt fólk hér í höf- uðborginni, og er því einnig þannig varið nú. Er hér eink- um um aldurinn 14—19 ára að ræða. Á laugardagskvöldum má sjá fjölda táninga standa í hóp- um víðs vegar á „rúntinum" svokallaða, eirðarlausa og ráðþrota. Enginn skemmtistað ur er hér fyrir þessa lífsglöðu æsku, svo mér sé kunnugt um. Breiðfirðingabúð hefur reynt að koma til móts við þessa unglinga, en svo virðist, sem grundvcáJI ir hafi ekki verið fyrir rekstrinum, því nú um nokkurt skeið hafa dansleikir ekkj verið þar haldnir, Reynt er að ráðast til inngöngu í Glaumbæ, en þar er vínveit- ingaleyfi og því útilokað að komast þar inn á umræddu kvöldi, ef átján ára aldri er ekki náð. Oðru máli gegnir þó hin kvöld vikunnar. Las Vegas diskótek hefur átján ára aldurstakmark á laugardagskvöldum, fþó svo að vín sé ekki á boðstólum; enda er aðsókn svo mikil, að ekki þykir ástæða til að hleyna yngra fólki inn. En í miðri viku, þegar fátt er um mann- inn, er í lagi að lækka aldurs takmarkið. Þá er ágætt að eiga hina yngstu að til að þyngja pyngjuna. Á stundum liafa dansleikir vferið haldnir í Tjarnarbúð fyrir yngri kyn- slóðina, en þar er eins og kunnugt er vínveitingaleyfi. Margir, som þar eru staddir, eiga sjaldan kost á að ,,kom- ast á barinn", og er því ætíð margt um manninn þar. Á næstu grösum er Sigtún. Þar er unglingum yngri en átján árá meinaðúr aðgangur, enda vínveitingar leyfðar. Af ofanrituðu má glögglega sjá, að á laugardagskvöldum bafa 19 ára unglingar og yngri hvergi leyfi til að sækja dansleiki. Þó er aldrei unnt að koma í veg fyrir, að þeir, sem undir lögaldri eru, slæð- ist inn, og komast þeir þá oft ií feitan bitann. Til þess að hindra þessa öfugþróun má minna enn einu sinni á hina áður framkomnu og skynsamlegu tillögu að skuldbinda veitjingahúsin iil að halda almenna dansleiki fyrir ungt fólk með vissu millibili, 'þar sem vínveitingar eru að sjálfsögðu ekki leyfð- ar. Síðan leitaði til Þorgeirs Astvaldssonar um álit hans á þessu máli, en Þorgeir hefur leikið með hljómsveitinni Tempo í nokkur ár og veit því, hvernig málum er háttað. „Ekki er hægt að segja annað en nóg ?é af vínveit- ingstöðum í borginni, og hver sem inn á þessa staði kemst, getur keypt sér vín eftir vild, og þannig á það líka að vera. En þeir, sem ekkj komast inn á þessa staði eða hafa ekki áhuga á því, komast ekki allir fyrir í Las Yegas. Það vantar sem sagt „vínlausa" skemmti- staði, t.d. fleiri fóntóna-staði, (diskótek.) Tilgangslaust er að hleypa 18 ára unglingum inn á vín- veitingastaði og ætlast til að þeir drekki ekki vfn þar inni. Það ætti að lækka aldurstak- markið á vínkaupum, því unglingar á 18 ára aldri geta hvort eð er fengið vín, hvenær sem er, ef þá langar á annað borð til þess, — jafnt inni á vínveitingastöðunum sem ann- ars staðar.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.