Alþýðublaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 3
24. desember 1968 ALÞYÐUBLABIÐ 3
Hvernig er mál-
nda
A?
lE l
SÍÐUSTU ÁTTA ÁRIN hafa
alþjóðasamtök neytendasamtaka
Starfað ötullega í þágu hins al-
menna kaupanda um allan hejm.
Einnig hafa þau unnið mikið
starf við að hjálpa neyfendasam-
tökum á iegg í þróunarlöndum.
Hvar svo sem neytandinn býr,
þarfnast hann stöðugrar fræðslu
og verndandi lagasetningar, sem
gera honum kleift að fá meira
fyrir sína peninga. Og í æ rík-
ara mæli veitist honum þetta,
því að hann hefur gert sér ljóst,
hvað hann getur haft að segja
og hvernig hægt er að notfæra
sér það.
í Ameríku til dæmis, er auð-
sjáanlegt, að einkafyrirtæki gera
mun meira en áður að því að
svara þörfum neytenda. Og rík-
isstjórnin gerir í öllum greinum
meira að þvi að vernda og hjálpa
neytendum en áður hefur þekkzt.
Á síðustu fjórum árum hef-
ur fjöldi laga gengið í gildi, sem
vernda neytendur fyrir ótrygg-
um framleiðsluvörum eða ósann
girni i verzlunarmálum. Sem
dæmi:
Lög, sem tryggja sanngjarnar
umbúðir og álímingar.
Lög, sem koma í veg fyrir stór-
tjón af völdum eldfimra verk-
smiðja.
Nefnd, sem aðstoðar við að
tryggja, að þær framleiðsluvör-
ur séu í réttu ástandi.
Reynt hefur verið að fækka
dauðsföllum og eignatjóni af
völdum eldsvoða.
Neytendur hafa fengið hátt-
setta fulltrúa í stjórninni, neyt-
endahagsmunanefnd og ráð neyt-
endaráðgjafa.
Við höfum okkar neytenda-
skrifstofu, og henni berast hund-
ruð bréfa daglega, þar sem ó-
líklegustu vandamál eru upp á
teningnum. Oft eru til ýmsar
úrbætur við þessum kvörtunum,
sem neytandinn hefur einfald-
lega ekki vitað af og við gerum
okkar beztá til að leysa úr.
En stundum er ekki mikið
hægt að gera, til dæmjs ekki fyr-
ir konu, sem þjáðist af gigtar-
verkjum og hafði komizt að því,
að henni leið mun skár eftir að
hafa drukkið fimm eða sex bjóra.
Hennar vandamál var, hversu
dýr bjór er og hún skrifaði for-
setanum til að koma því á fram-
færi, að bjór yrði þjóðnýttur.
Neytendaskrifstofan gengst
ötullega fyrir neytendafræðslu,
því að þótt vel hafj verið unn-
ið að því hér í Bandaríkjunum
að kenna fólki, hvernig græða á'
fé, hefur farið í vaskinn að kenna
þvi, hvernig á að láta sér verða
sem mest úr peningunum. Svo
við gerum allt, sem við getum
til að láta skólana sjá nemend-
um sínum fyrir neytenda,
fræðslu.
En neytendafræðsla ætti ekki
að vera eingöngu í skólum; skoð-
un okkar er, að hún eigi er-
indi til mjög margra þátta sam-
félagsins og við gerum okkar
bezta til að koma því til leiðar.
Neytendahagsmunanefndin
reynir sem sé að gera neytand-
ann virkari þátttakanda í efna.
hagkerfi Bandaríkjanna á eftir-
farandi hátt: Með vemdarlög-
gjöf, með því að ýta undir sjálf-
boðsliðahreyfingar úr verzlunar-
og neytendastétt og með neyt-
endafræðslu.
Bandaríkjaforseti hefur sagt,
að markmið neytendaáætlunar-
innar sé „að tryggja sérhverj-
um borgara sanngjörn og heið-
arleg skipti fyrir dollarana sína.”
BETTY FURNESS, sem skipuð hefur verið sér-
stakur ráðgjafi Bandaríkjaforseta í neytendamál-
um, hefur samið eftirfarandi grein, sem hér birtist
dálítið stytt.
Jclahugvekja
Framhald af 1. síðu.
inu, og þangað til hann biðst
fyrir á sinni dauðastundu, er
sá rauði þráður, sem gengur í
gegnum allt hans líf.
Jólaljós og páskasól.
Þannig var ljósið sem kvikn-
aði í jötunni í Betlehem. Þannig
var ljósið, sem mennirnir
slökktu með þvi að negla Krjst
á kross eins og óbótamann. Og
þannig er það ljós, sem lifnaði
aftur á hinum fyrstu páskum.
Jólaljósið og páskasólin eru eitt
og hið sama, og ljómi stjörn-
oinnar í austri og upprisusólin
bera hinn sama ljóma. Það er
líf Krists, opjnberað í jarðmesku
holdi, og kveikt að nýju í upp-
risunni frá dauðum. Jólagleðin
og páskafögnuðurinn eru af
sömu rót', Þegar vér gleðjumst
yfir fæðingu frelsanans, þá er-
um vér ekki aðeins að fagna
yfir því lífi, sem hann eitt sinn
lifði á jörðinni, heldur því lífi,
Bem sýhdi sinn eilífa sigurmátt,
þegar mennirnir höfðu gert til-
raun til að slökkva það á föstu-
daginn langa.
Krossinn.
Sum yðar hafa ef til vill séð
mynd af Jesú sem litlu barni í
faðmi móður sinnar. En að baki
þeim skein ljós, og í ljóma þess
máttj líta krössinn. Þessi mynd
sýndi í rauninni hvortveggja í
senn, jólin og páskana.
I,.jós á hvítasunnu.
En — nú spyrð þú ef til Vill,
hvernig hvítasunnan verði tengd
jólunum? Rifjið nú upp sam-
líkinguna um ljósið, sem kvikn-
iaði i salraum. Á jólunum kvikn-
ar það fyrst, svo að öllum verði
sýnilegt. Á páskunum kviknar
það öðru sinni, — en í þriðja
lagi logar það á lömpum og
ljósastikum þeirra, sem höfðu
komizt í snertingu við það. Það
ier hvítasunnan, þegar andi
Krists snertir þá, sem á hann
tnia, svo að áhrif hans koma
fram í lífi þeina, trú þeirra,
starfi þeirra og breytni. Einnig
þetta felst í jólahátíðinni, sem
vór erum að fagna í dag.
Vér tölum stundum um jólin
sem hátíð ljósanna, öðrum hátið
um fremur. Á öllum heimilum
loga jólaljós. Þau loga á öltur-
um kirkjunnar. Þau loga á jóla-
trjánum, og þau lýsa upp her-
bergi einmana einstæðinga.
Ljósið í sjálfum þér.
En af hverju eru þessi ljós
kveikt, nema af því að hugir
mannanna hafa orðið snortnir
af ljósinu frá Betlehem, þar sem
hið sanna ljós hefir kveikt ver-
ið til þess að bera birtu um alla
jörð. Þesisi litlu ljós, sem á
jólunum bera birtu um híbýli
þín, eru tákn þess, að þú hefir
sjálfur orðið snortinn af anda
freslarans. Áhrif hans hafa
komizt inn í líf þitt. Þau eru
eldtungur hvítasunnunnar á
sjálfum jólunum, jafnframt því
sem þau eru endurskin páskanna
Þau minna þig á, að ljósið, sem
logaði fyrst í litlum fjárhús-
kofa, og síðan yfir gröfinni í
garði Jósefs frá Arimatheu —
það logar í sjálfum þér, huga
þínum, sál þinni.
Þessu mátt þú sízt af öllu
gleyma á jólunum. Hið guðdóm-
lega líf Jesú, sem hófst með
fæðingu hans, að því er til jarð-
larinnar tekur, — það varð ekki
aðeins opinbert til þess, að þú
fengir að sjá í því ljós guðs á
'himnum, — heldur til þess, aö
þitt eigið líf yrði eins og hans,
að svo miklu leyti, sem ófull-
kominn maður getur hreytt eft
ir hinum syndlausa og fetað í
fótspor hans. Það er stundum
talað um, að jólin séu áhrifa-
laus, og ekkert annað en veizl-
ur og óhóf í mat og drykk eða
innihaldslaus skemmtun. En
sannleikurinn er sá, að þau eru
meira — óendanlega miklu
meira — einnig hér hjá oss,
þó að eitthvað megi að finna.
Hvernig stendur á því, að þig
Langar til að gleðja aðra með
gjöfum og jólakveðjum? Hvemig
stendur á því að þér finnst eng
inn mega fara í jólaköttinn?
iHvernig stendur á því, að þú
finnur sárar til undan vonzku
heimsins og syndum sjálfs þín
á jólunum en endranær? Er það
iekki af þv'í, <að líf Jesú hefir
fæðzt í sjálfum þér, og jólin
vekja löngun þína til að vera
öllum góður, öllum miskunnsam
ur, eins og hann sem lifði og
lifir enn lífi guðdómsins sjálfs?
Þegar þú segir að á jólunum
vakni hjá þér löngum til að
vera betri maður, þá er það
aðeins annað orð yfir það, að
þig langi til að breyta eftir
Jesú, feta í fótspor hans, lifa
því lifi, sem hann lifði meðal
mannanna. Þú hefir fengið ljós-
ið hans í hendur þér, og inrtst. \
inni þráir þú ekkcrt heitar en *
að bera það víðsvegar um sal- )
inn, þar sem myrkrið sækir á,
en sigrar aldrei — aldrei að
eilífu.
Menn, sem ljdsið
skín í gegnum.
Lítil stúlka hafði eitt sinn
séð helgra manna myndir i
kirkjugluggum, þar sem ljósið
skein í gegnum. Síðar var liún
spurð, hvað væri að vera helgúr
maður. Hún svaraði: Það er
maður, sem ljósið skín í gegn-
um. — í kvöld koma jólin tjl
þín og minna þig á, að þitt lif
á að vera líf, sem ljósið skín í
gegnum — það ljós, sem kvikn-
aði á jólum, reis til nýrrar dýrð
ar á páskum, — og snart læri-
sveinana á hvítasunnu — þetta
ljós á að skína í gegnum sjálfan
þig.
Til þess hjálpi þér hann, sem
fæddist á jólunum. Hann geíi
þér gleðileg jól!
Amen.
VELJUM [SLENZKT-/W%
ÍSLENZKAN IÐNAÐ