Alþýðublaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 5
24. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5
Angeliciue (jólamynd Austuvbæjarbíós).
Austurbæjarbíó:
Angelique og soldáninn.
Þetta er íimmta Angelique-
myndin, sem Austurbæjarbíó sýn-
ir, og loks finnur bessi kona, sem
er að „hálfu leyti engiil, hálfu
leyti djöfull, en fullkomin kona“
eiginmann sinn, Péyrae. í fyrstu
myndinni varð hún ástfangin af
■þessum manni, sem hún raunar
var upphaflega gefin nauðug, en
hann hvarf, og síðan hefur An-
gelique verið sífellt að leita að
honum.
í þessari mynd er Angelique
numin brott, í þann mund sem
hún fann eiginmann sinn. Það
var farið með hana til Alsír, og
eftir mikil ævintýri ná þau loks-
ins saman aftur. Líklega hafa
fáar skáldsögur verið eins vin-
sælar í heiminUm og sögurnar
um Angelique. Út eru komnar
11 bækur um hana, sem hafa
verið þýddar á 16 tungumál
og talið er, að yfir 50 milljón
manneskjur hafi lesið bækurn-
ar. Höfundarnir eru tveir, —
Prakkarnir Francois Cosne og i
Francois Chavane, og myndin er
einnig frönsk. Leikstjórinn er
Bernard Borderie, en þau, sem
leika skötuhjúin, Angelique og
Peyrac, eru þau Michéle Mer-
chier og Robort Hossein. Myndin
er í litum og á henni er íslenzk-
ur texti.
Laugarásbíó:
Mædlame X
Mynd þessi er gerð eftir leik-
riti eftir Alexandre Bisson, en
eiikstjóri er David Loweil Rich.
Hún fjallar um unga og fagra
konu, Holly Parker, sem giftist
inn í forríka fjölskyldu. Maður
hennar er iangdvölum að heim.
an vegna atvinnu sinnar, svo
Holly leiðist að lokum út í ástar-
ævintýri, en elskhugi hennar
verður fyrir slysi og deyr. —
Tengdamóðir hennar hefur í
höndum sönnunargagn, sem
gæti bent á, að Holly hafi ráðið
manninum bana. Tengdamóðir-
in neyðir Holly til að flýja land,
og hún lendir í eymd og vesöld.
Hún verður fyrir því mörgum ár-
Úr jólamynd Laugarásbíós, Ma dame X.
um seinna. að ráða manni bana,
og sonur hennar, sem orðinn er
málafærslumaður, verður verj-
andi hennar án þess að vita,
hver konan er.
Lana Turner er í hlutverki
Holiy, en í hlutverkj manns
hennar er Jbhn Forsythe. Son.
hhnnar leika þeir Teddy Quinn,
á meðan hann er barn, en eftir
að hann er orðinn fullorðinn
ieikur hlutverk lians Keir Dull-
ea. Myndin er frá Universal og
tekin í Technicolor.
Mongóla í eina þjóð. Hann heitir
Temjúdín, en hlaut síðar nafn-
ið Djengis Khan, sem þýðir
höfðingi sigurvegaranna. Mynd-
in fjallar að mestu um baráttu
hans við erkióvin sinn, Jamuga,
sem drap föður hans og hneppti
sjálfan hann í þrældóm. Temjú-
dín átti líka annan draum. Það'
var fögur prinsessa, Bortei, sem
hafði verið gefin Jamuga nauð-
ug. Temjúdín nam Bortei á
brott, og naut síðan aðstoðar
hennar í baráttunni gegn Ja-
muga.
í lok myndarinnar fellur
Djengis Khan, eins og sagan um
þann mikla mongólska konung
segir okkur, og synir hans halda
áfram baráttunni fyrjr að sam-
eina Mongóla og gera þá að vold-
ugri þjóð.
Myndin er tekin í Technicol-
or og Panavision, leikstjóri er
Henry Levin. Djengis Khan sjálf-
an leikur Omar Sharriff, Jam-
uga leikur Stephan Boyd, sem
iék Messina í Ben Hur, og einn-
ig má nefna James Mason í hlut
verki Kam Ling, en hann lék
aðalhlutverkið í Loiitu, og einn-
ig lék liann í mynd. sem sýnd
var ný'lega í Háskólabíói, Stran-
ger in the House.
Nýja bíó:
Vér flughetjur fyrri
tíma.
i
Mynd þessi er bandarísk gam-
anmynd, sem gerist árið 1910, á
bernskuárum flugsins. Vellauð-
ugur blaðaútgefandi í London,
Rawnsley lávárður, kemur af
slað flugkeppni á milli London
og Parísar. Hann býður flug-
köppum, hvaðanæva að úr heim-
inum, þátttöku. Þessir ofurhug-
ar, sem ætla að þreyta kapp-
flug frá London til Parísar, eru
frá Bandarikjunum, Þýzkalandi,
Frakklandi, Japan, og auðvitað
Englandi.
Ýmislegt fléttast inn i keppni
þessa, t. d. skemmdarverkin, sem
eru ómissandi í hverri keppnj,
hvort sem það er akstur eða flug
og að sjálfsögðu er eitthvað af
ástarævintýrum.
í aðalhlutverkum eru m. a.
Stuart Whitman, Sarah Miles,
James Fox, Alberto Sordi og Ro-
bert Morley.
Myndin er í litum og Cinema-
Scope. Leikstjóri Ken Annakin.
Stjörnubíó:
Djengis Khan.
Þessi bandaríska stórmynd
fjallar um ungan Mongóla, sem
á þann draum að sameina alia
Úr Vér flughetjur fyrri tíma jólamynd Nýja bíós),