Alþýðublaðið - 11.01.1969, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.01.1969, Qupperneq 4
4 ALÞÝDUBLAÐK) 10- janúar 1969 Galdra-Loftur í Lindarbæ Aínjir Jónsson sem Galdra Loftur. Á SUNNUDAGSKVÖLD frum- sýnir Leiksmiðjan Galdra-Loft í Reykjavík, og hyggst sýna leik- ritið ð sinnum í Lindarbæ. Leik- ritið var fyrst frumsýnt á Þing- eyri við Dýraíjörð í október sl. og síðan. Enninsböndin, sem St. I<aur- ent er mikið með, njóta vin- sælda hjá þeim yngri. Út- gáfan, sem þið sjáið á mynd- inni, gefur hinni sígildu fléttu enn nýja möguleika. Þið fléttið fast þunnar hár- ræmur og festið teygju við, sem síðan er falin undir hárínu. París ’6S. Hófst svo fyrsta vetrarleikför sem vitað er um á íslandi. Segja má að glópalán hafj elt þessa ferðalanga frá upphafi, því að- eins í eitt skipti hamlaði ófærð ferðum þeirra. Farið var vestur, norður, austur og aftur norður og loks suður og voru sýningar um 40 talsins. Aðsókn var góð og viðtökur ágætar. Á nokkrum stöðum voru haldnar sérstakar skóiasýningum og sums staðar höfðu verkin verið kynnt nem- endum áður. Leiðréfiing Fimmtudaginn 9. janúar birt ist í blaðinu minningargrein um Tómas Ó. Jóhannsson, og fylgdi þar með vísa eftir Grím Thomsen. Bæði var, að leiðin leg vi'llía hafði slæðzt í hana, og biðjum við velvirðingar á því, og einnig það, að ekki var far ið rétt með hana. Rétt er vísan svona : Þó að fornu björgin brotni, bili himinn og þorni’ upp mar, alliar sortni sólirnar, aldrei deyr, þótit allt um þrotni, endurminningin þess, sem var. ^ími 32518 Skattar og launamál Ef sú stefna er rétt í þjóð- félaginu að hindra mikinn mun á tekjum einstaklinga, þá er rétt að beita stighækk andi tekjusköttum. Ef sú stefna er rétt að sömu laun skuli greidd, hvar sem er á landinu, þá er líka rétt að sömu tekjuskattar séu greidd ir hvar sem búið er. Víst er að hið opinbera þarf ákveðn ar tekjur til sinna þarfa, og eftir því sem meiri kröfur eru gerðar til þjónustu eða milligöngu ríkis og sveita- félaga, eftir því þarf meira fé í kassana hjá hinu opin- bera. Eru þetta ekki augljós sannindi? Þjóðfélagsþegnarnir ráða því, eða geta a.m.k. ráðið því hve miklar kröfur eru gerðar. En almenningur hef- ir lítið haft sig í frammi undanfarið um skattamál. Er þess skemmst að minn- ast að síðast þegar skatta- lögum var breytt, þá höfðu þeir alþm., sem einkum töldu sig valda af launþeg- um, ekki veitt því athvgli í hverju breytingin var fólg- in. Varð síðan mikill styr um tíma vegna þess að skatt stiginn reyndist nokkuð brattur, og komst fjöldi laun þega í hæsta þrep og átti í greiðsluörðugleikum. En hvað sem þessari hlið málsins líður, þá er annað vandamál, sem er ennþá við kvæmara, og það eru skatt- svikin. Samtök launþega kref j- ast fasthentari stjómar á skatteftirliti og skattheimtu. Og það ekki að ófyrirsynju. Tíundarsvik munu hafa fvlgt íslenzkri skattheimtu frá upphafi, og óvinsælir skatt- stigar, sem hér giltu fyrir ekki mjög löngu, urðu or- sök þess að undandráttur varð almennur og þótti sjálf sagður. Þetta var orðinn þjóðarlöstur, og það tekur sinn tíma að vinna bug á ósómanum. Launþegar voru ekki eftir bátar um að hjálpa til, alJir sem aðstöðu höfðu. Vissulega voru ekki möguleikar til að fá skotið undan framtali jafnháum upphæðum og at- vinnurekendur, kaupmanna- stétt og ýmsir braskarar höfðu tök á, en samábyrgð- in um að leika á skattayfir- völdin var geigvænlega víð- tæk. Þó að talsvert hafi áunn- izt, m.a. með löggjöf um skattrannsóknir, þá er enn langt í land. Hafnarverka- menn í Reykjavík og opin- berir starfsmenn vom tald- ir þeir einu hópar, sem ekki kæmu undandrætti við um laun sín. Þessir hópar fengu að gjalda skatt af sínum tekjum, og það þyngri skatt en ella myndi vegna þess fjár, sem hvarf undan fram- tali hjá öðrum með ýmsum hætti. Innheimta skatta í höndum undandráttarmanna. Þegar söluskattur var upp tekinn, sem vinsæl tekju- öflun vegna þess að óbeinj.r skattar kæmu minna við greiðandann en hinir beinu, þá var þeim, sem selja vöru og þjónustu, falin innheimta hans. Hvílíkt tækifæri fyrir þá, sem ekki höfðu annað en rassvasabókhald, þá aðila sem voru orðnir leiknir í því að láta renna milli fingra sér áður en lúkunni var lokað. Ofaná tekjuföls- un bættist nú aukaágóði af henni, söluskatturinn. sem neytendur greiddu, en gleymdist að skila. Þær eru ótaldar milljón- irnar, sem skattayfirvöldin hafa sótt með skyndirann- sóknum og við lokaathugun á ársframtölum. Segir það sína sögu um réttmæti og þörf á skarpara skattaeftir- liti. I Staðgreiðslukerfi. Þetta hefir verið í athug- un ótrúlega lengi, þar sem reynsla er þegar fengin í nágranr.alöndum okkar, og það er enn í athugun hjá nefnd, sem á að hafa samráð við fulltrúa frá sve'tafélögum, atvinnurek- endum, og launþegum. Tím- inn hingað til mun hafa far- íð á viðræður og samninga við tvo fyrst nefndu hópar.a, en viðræður við fulltrúa laurbega hefjast sennilega á þessu ári. In nheimtufyr irkom u la g eftir staðgreiðslukerfi skipt- ir launþega miklu máli, og báða aðila, greiðanda og móttakanda varðar það talsverðu að innhehntu- skil séu eins örugg og kost- ur er á. Staðgreiðslukerfi er ekki hugsað til þess að afla rekstrarfjár handa vinnu- veitendum, og söluskattur a að komast í hendur ríkisins ársf j órðungslega, misbrest- ur á þessu er öllum til t.jóns. Tekjuskattar séu sameinaðir í einn skatt. Launþegum, og raunar öllum skattþegnum, er hag- kvæmast að vita hve mikl- um hundraðshluta tekna ber að skila til ríkis og sveit arfélags. í hvert skipti, sem gerðir eru launasamningar, þá er, að vissu marki, verið að semja um tekjuskatta í nefnda staði. Engin haldbær rök h.efi ég heyrt fyrir því að hafa ekki einn tekjuákatt, sem skipt sé eftir ákveðnum hlutföllum milli aðilanna tveggja. Tekjuskattur, sem rennur til ríkisins, — áiag á hann sem er hluti bygg- ingasjóðs, — og útsvör, eru ákveðinn hluti launa, eftir því hve launin eru há og hve margir eru á framfærsbi skattþegns, þetta er hluti launa, sem aldrei ætti að greiða launþega, heldur skila beint í hendur hins opinbera. Það er kannski ó- þarfi að kalla þetta laun, þar sem þetta er hluti seðla- veltunnar, sem hið opin- bera ætlar að fá í sinn hlut með milliskrift um launa- reiknir.ga vinnandi manna. Þurfi eitthvert sveitarfélag minna fé í ár en í fyrra, þá má geyma mismun í jöfn- unarsjóði, má tilfæra ýmis dæmi frá liðnum árum hversu miklu hagkvæmara og réttlátara það hefði orð- ið, en sú regla sem nú ríkir, og reynist stundum freist- andi fyrir kosningar, að gefa svo eða svo mikinn afslátt af útsvörum. Þannig hafa flokkarnir gert hosur sínar grænar fyrir kjósendum í bili, en komið svo kné- krjúpandi að biðja um rík- isábyrgð fyrir lánum til nauðsynlegra framkvæmda. Verður ekki skoðun ykk- ar sú að einn tekjuskattur sé heilbrigðasta kerfið, og hið opinbera skipti sjálft milli sín? Skiptireglurnar eru á valdi löggjafans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.