Alþýðublaðið - 15.01.1969, Blaðsíða 5
15. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIS 5
Nokkrir hinna ungu þingmanna sænskra jafnaðarmanna.
stofna
nska þinginu
SÆNSKIR jafnaðarmenn
unnu ekki aðeins mikinn
sigur í kosningunum í haust
sem leið, lieldur tókst þeim
að endurnýja liin.f''
verulega með því að kjósa
22 nýja þingmenn og konur
sem eru innan við 40 ára
aldur. A síðasía þingi átti
flokkurinn aðeins 5 þing-
menn innan þessara marka
Sá óvenjulegi atbuuður
hefur nú gerzt, að stofnað
hefur vcrið „SSU Helgc-
andsholmen“, sem kalla
mætti Félag ungra jafnaðar
manna á þingi. Nafngiftin
stafar af því, að sænska þisig
húsið stendur á Heilagsanda
hólma í Stokkhólmi.
Það er í frásögur fært, að
Bosse nokkur Ringholm var
kjörinn forseti Sambands
ungra jafnaðarmanna í Sví-
þjóð 1967. Þegar hann þakk
aði traustið, sagði hann með
al annars: „Við skulum þeg
ar hefja starfið við að yngja
upp þingið. Við skulum
stofna félag ungra jafnaðar-
manna á þingi 1969.“
Bosse reyndist sannspár.
SUJ bauð skömmu fyrir
áramót hinum nýkjörnu,
ungu þingmönnum til fnnd
ar í Bommersvík. Það var
ekki ætlunin, að þeir m.ynd
uðu ncins konar flokk innan
flokksins, hcldur vildu þeir
kynnast hver öðrum, því að
þetta unga fóllt er úr öllum
landshlutum og mismun-
andi starfsstéttum um alla
Svíþjóð.
Kurt Hugosson heitir
einn þeirra þingmanna, sem
nú náðu endurkjöri, en
liann er aðeins 37 ára. I v«ð
tali við blaðið ,,Friheten“
fagnar liann liinum fjöl-
menna liópi nýrra félaga
og segist gleðjast yfir því að
fá svo marga jal'naldra á
þingbekki. Hann bendir á,
að þetta sé ekki aðeins urigt
fólk, heldur ungir stjórn-
málamenn, sem allir nafi
margvíslega þekkingu á op
inberum málum og brenn-
andi áhuga á velferð þjóðar
innar.
IVjgosson telur að tvö mál
muni verða efst á baugi á
næstunni, heimsmálin og
jafnréttismálin heima í Sví
þjóð. Iíann segir, að ein-
mitt á þessum sviðum hafi
unga fólkið sýnt mikinrs á-
huga. Þegar hann var beð-
inn að gefa hinum nýju
þingmönnum holl ráð, var-
aði hann þá fyrst við hreppa
pólitík og bað þá að verða
ekki hagsmunaþingmenn
einstakra byggða með tak-
markaðan sjóndeildarhring.
Þá veitti liann þá aðvörun,
að það taki langan tíma að
gera hUgmyndir að veru-
leika á þingi og því dugi
ekki fyrir unga fólkið að ör
vænta, þótt liægt gangi.
Orfeus og Evrýdís
frumsýnd í Iðnó
Fyrsta frumsýning læik-
félags Reykjavíkur á þessu
ári verður í Iðnó á föstudags-
kvöld, Orfeus og Evrýdís eft-
*r Jea*i Anou'lh í þýð'ingu
Emils II. Eyjólfssonar lekíors
v'ð Sorbonne-háskóla. Leik-
stjóri er Helga Baclimann, og
er þetta fyrsta leiksýning sem
hún setur upp í Iðnó, en áður
hefur hún sett á svið barna-
le'kmn Grámann eftir Stefán
Jónsson í Tjarnarbæ fyrir
þremur árum.
I viðtali við fréttamenn í gær^
sagöi Sveinn Einarsson leikhússtjóri
m.a. að verk Anouils mundu niest
og víðast leikin allra franskra leik-
skálda nti á dögum. Þjóðleikhúsið
hefur sýnt tvö leikrit eftir hann á
undanförnum árum og nokkur hafa
verið í Iðnó, en Leikfélagíð hefur
ekki leikið verk eftir Anoúilh fyrr
en nú. Eina og nafnið bendir til
bvggist leikurinn á gfísku goðsögn-
inni um Orfeus hörpuleikara sem
stcig niður til undirheima, en hún
er í leiknum færð í nútímabúning
og gerist nú á dögum. Leikurinn
er eins konar Rómeó og Júifa okkar
tíma, sagði Sveinn Einarsson.
Aðalhlutverkin í Orfeus og Evrý-
dís leika ungir leikarar, Valgerður
Dan sem hefur farið með nokkur
allstór hlutverk hjá Leikfélaginu
undanfarið, og Guðmundur Magnus
son, nýr leikari sem útskrifaðist úr
skóla Leikfélagsins í vor og aðeins
hefur sézt í smáum hlutverkum.
Aðrir ieikendur ertt Helgi Skúla-
son, Steindór Hjörlcifsson, Regína
Þórðardóttir, Jón Aðils, Pétur Ein-
arsson, Jón Sigurhjörnsson, Borgar
Garðarsson, Bryndís Pétursdóttir,
Guðmundur Pálsson, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir, Soffía Jakobsdótt-
ir, Daníel Williamsson og Erlendtir
Svavarsson. Leikmyndina gerir Stein
þór Sigurðsson.
SMURT BKAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHOSIÐ
SNACK BAR
Laugavegí 126.
sími 24631.
ÓTTARYNGVASON
| héroSsdómslögmaSur
■ MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHUÐ I • SÍMI 21296
Alþýðuhiaðid
Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar í síma 14900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
[DAGSBRUNl
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Tillögur
uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um
stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir
árið 1969 liggja frammi í skriifstofu félags-
ins frá og með 16. janúar.
Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu
Dagsbrúnar fyrir klukkan 6 e.;h. föstudaginn
17. þ.m., þar sem stjórnarkjör á að fara fram
25. og 26. þ.m.
Kjörstjórn Dagsbrúnar.